Sjóræningjar fá sínu framgengt 11. júlí 2006 07:00 Juanita Þessi togari var dreginn þúsund mílna leið til Noregs þar sem hann fékk þjónustu. Íslensk stjórnvöld hafa ávítað þau norsku fyrir vikið. Mynd/lhg Koma svokallaðra sjóræningjatogara til veiða á úthafskarfa, rétt utan við íslensku efnahagslögsöguna suðvestur af Reykjanesi, er árviss viðburður. Íslensk stjórnvöld reyna að stemma stigu við veiðum þeirra en samstaða þeirra þjóða sem hagsmuna hafa að gæta mætti vera meiri. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hringdi á dögunum til norska kollega síns, Helgu Pedersen, til að kvarta yfir því að sjóræningjatogarinn Juanita hefði fengið þjónustu í norskri höfn. Togarinn, sem er á svörtum lista Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar (NEAFC), fékk veiðarfærin í skrúfuna þegar hann var að veiðum á úthafskarfamiðunum á Reykjaneshrygg. Einar sendi í kjölfarið formlegt bréf til að árétta sjónarmið sitt og krefjast frekari skýringa. Einar hefur lýst furðu sinni á þeirri ákvörðun norskra stjórnvalda að veita skipinu þjónustu, ekki síst í ljósi þess að íslensk stjórnvöld höfðu nýlega lýst stuðningi sínum við aðgerðir Norðmanna við baráttu við sjóræningjaskip sem veiða í Barentshafi og að samþykktir NEAFC voru þverbrotnar með því að veita Juanitu þjónustu.Samstarf í orðiStuggað við sjóræningjum Landhelgisgæslan hefur talið tólf þjónustuskip á úthafskarfamiðunum. Þau sem veita sjóræningjaskipum þjónustu fara á svarta lista NEAFC. Mynd/lhgÁ ársfundi NEAFC árið 2003 var boðað að tekið yrði upp stóraukið eftirlit með fiskiskipum, með það að markmiði að koma í veg fyrir ólöglegar veiðar. Á þeim fundi fiskveiðinefndarinnar var samþykkt að farið yrði um borð í fiskiskip á hafi úti og hafnir yrðu heimsóttar og allt kapp yrði lagt á að koma í veg fyrir ólöglegar veiðar. Þá var ákveðið að útbúa svokallaðan svartan lista með nöfnum viðkomandi skipa og koma í veg fyrir að þau gætu landað ólöglegum afla í höfnum í Evrópu og víðar og á hafi úti. NEAFC samþykkti síðan nýlega að banna skipum sem stunda ólöglegar veiðar að koma til hafnar aðildarríkja sinna og víkkuðu á þann hátt út þær takmarkanir sem settar voru árið 2003. Á árlegum fundi sjávarútvegsráðherra í júní hélt Helga Pedersen ræðu þar sem hún skilgreindi sjóræningjaveiðar sem helstu ógnun við fiskistofna heimsins. Hún hefur einnig látið frá sér fara ályktanir þar sem hún fagnar aukinni hörku í aðgerðum gegn sjóræningjaskipum. Þrátt fyrir þetta virðist sem norsk stjórnvöld séu ófær um að koma í veg fyrir komur sjóræningjaskipa til Noregs. Knud Arne Höjvik, upplýsingafulltrúi Sambands norskra útvegsmanna, telur norsk yfirvöld ekki taka nægilega hart á skipum sem stunda sjóræningjaveiðar. Hann vill meina að norsk stjórnvöld ættu þar að taka þau íslensku sér til fyrirmyndar og segir sambandið fordæma þjónustu við sjóræningjaskip í öllum tilfellum. Ekkert einsdæmiAðstoðin sem Juanita fékk í Noregi er aðeins eitt fjölmargra dæma um þjónustu við sjóræningjaskip í norskum höfnum. Í byrjun maí vöktu Greenpeace-samtökin athygli á þeirri staðreynd að fimm sjóræningjatogarar lágu í höfn í Kirkenes í Norður-Noregi á sama tíma og þá voru aðeins nokkrar vikur síðan tveir rússneskir sjóræningjatogarar lágu í þeirri sömu höfn. Þessir togarar fengu þar alla þjónustu, þrátt fyrir að vera á svörtum lista norsku fiskistofunnar. Bent hefur verið á að norsk lög banna aðeins landanir slíkra skipa en ekki að þeim sé veitt þjónusta. Johan Williams, skrifstofustjóri í norska sjávarútvegsráðuneytinu, sagði nýlega í viðtali við norska blaðið Fiskaren að norsk stjórnvöld myndu tapa dómsmáli fyrir að vísa skipum úr höfn og neita þeim um þjónustu. Norðmenn eru þó ekki einir um að sjá í gegnum fingur sér þegar kemur að þjónustu sjóræningjatogara. Vitað er að slík skip fá þjónustu í Þýskalandi og yfirvöld þar hafa ekkert gert til að reyna að kyrrsetja skipin, þrátt fyrir að þeim hafi verið bent á þetta vandamál ítrekað. Einnig hafa sjóræningjaskip fengið þjónustu í höfnum í Póllandi, Litháen og víðar. Þar virðist lítið eftirlit og léleg skráning gera skipum, sem sigli undir hentifánum og veiði ólöglega í úthöfunum, kleift að landa afla sínum og fá þjónustu. LandhelgisgæslanLandhelgisgæslan getur ekki fært erlenda togara, sem stunda ólöglegar veiðar á úthafinu, til hafnar en tilkynnir þess í stað um athafnir þeirra til NEAFC sem gerir viðeigandi ráðstafanir. Skipin fara á svartan lista og það verður til þess að þau eiga ekki að fá neina þjónustu í höfnum aðildarríkja ráðsins. Þar er um að ræða Evrópusambandslöndin öll, Rússland, Eistland, Færeyjar, Grænland og Noreg, auk Íslands. Ljóst er að þessar aðferðir duga skammt á meðan samstarf þjóða sem hagsmuna hafa að gæta er ekki betra en raun ber vitni. Kannski er tillaga Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmdastjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna, það eina sem getur skilað árangri en hann sagði í viðtali við Fiskifréttir nýlega að tími væri kominn til að fara út í mun harðari aðgerðir en til þessa. Hans tillaga er að annað hvort þurfi að taka skipin og færa þau til hafnar eða beita jafnvel togvíraklippunum sem skiluðu góðum árangri í þorskastríðunum. Kristján Þ. Jónsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir að ekkert mæli á móti því að beita öðrum aðferðum en nú er gert en til þess þurfi lagaumhverfið að breytast. Innlent Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Koma svokallaðra sjóræningjatogara til veiða á úthafskarfa, rétt utan við íslensku efnahagslögsöguna suðvestur af Reykjanesi, er árviss viðburður. Íslensk stjórnvöld reyna að stemma stigu við veiðum þeirra en samstaða þeirra þjóða sem hagsmuna hafa að gæta mætti vera meiri. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hringdi á dögunum til norska kollega síns, Helgu Pedersen, til að kvarta yfir því að sjóræningjatogarinn Juanita hefði fengið þjónustu í norskri höfn. Togarinn, sem er á svörtum lista Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar (NEAFC), fékk veiðarfærin í skrúfuna þegar hann var að veiðum á úthafskarfamiðunum á Reykjaneshrygg. Einar sendi í kjölfarið formlegt bréf til að árétta sjónarmið sitt og krefjast frekari skýringa. Einar hefur lýst furðu sinni á þeirri ákvörðun norskra stjórnvalda að veita skipinu þjónustu, ekki síst í ljósi þess að íslensk stjórnvöld höfðu nýlega lýst stuðningi sínum við aðgerðir Norðmanna við baráttu við sjóræningjaskip sem veiða í Barentshafi og að samþykktir NEAFC voru þverbrotnar með því að veita Juanitu þjónustu.Samstarf í orðiStuggað við sjóræningjum Landhelgisgæslan hefur talið tólf þjónustuskip á úthafskarfamiðunum. Þau sem veita sjóræningjaskipum þjónustu fara á svarta lista NEAFC. Mynd/lhgÁ ársfundi NEAFC árið 2003 var boðað að tekið yrði upp stóraukið eftirlit með fiskiskipum, með það að markmiði að koma í veg fyrir ólöglegar veiðar. Á þeim fundi fiskveiðinefndarinnar var samþykkt að farið yrði um borð í fiskiskip á hafi úti og hafnir yrðu heimsóttar og allt kapp yrði lagt á að koma í veg fyrir ólöglegar veiðar. Þá var ákveðið að útbúa svokallaðan svartan lista með nöfnum viðkomandi skipa og koma í veg fyrir að þau gætu landað ólöglegum afla í höfnum í Evrópu og víðar og á hafi úti. NEAFC samþykkti síðan nýlega að banna skipum sem stunda ólöglegar veiðar að koma til hafnar aðildarríkja sinna og víkkuðu á þann hátt út þær takmarkanir sem settar voru árið 2003. Á árlegum fundi sjávarútvegsráðherra í júní hélt Helga Pedersen ræðu þar sem hún skilgreindi sjóræningjaveiðar sem helstu ógnun við fiskistofna heimsins. Hún hefur einnig látið frá sér fara ályktanir þar sem hún fagnar aukinni hörku í aðgerðum gegn sjóræningjaskipum. Þrátt fyrir þetta virðist sem norsk stjórnvöld séu ófær um að koma í veg fyrir komur sjóræningjaskipa til Noregs. Knud Arne Höjvik, upplýsingafulltrúi Sambands norskra útvegsmanna, telur norsk yfirvöld ekki taka nægilega hart á skipum sem stunda sjóræningjaveiðar. Hann vill meina að norsk stjórnvöld ættu þar að taka þau íslensku sér til fyrirmyndar og segir sambandið fordæma þjónustu við sjóræningjaskip í öllum tilfellum. Ekkert einsdæmiAðstoðin sem Juanita fékk í Noregi er aðeins eitt fjölmargra dæma um þjónustu við sjóræningjaskip í norskum höfnum. Í byrjun maí vöktu Greenpeace-samtökin athygli á þeirri staðreynd að fimm sjóræningjatogarar lágu í höfn í Kirkenes í Norður-Noregi á sama tíma og þá voru aðeins nokkrar vikur síðan tveir rússneskir sjóræningjatogarar lágu í þeirri sömu höfn. Þessir togarar fengu þar alla þjónustu, þrátt fyrir að vera á svörtum lista norsku fiskistofunnar. Bent hefur verið á að norsk lög banna aðeins landanir slíkra skipa en ekki að þeim sé veitt þjónusta. Johan Williams, skrifstofustjóri í norska sjávarútvegsráðuneytinu, sagði nýlega í viðtali við norska blaðið Fiskaren að norsk stjórnvöld myndu tapa dómsmáli fyrir að vísa skipum úr höfn og neita þeim um þjónustu. Norðmenn eru þó ekki einir um að sjá í gegnum fingur sér þegar kemur að þjónustu sjóræningjatogara. Vitað er að slík skip fá þjónustu í Þýskalandi og yfirvöld þar hafa ekkert gert til að reyna að kyrrsetja skipin, þrátt fyrir að þeim hafi verið bent á þetta vandamál ítrekað. Einnig hafa sjóræningjaskip fengið þjónustu í höfnum í Póllandi, Litháen og víðar. Þar virðist lítið eftirlit og léleg skráning gera skipum, sem sigli undir hentifánum og veiði ólöglega í úthöfunum, kleift að landa afla sínum og fá þjónustu. LandhelgisgæslanLandhelgisgæslan getur ekki fært erlenda togara, sem stunda ólöglegar veiðar á úthafinu, til hafnar en tilkynnir þess í stað um athafnir þeirra til NEAFC sem gerir viðeigandi ráðstafanir. Skipin fara á svartan lista og það verður til þess að þau eiga ekki að fá neina þjónustu í höfnum aðildarríkja ráðsins. Þar er um að ræða Evrópusambandslöndin öll, Rússland, Eistland, Færeyjar, Grænland og Noreg, auk Íslands. Ljóst er að þessar aðferðir duga skammt á meðan samstarf þjóða sem hagsmuna hafa að gæta er ekki betra en raun ber vitni. Kannski er tillaga Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmdastjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna, það eina sem getur skilað árangri en hann sagði í viðtali við Fiskifréttir nýlega að tími væri kominn til að fara út í mun harðari aðgerðir en til þessa. Hans tillaga er að annað hvort þurfi að taka skipin og færa þau til hafnar eða beita jafnvel togvíraklippunum sem skiluðu góðum árangri í þorskastríðunum. Kristján Þ. Jónsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir að ekkert mæli á móti því að beita öðrum aðferðum en nú er gert en til þess þurfi lagaumhverfið að breytast.
Innlent Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent