Innlent

Framkvæmdastjóri UNICEF á leið til Íslands

Á föstudaginn næstkomandi mun framkvæmdastjóri UNICEF, Ann M. Veneman, heimsækja Ísland. Tilgangur ferðarinnar er að skrifa undir framtíðarsamning við landsnefnd UNICEF á Íslandi, sem þýðir að landsnefndin fær að starfa undir merkjum UNICEF og skuldbindur sig þar með til að afla fjár fyrir verkefni á vegum UNICEF og fylgja stöðlum samtakanna.

Tvö ár eru síðan landsnefnd UNICEF á Íslandi hóf störf og mun undirritun samningsins marka tímamót í starfi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Ann M. Veneman og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi munu formlega undirrita samstarfsamninginn á skrifstofu UNICEF á föstudaginn klukkan 14:10. Veneman mun einnig eiga fund með utanríkisráðherra Íslands, Valgerði Sverrisdóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×