Maurar skriðu út úr farangurshólfinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. mars 2018 07:36 Farþegar þurftu að skilja allan farangur eftir í vélinni. VÍSIR/STEINGRÍMUR Flugvél á vegum WOW-air var sett í sóttkví í nokkrar klukkustundir á flugbraut í Montreal í gær eftir að eftirlitsmenn höfðu rekið augun í fjölda maura í vélinni. Vélin hafði verið að fljúga frá Íslandi og eftir um nokkra klukkustunda flug varð uppi fótur og fit að sögn farþega, sem kanadíski miðillinn CBC ræddi við. Maurar tóku að skríða úr farangurshólfinu fyrir ofan eina sætaröðina og olli það nokkru uppnámi í vélinni. Þegar hún svo að lokum lenti í Montreal bað flugstjóri vélarinnar alla um að halda kyrru fyrir í sætum sínum. Eftir um tvær klukkustundir var farþegum svo tilkynnt að þeir þyrftu að skilja allan farangur eftir í vélinni, svo sem yfirhafnir, veski og bakpoka. „Eftir allt ferlið þurftum við að yfirgefa völlinn í stuttermabol,“ er haft eftir farþeganum Marco Lavecchia. „Þau gáfu okkur teppi og vatnsflösku.“ Heilbrigðisyfirvöld í Kanada segja í samtali við kanadíska miðla að þau hafi sett sig í samband við skordýrafræðinga til að fá úr því skorið hvaða maurategund hafði gert sig heimakomna í vélinni. Þau undirstrika að farþegum hafi ekki staðið nein hætta af maurunum og þau vinni nú í því að eyða öllum leifum af þeim úr vélinni. Til þess verði þau að úða eitri um allt farþegarýmið og á allan farangur. WOW-Air segir í samtali við CBC að unnið sé að málinu „eftir hefðbundnum aðferðum.“ Flugfélagið hefur þurft að fella niður flugferð sem fyrirhuguð var frá Montreal með sömu vél. WOW segist nú vinna í því að koma öllum farþegum sem áttu bókaða ferð með vélinni á áfangastað. Fréttir af flugi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Flugvél á vegum WOW-air var sett í sóttkví í nokkrar klukkustundir á flugbraut í Montreal í gær eftir að eftirlitsmenn höfðu rekið augun í fjölda maura í vélinni. Vélin hafði verið að fljúga frá Íslandi og eftir um nokkra klukkustunda flug varð uppi fótur og fit að sögn farþega, sem kanadíski miðillinn CBC ræddi við. Maurar tóku að skríða úr farangurshólfinu fyrir ofan eina sætaröðina og olli það nokkru uppnámi í vélinni. Þegar hún svo að lokum lenti í Montreal bað flugstjóri vélarinnar alla um að halda kyrru fyrir í sætum sínum. Eftir um tvær klukkustundir var farþegum svo tilkynnt að þeir þyrftu að skilja allan farangur eftir í vélinni, svo sem yfirhafnir, veski og bakpoka. „Eftir allt ferlið þurftum við að yfirgefa völlinn í stuttermabol,“ er haft eftir farþeganum Marco Lavecchia. „Þau gáfu okkur teppi og vatnsflösku.“ Heilbrigðisyfirvöld í Kanada segja í samtali við kanadíska miðla að þau hafi sett sig í samband við skordýrafræðinga til að fá úr því skorið hvaða maurategund hafði gert sig heimakomna í vélinni. Þau undirstrika að farþegum hafi ekki staðið nein hætta af maurunum og þau vinni nú í því að eyða öllum leifum af þeim úr vélinni. Til þess verði þau að úða eitri um allt farþegarýmið og á allan farangur. WOW-Air segir í samtali við CBC að unnið sé að málinu „eftir hefðbundnum aðferðum.“ Flugfélagið hefur þurft að fella niður flugferð sem fyrirhuguð var frá Montreal með sömu vél. WOW segist nú vinna í því að koma öllum farþegum sem áttu bókaða ferð með vélinni á áfangastað.
Fréttir af flugi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira