Reynsluboltar í akstri á Suðurskautslandinu Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2013 07:00 Í Walking with the wounded-ferðinni voru 32 í hópnum með Íslendingunum fjórum, kvikmyndagerðarmönnum og læknum. Emil Grímsson leiðangursstjóri segir hópinn hafa verið ánægðan með ferðina. Mynd/artictrucks „Það hefur verið ótrúlega mikið um að vera hjá okkur þetta tímabilið. Það sem Arctic Trucks (AT) gerir þarna suður frá er að styðja við ýmis verkefni og að þessu sinni snúast öll verkefnin um fólk sem er að fara á suðurpólinn. Við erum t.d. með Walking with the wounded-verkefnið sem var að klárast í fyrradag og gekk ótrúlega vel,“ segir Guðmundur Guðjónsson, verkefnisstjóri suðurpólsverkefna hjá Arctic Trucks. Annað verkefni fyrirtækisins sem kláraðist nýverið snýr að mönnum frá Bandaríkjunum sem settu sér það markmið að keyra Toyota-bílum í öllum heimsálfunum sjö. Arctic Trucks hjálpaði þeim að skipuleggja ferðina og eftir að þeir komu í æfingaferð til Íslands keyptu þeir einn bíl og fyrirtækið lánaði þeim annan, auk bílstjóra og viðgerðarmanns. Þeir keyrðu um 6.000 kílómetra á 13 dögum, þvert yfir Suðurskautslandið og til baka. Þegar best gekk náðu þeir að fara 800 km á einum sólarhring og notaði hvor bíll um sig 2.800 lítra af olíu. Nokkur heimsmet féllu í þessum leiðangri. „Það er alveg sama hvað maður skoðar í þessum leiðangri, það er allt heimsmet. Það hefur aldrei verið farið á svona skömmum tíma fram og til baka yfir skautið og eins eiga þeir stysta tímann frá ströndu á pólinn. Þeir fóru á pólinn á undir 30 tímum frá Ross-íshellunni.“ Tveir leiðangrar eru enn í gangi, annar snýr að manni sem mun reyna að setja hraðamet í að ferðast á suðurpólinn á gönguskíðum og þá á innan við 22 dögum. Svo munu tveir bílar frá AT fylgja ungri konu á Ross-íshelluna á næstu dögum. Hún ætlar sér að setja heimsmet og hjóla frá ströndinni á pólinn. Sex bílar frá AT eru staðsettir á suðurskautinu allt árið um kring og eru látnir standa úti yfir veturinn. „Við reynum að staðsetja á stöðum þar sem blæs af þeim og þar eru þeir bundnir niður svo þeir fjúki ekki. Við lokum svo fyrir öll göt þar sem snjór gæti hugsanlega smogið inn. Það er alveg ótrúlegt að stundum erum við ekki nema um klukkutíma að ná bílunum í gang.“ Fyrir þetta ár var samanlögð reynsla Arctic Trucks á suðurskautinu 47 mánuðir. „Tveir af strákunum fóru núna í fimmta skipti, en það eru mjög fáir sem hafa komið svo oft þangað. Þeir hafa ferðast þvers og kruss um og við erum komnir með ótrúlega mikla reynslu.“ Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
„Það hefur verið ótrúlega mikið um að vera hjá okkur þetta tímabilið. Það sem Arctic Trucks (AT) gerir þarna suður frá er að styðja við ýmis verkefni og að þessu sinni snúast öll verkefnin um fólk sem er að fara á suðurpólinn. Við erum t.d. með Walking with the wounded-verkefnið sem var að klárast í fyrradag og gekk ótrúlega vel,“ segir Guðmundur Guðjónsson, verkefnisstjóri suðurpólsverkefna hjá Arctic Trucks. Annað verkefni fyrirtækisins sem kláraðist nýverið snýr að mönnum frá Bandaríkjunum sem settu sér það markmið að keyra Toyota-bílum í öllum heimsálfunum sjö. Arctic Trucks hjálpaði þeim að skipuleggja ferðina og eftir að þeir komu í æfingaferð til Íslands keyptu þeir einn bíl og fyrirtækið lánaði þeim annan, auk bílstjóra og viðgerðarmanns. Þeir keyrðu um 6.000 kílómetra á 13 dögum, þvert yfir Suðurskautslandið og til baka. Þegar best gekk náðu þeir að fara 800 km á einum sólarhring og notaði hvor bíll um sig 2.800 lítra af olíu. Nokkur heimsmet féllu í þessum leiðangri. „Það er alveg sama hvað maður skoðar í þessum leiðangri, það er allt heimsmet. Það hefur aldrei verið farið á svona skömmum tíma fram og til baka yfir skautið og eins eiga þeir stysta tímann frá ströndu á pólinn. Þeir fóru á pólinn á undir 30 tímum frá Ross-íshellunni.“ Tveir leiðangrar eru enn í gangi, annar snýr að manni sem mun reyna að setja hraðamet í að ferðast á suðurpólinn á gönguskíðum og þá á innan við 22 dögum. Svo munu tveir bílar frá AT fylgja ungri konu á Ross-íshelluna á næstu dögum. Hún ætlar sér að setja heimsmet og hjóla frá ströndinni á pólinn. Sex bílar frá AT eru staðsettir á suðurskautinu allt árið um kring og eru látnir standa úti yfir veturinn. „Við reynum að staðsetja á stöðum þar sem blæs af þeim og þar eru þeir bundnir niður svo þeir fjúki ekki. Við lokum svo fyrir öll göt þar sem snjór gæti hugsanlega smogið inn. Það er alveg ótrúlegt að stundum erum við ekki nema um klukkutíma að ná bílunum í gang.“ Fyrir þetta ár var samanlögð reynsla Arctic Trucks á suðurskautinu 47 mánuðir. „Tveir af strákunum fóru núna í fimmta skipti, en það eru mjög fáir sem hafa komið svo oft þangað. Þeir hafa ferðast þvers og kruss um og við erum komnir með ótrúlega mikla reynslu.“
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira