Framkvæmdir fyrir hundruð milljóna vegna mygluskemmda Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. júní 2016 20:00 Hundruð milljóna króna framkvæmdir eru að hefjast á höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur til að reyna að ráða niðurlögum myglu sem er víða í húsinu. Mikil veikindi starfsfólks urðu til þess að myglan uppgötvaðist. Verið er að undirbúa framkvæmdirnar þessa dagana. Síðasta haust sem að kviknaði sá grunur að mygla væri í húsinu. „Það var farið að bera á meiri veikindum á ákveðnum stöðum í húsinu og það er þess vegna sem það þurfti að bregðast mjög hart við,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. „Þá opnum við vegg og við blöstu skemmdirnar.“ Í framhaldi var farið að skoða húsið betur og þá fannst mygla. „Hún fannst víða um húsið, á nokkrum hæðum, í útveggjunum og núna í vetur þá höfum við verið með yfirþrýsting inni í húsinu og svona gripið til ýmissa aðgerða til þess að draga úr hættu að þetta berist inn í vinnurými,“segir Eiríkur. „En við þurfum að fara yfir allt húsið.“Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur.Mynd/Birgir Ísleifur GunnarssonHúsið er um sautján þúsund fermetrar að stærð með bílakjallaranum. Það var vígt árið 2003 en bygging þess var nokkuð umdeild. Bygging hússins kostaði líka sitt. Eiríkur segir byggingarkostnaðinn hafa verið metinn um tíu milljarðar að núvirði. Eiríkur segir að verið sé að skoða hvernig svo miklar rakaskemmdir hafi myndast í svo nýju húsi. Skemmdirnar eru í vesturhluta hússins eða þeim sem er klæddur. Hann segir kostnaðinn við framkvæmdirnar koma til með að verða mikinn og reiknar með að hann nemi hundruðum milljóna. Orkuveitan átti áður húsið en árið 2013 keypti Foss fasteignafélag sem er í rekstri Kvikubanka húsið. Það félag er meðal annars í eigu lífeyrissjóða. Eiríkur segir að verið sé að skoða hver beri kostnaðinn af framkvæmdunum en þær séu umfangsmiklar. „Við þurfum að opna útveggina utan frá og samhliða að opna þá innan frá hæð fyrir hæð,“ segir hann. „Svona eins og þegar maður þvær gluggina þá byrjum við efst og förum niður eftir húsinu.“ Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
Hundruð milljóna króna framkvæmdir eru að hefjast á höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur til að reyna að ráða niðurlögum myglu sem er víða í húsinu. Mikil veikindi starfsfólks urðu til þess að myglan uppgötvaðist. Verið er að undirbúa framkvæmdirnar þessa dagana. Síðasta haust sem að kviknaði sá grunur að mygla væri í húsinu. „Það var farið að bera á meiri veikindum á ákveðnum stöðum í húsinu og það er þess vegna sem það þurfti að bregðast mjög hart við,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. „Þá opnum við vegg og við blöstu skemmdirnar.“ Í framhaldi var farið að skoða húsið betur og þá fannst mygla. „Hún fannst víða um húsið, á nokkrum hæðum, í útveggjunum og núna í vetur þá höfum við verið með yfirþrýsting inni í húsinu og svona gripið til ýmissa aðgerða til þess að draga úr hættu að þetta berist inn í vinnurými,“segir Eiríkur. „En við þurfum að fara yfir allt húsið.“Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur.Mynd/Birgir Ísleifur GunnarssonHúsið er um sautján þúsund fermetrar að stærð með bílakjallaranum. Það var vígt árið 2003 en bygging þess var nokkuð umdeild. Bygging hússins kostaði líka sitt. Eiríkur segir byggingarkostnaðinn hafa verið metinn um tíu milljarðar að núvirði. Eiríkur segir að verið sé að skoða hvernig svo miklar rakaskemmdir hafi myndast í svo nýju húsi. Skemmdirnar eru í vesturhluta hússins eða þeim sem er klæddur. Hann segir kostnaðinn við framkvæmdirnar koma til með að verða mikinn og reiknar með að hann nemi hundruðum milljóna. Orkuveitan átti áður húsið en árið 2013 keypti Foss fasteignafélag sem er í rekstri Kvikubanka húsið. Það félag er meðal annars í eigu lífeyrissjóða. Eiríkur segir að verið sé að skoða hver beri kostnaðinn af framkvæmdunum en þær séu umfangsmiklar. „Við þurfum að opna útveggina utan frá og samhliða að opna þá innan frá hæð fyrir hæð,“ segir hann. „Svona eins og þegar maður þvær gluggina þá byrjum við efst og förum niður eftir húsinu.“
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira