Framkvæmdir fyrir hundruð milljóna vegna mygluskemmda Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. júní 2016 20:00 Hundruð milljóna króna framkvæmdir eru að hefjast á höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur til að reyna að ráða niðurlögum myglu sem er víða í húsinu. Mikil veikindi starfsfólks urðu til þess að myglan uppgötvaðist. Verið er að undirbúa framkvæmdirnar þessa dagana. Síðasta haust sem að kviknaði sá grunur að mygla væri í húsinu. „Það var farið að bera á meiri veikindum á ákveðnum stöðum í húsinu og það er þess vegna sem það þurfti að bregðast mjög hart við,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. „Þá opnum við vegg og við blöstu skemmdirnar.“ Í framhaldi var farið að skoða húsið betur og þá fannst mygla. „Hún fannst víða um húsið, á nokkrum hæðum, í útveggjunum og núna í vetur þá höfum við verið með yfirþrýsting inni í húsinu og svona gripið til ýmissa aðgerða til þess að draga úr hættu að þetta berist inn í vinnurými,“segir Eiríkur. „En við þurfum að fara yfir allt húsið.“Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur.Mynd/Birgir Ísleifur GunnarssonHúsið er um sautján þúsund fermetrar að stærð með bílakjallaranum. Það var vígt árið 2003 en bygging þess var nokkuð umdeild. Bygging hússins kostaði líka sitt. Eiríkur segir byggingarkostnaðinn hafa verið metinn um tíu milljarðar að núvirði. Eiríkur segir að verið sé að skoða hvernig svo miklar rakaskemmdir hafi myndast í svo nýju húsi. Skemmdirnar eru í vesturhluta hússins eða þeim sem er klæddur. Hann segir kostnaðinn við framkvæmdirnar koma til með að verða mikinn og reiknar með að hann nemi hundruðum milljóna. Orkuveitan átti áður húsið en árið 2013 keypti Foss fasteignafélag sem er í rekstri Kvikubanka húsið. Það félag er meðal annars í eigu lífeyrissjóða. Eiríkur segir að verið sé að skoða hver beri kostnaðinn af framkvæmdunum en þær séu umfangsmiklar. „Við þurfum að opna útveggina utan frá og samhliða að opna þá innan frá hæð fyrir hæð,“ segir hann. „Svona eins og þegar maður þvær gluggina þá byrjum við efst og förum niður eftir húsinu.“ Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Erlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Hundruð milljóna króna framkvæmdir eru að hefjast á höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur til að reyna að ráða niðurlögum myglu sem er víða í húsinu. Mikil veikindi starfsfólks urðu til þess að myglan uppgötvaðist. Verið er að undirbúa framkvæmdirnar þessa dagana. Síðasta haust sem að kviknaði sá grunur að mygla væri í húsinu. „Það var farið að bera á meiri veikindum á ákveðnum stöðum í húsinu og það er þess vegna sem það þurfti að bregðast mjög hart við,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. „Þá opnum við vegg og við blöstu skemmdirnar.“ Í framhaldi var farið að skoða húsið betur og þá fannst mygla. „Hún fannst víða um húsið, á nokkrum hæðum, í útveggjunum og núna í vetur þá höfum við verið með yfirþrýsting inni í húsinu og svona gripið til ýmissa aðgerða til þess að draga úr hættu að þetta berist inn í vinnurými,“segir Eiríkur. „En við þurfum að fara yfir allt húsið.“Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur.Mynd/Birgir Ísleifur GunnarssonHúsið er um sautján þúsund fermetrar að stærð með bílakjallaranum. Það var vígt árið 2003 en bygging þess var nokkuð umdeild. Bygging hússins kostaði líka sitt. Eiríkur segir byggingarkostnaðinn hafa verið metinn um tíu milljarðar að núvirði. Eiríkur segir að verið sé að skoða hvernig svo miklar rakaskemmdir hafi myndast í svo nýju húsi. Skemmdirnar eru í vesturhluta hússins eða þeim sem er klæddur. Hann segir kostnaðinn við framkvæmdirnar koma til með að verða mikinn og reiknar með að hann nemi hundruðum milljóna. Orkuveitan átti áður húsið en árið 2013 keypti Foss fasteignafélag sem er í rekstri Kvikubanka húsið. Það félag er meðal annars í eigu lífeyrissjóða. Eiríkur segir að verið sé að skoða hver beri kostnaðinn af framkvæmdunum en þær séu umfangsmiklar. „Við þurfum að opna útveggina utan frá og samhliða að opna þá innan frá hæð fyrir hæð,“ segir hann. „Svona eins og þegar maður þvær gluggina þá byrjum við efst og förum niður eftir húsinu.“
Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Erlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira