Framkvæmdir fyrir hundruð milljóna vegna mygluskemmda Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. júní 2016 20:00 Hundruð milljóna króna framkvæmdir eru að hefjast á höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur til að reyna að ráða niðurlögum myglu sem er víða í húsinu. Mikil veikindi starfsfólks urðu til þess að myglan uppgötvaðist. Verið er að undirbúa framkvæmdirnar þessa dagana. Síðasta haust sem að kviknaði sá grunur að mygla væri í húsinu. „Það var farið að bera á meiri veikindum á ákveðnum stöðum í húsinu og það er þess vegna sem það þurfti að bregðast mjög hart við,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. „Þá opnum við vegg og við blöstu skemmdirnar.“ Í framhaldi var farið að skoða húsið betur og þá fannst mygla. „Hún fannst víða um húsið, á nokkrum hæðum, í útveggjunum og núna í vetur þá höfum við verið með yfirþrýsting inni í húsinu og svona gripið til ýmissa aðgerða til þess að draga úr hættu að þetta berist inn í vinnurými,“segir Eiríkur. „En við þurfum að fara yfir allt húsið.“Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur.Mynd/Birgir Ísleifur GunnarssonHúsið er um sautján þúsund fermetrar að stærð með bílakjallaranum. Það var vígt árið 2003 en bygging þess var nokkuð umdeild. Bygging hússins kostaði líka sitt. Eiríkur segir byggingarkostnaðinn hafa verið metinn um tíu milljarðar að núvirði. Eiríkur segir að verið sé að skoða hvernig svo miklar rakaskemmdir hafi myndast í svo nýju húsi. Skemmdirnar eru í vesturhluta hússins eða þeim sem er klæddur. Hann segir kostnaðinn við framkvæmdirnar koma til með að verða mikinn og reiknar með að hann nemi hundruðum milljóna. Orkuveitan átti áður húsið en árið 2013 keypti Foss fasteignafélag sem er í rekstri Kvikubanka húsið. Það félag er meðal annars í eigu lífeyrissjóða. Eiríkur segir að verið sé að skoða hver beri kostnaðinn af framkvæmdunum en þær séu umfangsmiklar. „Við þurfum að opna útveggina utan frá og samhliða að opna þá innan frá hæð fyrir hæð,“ segir hann. „Svona eins og þegar maður þvær gluggina þá byrjum við efst og förum niður eftir húsinu.“ Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Fleiri fréttir Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Sjá meira
Hundruð milljóna króna framkvæmdir eru að hefjast á höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur til að reyna að ráða niðurlögum myglu sem er víða í húsinu. Mikil veikindi starfsfólks urðu til þess að myglan uppgötvaðist. Verið er að undirbúa framkvæmdirnar þessa dagana. Síðasta haust sem að kviknaði sá grunur að mygla væri í húsinu. „Það var farið að bera á meiri veikindum á ákveðnum stöðum í húsinu og það er þess vegna sem það þurfti að bregðast mjög hart við,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. „Þá opnum við vegg og við blöstu skemmdirnar.“ Í framhaldi var farið að skoða húsið betur og þá fannst mygla. „Hún fannst víða um húsið, á nokkrum hæðum, í útveggjunum og núna í vetur þá höfum við verið með yfirþrýsting inni í húsinu og svona gripið til ýmissa aðgerða til þess að draga úr hættu að þetta berist inn í vinnurými,“segir Eiríkur. „En við þurfum að fara yfir allt húsið.“Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur.Mynd/Birgir Ísleifur GunnarssonHúsið er um sautján þúsund fermetrar að stærð með bílakjallaranum. Það var vígt árið 2003 en bygging þess var nokkuð umdeild. Bygging hússins kostaði líka sitt. Eiríkur segir byggingarkostnaðinn hafa verið metinn um tíu milljarðar að núvirði. Eiríkur segir að verið sé að skoða hvernig svo miklar rakaskemmdir hafi myndast í svo nýju húsi. Skemmdirnar eru í vesturhluta hússins eða þeim sem er klæddur. Hann segir kostnaðinn við framkvæmdirnar koma til með að verða mikinn og reiknar með að hann nemi hundruðum milljóna. Orkuveitan átti áður húsið en árið 2013 keypti Foss fasteignafélag sem er í rekstri Kvikubanka húsið. Það félag er meðal annars í eigu lífeyrissjóða. Eiríkur segir að verið sé að skoða hver beri kostnaðinn af framkvæmdunum en þær séu umfangsmiklar. „Við þurfum að opna útveggina utan frá og samhliða að opna þá innan frá hæð fyrir hæð,“ segir hann. „Svona eins og þegar maður þvær gluggina þá byrjum við efst og förum niður eftir húsinu.“
Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Fleiri fréttir Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Sjá meira