Sterk sól og brunahætta Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júní 2014 09:30 Spákort Veðurstofunnar kl. 15 í dag. Sólskin er núna um allt Ísland og heiðskír himinn nánast í öllum landshlutum. Spákort dagsins klukkan þrjú sýnir gular sólir hringinn í kringum landið nema á tveimur stöðum, á Ströndum og í Vestmannaeyjum, en þar eru þó þrír fjórðu hlutar himins sýndir með sól. Veðurspáin gerir ráð fyrir allt að 21 stigs hita í dag og að hlýjast verði í uppsveitum á Suður- og Vesturlandi. Spáin fyrir laugardag og sunnudag gerir áfram ráð fyrir bjartviðri víðast hvar og allt að 22 stiga hita inn til landsins. Þessu mikla sólskini fylgja þó ákveðnar hættur þegar sólin er komin þetta hátt á loft. Hætta á sólbruna húðarinnar eykst þannig verulega. Á heimasíðu Húðlæknastöðvarinnar má nálgast upplýsingar um svokallaðan ÚF-stuðul, sem sýnir áhrif útfjólublárra geisla á húðina. Því hærri sem sá stuðull er, þeim mun minni viðveru þolir húðin í sólinni og skaðast. ÚF-stuðullinn er birtur daglega og þar sést að undanfarna daga hefur hann verið í kringum 5, sem þýðir að sólvörn er nauðsynleg. Klukkan hálfeitt í dag var hann til dæmis kominn í 5,5. Fari stuðullinn í 6 er sólvörn með háum stuðli nauðsynleg, sólgleraugu, hattur eða húfa, og fólk er jafnvel hvatt til að forðast sólina í þrjár klukkustundir milli klukkan 12 og 15. Þar er jafnframt vitnað í rannsókn húðlæknanna Bárðar Sigurgeirssonar og Hans Christian Wulf, sem gerð var á Íslandi fyrir nokkrum árum, þar sem fram kom að mjög stuttan tíma þarf fyrir Íslendinga til að sólbrenna. Á venjulegum degi í júní er hægt að fá fimmfaldan sólarskammt sem þarf til þess að húðin brenni. „Sé tekið tillit til þess að fölur Íslendingur þolir eingöngu fjóra staðlaða roðaskammta, er ljóst að flesta daga í júní er hægt að fá fimmfaldan skammt sem þarf til þess að húðin brenni, ef verið er úti allan daginn,“ segir um niðurstöður rannsóknarinnar.Búast má við að stór hluti landsmanna kjósi mikla útiveru í blíðviðrinu sem spáð er næstu daga.Vísir/Vilhelm. Veður Tengdar fréttir Vorið jafnvel það besta í hálfa öld Sumarkoman í ár er jafnvel sú besta í hálfa öld, segir elsti ráðunautur Bændasamtakanna, Ólafur Dýrmundsson. 5. júní 2014 18:45 Varúð - sterkt sólskin framundan á Íslandi Sól og blíða er í veðurkortunum fyrir Ísland eins langt og spár ná. 29. maí 2012 11:15 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Sólskin er núna um allt Ísland og heiðskír himinn nánast í öllum landshlutum. Spákort dagsins klukkan þrjú sýnir gular sólir hringinn í kringum landið nema á tveimur stöðum, á Ströndum og í Vestmannaeyjum, en þar eru þó þrír fjórðu hlutar himins sýndir með sól. Veðurspáin gerir ráð fyrir allt að 21 stigs hita í dag og að hlýjast verði í uppsveitum á Suður- og Vesturlandi. Spáin fyrir laugardag og sunnudag gerir áfram ráð fyrir bjartviðri víðast hvar og allt að 22 stiga hita inn til landsins. Þessu mikla sólskini fylgja þó ákveðnar hættur þegar sólin er komin þetta hátt á loft. Hætta á sólbruna húðarinnar eykst þannig verulega. Á heimasíðu Húðlæknastöðvarinnar má nálgast upplýsingar um svokallaðan ÚF-stuðul, sem sýnir áhrif útfjólublárra geisla á húðina. Því hærri sem sá stuðull er, þeim mun minni viðveru þolir húðin í sólinni og skaðast. ÚF-stuðullinn er birtur daglega og þar sést að undanfarna daga hefur hann verið í kringum 5, sem þýðir að sólvörn er nauðsynleg. Klukkan hálfeitt í dag var hann til dæmis kominn í 5,5. Fari stuðullinn í 6 er sólvörn með háum stuðli nauðsynleg, sólgleraugu, hattur eða húfa, og fólk er jafnvel hvatt til að forðast sólina í þrjár klukkustundir milli klukkan 12 og 15. Þar er jafnframt vitnað í rannsókn húðlæknanna Bárðar Sigurgeirssonar og Hans Christian Wulf, sem gerð var á Íslandi fyrir nokkrum árum, þar sem fram kom að mjög stuttan tíma þarf fyrir Íslendinga til að sólbrenna. Á venjulegum degi í júní er hægt að fá fimmfaldan sólarskammt sem þarf til þess að húðin brenni. „Sé tekið tillit til þess að fölur Íslendingur þolir eingöngu fjóra staðlaða roðaskammta, er ljóst að flesta daga í júní er hægt að fá fimmfaldan skammt sem þarf til þess að húðin brenni, ef verið er úti allan daginn,“ segir um niðurstöður rannsóknarinnar.Búast má við að stór hluti landsmanna kjósi mikla útiveru í blíðviðrinu sem spáð er næstu daga.Vísir/Vilhelm.
Veður Tengdar fréttir Vorið jafnvel það besta í hálfa öld Sumarkoman í ár er jafnvel sú besta í hálfa öld, segir elsti ráðunautur Bændasamtakanna, Ólafur Dýrmundsson. 5. júní 2014 18:45 Varúð - sterkt sólskin framundan á Íslandi Sól og blíða er í veðurkortunum fyrir Ísland eins langt og spár ná. 29. maí 2012 11:15 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Vorið jafnvel það besta í hálfa öld Sumarkoman í ár er jafnvel sú besta í hálfa öld, segir elsti ráðunautur Bændasamtakanna, Ólafur Dýrmundsson. 5. júní 2014 18:45
Varúð - sterkt sólskin framundan á Íslandi Sól og blíða er í veðurkortunum fyrir Ísland eins langt og spár ná. 29. maí 2012 11:15