Innlent

Boðað til fundar í Eflingarverkalli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Baráttufundur hjá félagsmönnum Eflingar í Kópavogi.
Baráttufundur hjá félagsmönnum Eflingar í Kópavogi. Vísir/Vilhelm

Samninganefndir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Eflingar hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 18 í dag. Síðast var fundað í deilunni á mánudaginn.

Verkfall nærri þrjú hundruð félagsmanna Eflingar sem vinna hjá Kópavogsbæ og fleiri sveitarfélögum hófst á hádegi á mánudag. Verkfallið hefur áhrif á fjóra grunnskóla og fjóra leikskóla í Kópavogi en vegna verkfallsins eru nær engin þrif í þessum skólum.

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sagt kröfur Eflingar langt fram úr hófi og umfram hækkanir annarra bæjarastarfsmanna. Efling berst fyrir því að félagsmenn í þessum sveitarfélögum fái sömu kjarabætur og félagsmenn í Reykjavík og hjá ríkinu.

Langflestir félagsmenn Eflingar sem hófu verkfall á mánudag starfa í Kópavogi eða næstum níutíu prósent félagsmanna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.