Læknir og hjúkrunarfræðingur slá í gegn með tveggja metra tjútti í bráðaherberginu Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2020 13:13 Valþór og Anna stíga dansinn í bráðaherberginu á heilsugæslunni á Siglufirði. Hjónin Valþór Stefánsson yfirlæknir á heilsugæslustöðinni á Siglufirði og Anna Gilsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur brugðu á leik í bráðaherberginu á heilsugæslunni á Siglufirði. Þau stigu þar dans sem tekinn var upp og er nú að ná verulegri dreifingu á YouTube. Vísir hefur haft af því spurnir að Valþór sé þekktur dansari á Norðurlandi og mæti jafnan með tvær aukaskyrtur á árshátíðir, svo óspar er hann á dansporin. Þegar Vísir náði tali af þeim hjónum til að spyrja þau nánar út í dansinn þá drógu þau ekkert úr því. „Við erum alræmd dansfífl,“ segja þau og hlæja. En þegar Vísir ræddi við þau voru þau á leið til borgarinnar. Á nýlegri Teslu og segjast alltaf brosandi þegar þau fara um á þeim bíl sem þau kalla skutluna sína. „Við höfum ekki komist til borgarinnar frá því að samkomubannið var sett á. Bundin í vinnu. En, við verðum alltaf óskaplega glöð þegar við förum á skutlunni.“ Valþór og Anna segja að dansinn hafi verið þannig til kominn að börnin þeirra skoruðu á þau að taka nokkur spor. En þau eiga þrjú börn, tvo syni og eina fósturdóttur, og fjögur barnabörn. „Þannig að við erum vel sett,“ segir Valþór. Þau hjón segja að þau hafi jafnframt verið að svara kalli með dansinum; heilbrigðisfólk um heim allan hafi verið að dansa eða syngja. „Við vorum ginkeyptari fyrir dansinum. En svo eru allar þessar reglur, og við að taka sýni og með grímur en við erum vön að dansa í haldi. Þess vegna er spýtan, dansa eins og í haldi með tveggja metra spýtu á milli okkar,“ segir Valþór. Og Anna bætir við að það sé nefnilega hægt að dansa þó að það sé Covid. „Við höfum dansað lengi. Það má segja að við höfum kynnst á dansgólfinu en við höfum verið gift í 43 ár,“ segir Anna. Þau hjónin segja að ef einhver getur haft gaman að dansinum þá sé tilganginum náð. Það eru tækifæri til staðar þrátt fyrir allt. Mikilvægt er að halda í góða skapið. Dans Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Hjónin Valþór Stefánsson yfirlæknir á heilsugæslustöðinni á Siglufirði og Anna Gilsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur brugðu á leik í bráðaherberginu á heilsugæslunni á Siglufirði. Þau stigu þar dans sem tekinn var upp og er nú að ná verulegri dreifingu á YouTube. Vísir hefur haft af því spurnir að Valþór sé þekktur dansari á Norðurlandi og mæti jafnan með tvær aukaskyrtur á árshátíðir, svo óspar er hann á dansporin. Þegar Vísir náði tali af þeim hjónum til að spyrja þau nánar út í dansinn þá drógu þau ekkert úr því. „Við erum alræmd dansfífl,“ segja þau og hlæja. En þegar Vísir ræddi við þau voru þau á leið til borgarinnar. Á nýlegri Teslu og segjast alltaf brosandi þegar þau fara um á þeim bíl sem þau kalla skutluna sína. „Við höfum ekki komist til borgarinnar frá því að samkomubannið var sett á. Bundin í vinnu. En, við verðum alltaf óskaplega glöð þegar við förum á skutlunni.“ Valþór og Anna segja að dansinn hafi verið þannig til kominn að börnin þeirra skoruðu á þau að taka nokkur spor. En þau eiga þrjú börn, tvo syni og eina fósturdóttur, og fjögur barnabörn. „Þannig að við erum vel sett,“ segir Valþór. Þau hjón segja að þau hafi jafnframt verið að svara kalli með dansinum; heilbrigðisfólk um heim allan hafi verið að dansa eða syngja. „Við vorum ginkeyptari fyrir dansinum. En svo eru allar þessar reglur, og við að taka sýni og með grímur en við erum vön að dansa í haldi. Þess vegna er spýtan, dansa eins og í haldi með tveggja metra spýtu á milli okkar,“ segir Valþór. Og Anna bætir við að það sé nefnilega hægt að dansa þó að það sé Covid. „Við höfum dansað lengi. Það má segja að við höfum kynnst á dansgólfinu en við höfum verið gift í 43 ár,“ segir Anna. Þau hjónin segja að ef einhver getur haft gaman að dansinum þá sé tilganginum náð. Það eru tækifæri til staðar þrátt fyrir allt. Mikilvægt er að halda í góða skapið.
Dans Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira