Áslaug Arna: „Mikilvægt að fólk sé vel upplýst“ Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2020 19:06 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi við fréttamann í kvöldfréttatíma Stöðvar 2. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir mjög mikilvægt að íbúar og ferðamenn á Reykjanesi séu vel upplýstir ef ske kynni að eitthvað myndi gerast á svæðinu. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn í Grindavík, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. Áslaug Arna ræddi við fréttamann Stöðvar 2 fyrr í kvöld þar sem hún sagði að góð og mikil vinna hafi farið fram í samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð í dag. „Til þess einmitt að hafa viðbragð og viðbúnað í lagi ef ske kynni að eitthvað gerist á svæðinu. Það er auðvitað allur varinn góður. Hér er valinn maður í hverju rúmi, hvort sem talað er um vísindamenn eða í almannavörnum að undirbúa ef svo verður,“ segir Áslaug Arna. Hún segir að verið sé að búa til viðbragðsáætlun með öllum aðilum sem koma að málinu. „Mikilvægt er að allar upplýsingar liggi fyrir og að fólk sé vel upplýst á svæðinu ef ske kynni að eitthvað gerist. Enn sem komið er er líklegast að þetta hætti bara en það er mikilvægt að vera við öllu búin og það er sú vinna sem er í gangi með öllum aðilum sem þurfa að koma að því.“ Þorbjörn í Grindavík.Vísir/Egill Hún segir að það séu hátt í fimm þúsund manns, íbúar og ferðamenn, séu alla jafna á svæðinu sem þyrfti að rýma ef allt færi á versta veg. Og þá þyrfti að loka fyrirtækjum eins og Bláa lóninu? „Já, það gæti auðvitað komið til þess ef þetta fer á versta veg en við viljum auðvitað vera við öllu búin enda þetta nálægt íbúabyggð og Bláa lóninu.“ Beinir ráðherra því til almennings á svæðinu að fylgjast vel með fréttum og minnir á íbúafundinn í Grindavík á morgun klukkan 16. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir mjög mikilvægt að íbúar og ferðamenn á Reykjanesi séu vel upplýstir ef ske kynni að eitthvað myndi gerast á svæðinu. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn í Grindavík, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. Áslaug Arna ræddi við fréttamann Stöðvar 2 fyrr í kvöld þar sem hún sagði að góð og mikil vinna hafi farið fram í samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð í dag. „Til þess einmitt að hafa viðbragð og viðbúnað í lagi ef ske kynni að eitthvað gerist á svæðinu. Það er auðvitað allur varinn góður. Hér er valinn maður í hverju rúmi, hvort sem talað er um vísindamenn eða í almannavörnum að undirbúa ef svo verður,“ segir Áslaug Arna. Hún segir að verið sé að búa til viðbragðsáætlun með öllum aðilum sem koma að málinu. „Mikilvægt er að allar upplýsingar liggi fyrir og að fólk sé vel upplýst á svæðinu ef ske kynni að eitthvað gerist. Enn sem komið er er líklegast að þetta hætti bara en það er mikilvægt að vera við öllu búin og það er sú vinna sem er í gangi með öllum aðilum sem þurfa að koma að því.“ Þorbjörn í Grindavík.Vísir/Egill Hún segir að það séu hátt í fimm þúsund manns, íbúar og ferðamenn, séu alla jafna á svæðinu sem þyrfti að rýma ef allt færi á versta veg. Og þá þyrfti að loka fyrirtækjum eins og Bláa lóninu? „Já, það gæti auðvitað komið til þess ef þetta fer á versta veg en við viljum auðvitað vera við öllu búin enda þetta nálægt íbúabyggð og Bláa lóninu.“ Beinir ráðherra því til almennings á svæðinu að fylgjast vel með fréttum og minnir á íbúafundinn í Grindavík á morgun klukkan 16.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33
Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16
Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18
Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent