Kísilverið í Helguvík: Ekki verið hægt að greina útbreidd eða ákveðin sjúkdómseinkenni hjá íbúum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. mars 2017 13:58 Ekki hefur verið hægt að greina útbreidd eða ákveðin sjúkdómseinkenni hjá íbúum í nágrenni kísilvers United Silicon í Helguvík. Íbúar sem finna fyrir einkennum sem þeir telja að stafi af mengun frá verksmiðjunni eru hvattir til þess að leita á heilsugæslu Suðurnesja. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun. „Í ljósi ólíkrar upplifunar íbúa í Reykjanesbæ og vegna opinberrar umræðu undanfarnar vikur um heilsuspillandi áhrif mengunar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vilja sóttvarnalæknir og Umhverfisstofnun upplýsa almenning um að haft hefur verið náið samráð við lækna heilsugæslu Suðurnesja og Vinnueftirlitið þegar mat hefur verið lagt á heilsufarsáhrif mengunarinnar,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að fáir hafi leitað til lækna heilsugæslunnar með einkenni og ennfremur sé ekki að fjá fjölgun sjúkdómseinkenna né aukna sölu lyfja í gagnagrunnum embættis landlæknis hjá íbúum á svæðinu. Upplýsingarnar útiloki hins vegar ekki hugsanleg heilsufarsáhrif. Eru íbúar sem telja sig finna fyrir heilsufarseinkennum hvattir til þess að leita á heilsugæslu Suðurnesja svo hægt verði að kortleggja betur þau heilsuspillandi áhrif sem hugsanlega stafa af kísilverinu.Greint var frá því fyrir helgi að stjórnendur United Silicon í Helguvík hafi óskað eftir sex mánaða fresti til nauðsynlegra úrbóta í mengunarmálum. Þeir segjast harma að lyktarmengun hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en segja hana mega rekja til tímabundinna vandamála og byrjunarörðugleika, en þetta kemur fram í bréfi sem United Silicon sendi Umhverfisstofnun í síðustu viku. Tengdar fréttir Kísilverksmiðja Thorsil í Helguvík fær starfsleyfi Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir fyrirhugaða verskmiðju Thorsil í Helguvík. 7. febrúar 2017 10:11 United Silicon sakar Umhverfisstofnun um „alvarlegar hótanir“ Stjórnendur United Silicon segja að stöðugar mælingar, sem framkvæmdar eru af óháðum aðila, hafi verið gerðar á umhverfisáhrifum starfsemi verskmiðjunnar í Helguvík frá því hún hóf störf 24. febrúar 2017 19:01 Björt lítt hrifin af kísilverum: „Þeim kafla í Íslandssögunni er lokið“ Björt Ólafsdóttir, nýr umhverfisráðherra, lét hafa eftir sér að í hennar ráðherratíð myndi ríkið ekki veita frekari ívilnanir til stórfyrirtækja með peningum skattgreiðenda til þess að menga hér stjórnlaust. 12. janúar 2017 07:00 Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun United Silicon vill lengri frest til úrbóta í mengunarmálum. Harma að lykt hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en tala um tímabundin vandamál. Slökkva þurfti á verksmiðjunni í Helguvík um síðustu helgi vegna bilunar. 9. mars 2017 07:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Ekki hefur verið hægt að greina útbreidd eða ákveðin sjúkdómseinkenni hjá íbúum í nágrenni kísilvers United Silicon í Helguvík. Íbúar sem finna fyrir einkennum sem þeir telja að stafi af mengun frá verksmiðjunni eru hvattir til þess að leita á heilsugæslu Suðurnesja. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun. „Í ljósi ólíkrar upplifunar íbúa í Reykjanesbæ og vegna opinberrar umræðu undanfarnar vikur um heilsuspillandi áhrif mengunar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vilja sóttvarnalæknir og Umhverfisstofnun upplýsa almenning um að haft hefur verið náið samráð við lækna heilsugæslu Suðurnesja og Vinnueftirlitið þegar mat hefur verið lagt á heilsufarsáhrif mengunarinnar,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að fáir hafi leitað til lækna heilsugæslunnar með einkenni og ennfremur sé ekki að fjá fjölgun sjúkdómseinkenna né aukna sölu lyfja í gagnagrunnum embættis landlæknis hjá íbúum á svæðinu. Upplýsingarnar útiloki hins vegar ekki hugsanleg heilsufarsáhrif. Eru íbúar sem telja sig finna fyrir heilsufarseinkennum hvattir til þess að leita á heilsugæslu Suðurnesja svo hægt verði að kortleggja betur þau heilsuspillandi áhrif sem hugsanlega stafa af kísilverinu.Greint var frá því fyrir helgi að stjórnendur United Silicon í Helguvík hafi óskað eftir sex mánaða fresti til nauðsynlegra úrbóta í mengunarmálum. Þeir segjast harma að lyktarmengun hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en segja hana mega rekja til tímabundinna vandamála og byrjunarörðugleika, en þetta kemur fram í bréfi sem United Silicon sendi Umhverfisstofnun í síðustu viku.
Tengdar fréttir Kísilverksmiðja Thorsil í Helguvík fær starfsleyfi Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir fyrirhugaða verskmiðju Thorsil í Helguvík. 7. febrúar 2017 10:11 United Silicon sakar Umhverfisstofnun um „alvarlegar hótanir“ Stjórnendur United Silicon segja að stöðugar mælingar, sem framkvæmdar eru af óháðum aðila, hafi verið gerðar á umhverfisáhrifum starfsemi verskmiðjunnar í Helguvík frá því hún hóf störf 24. febrúar 2017 19:01 Björt lítt hrifin af kísilverum: „Þeim kafla í Íslandssögunni er lokið“ Björt Ólafsdóttir, nýr umhverfisráðherra, lét hafa eftir sér að í hennar ráðherratíð myndi ríkið ekki veita frekari ívilnanir til stórfyrirtækja með peningum skattgreiðenda til þess að menga hér stjórnlaust. 12. janúar 2017 07:00 Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun United Silicon vill lengri frest til úrbóta í mengunarmálum. Harma að lykt hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en tala um tímabundin vandamál. Slökkva þurfti á verksmiðjunni í Helguvík um síðustu helgi vegna bilunar. 9. mars 2017 07:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Kísilverksmiðja Thorsil í Helguvík fær starfsleyfi Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir fyrirhugaða verskmiðju Thorsil í Helguvík. 7. febrúar 2017 10:11
United Silicon sakar Umhverfisstofnun um „alvarlegar hótanir“ Stjórnendur United Silicon segja að stöðugar mælingar, sem framkvæmdar eru af óháðum aðila, hafi verið gerðar á umhverfisáhrifum starfsemi verskmiðjunnar í Helguvík frá því hún hóf störf 24. febrúar 2017 19:01
Björt lítt hrifin af kísilverum: „Þeim kafla í Íslandssögunni er lokið“ Björt Ólafsdóttir, nýr umhverfisráðherra, lét hafa eftir sér að í hennar ráðherratíð myndi ríkið ekki veita frekari ívilnanir til stórfyrirtækja með peningum skattgreiðenda til þess að menga hér stjórnlaust. 12. janúar 2017 07:00
Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun United Silicon vill lengri frest til úrbóta í mengunarmálum. Harma að lykt hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en tala um tímabundin vandamál. Slökkva þurfti á verksmiðjunni í Helguvík um síðustu helgi vegna bilunar. 9. mars 2017 07:00