Hertari reglur um köfun í Silfru virtust ekki hafa áhrif á fjölda kafara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2017 21:51 Það var ekki að sjá að hertari reglur sem settar voru um helgina varðandi köfun í Silfru hefðu áhrif á aðsókn kafara í gjána í dag en í fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að stöðugur straumur kafara hefði verið á svæðið. Banaslys varð í Silfru á föstudag en tæpur mánuður er síðan annað banaslys varð í gjánni. Gjánni var lokað á föstudag og reglur hertar um köfun í Silfru en lokuninni var svo aflétt í gær. Flestir sem koma til að kafa í Silfru fara í svokallaða yfirborðsköfun, eða að snorkla, en hertari reglur varðandi yfirborðsköfun snúa að því að færri séu í hverjum hópi nú, það er aðeins sex en ekki átta og þá þarf fólk nú að fylla út eyðublað um heilsufar sitt og sundkunnáttu. Rætt var við Einar Sæmundsen, fræðslufulltrúa þjóðgarðsins á Þingvöllum, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og var hann meðal annars spurður út í eftirlitið með köfun í Silfru. „Það má eiginlega segja að eftirlitið sé tvíþætt. Við erum með starfsmann hér á staðnum sem fylgist með skráningum, heldur utan um skráningar og fylgist með öllu sem gerist hér ofan vatns. Þessi starfsmaður og aðrir landverðir hér hafa einnig komið hér til aðstoðar þegar eitthvað fer úrskeiðis eins og hefur gerst en það er það hlutverk sem starfsmaðurinn hér á plani hefur, að telja og tryggja að þessir hópar séu samkvæmt þessum reglum. En tæknilega og faglega það sem lýtur að köfuninni höfum við litið á að sé hlutverk Samgöngustofu. Við vitum að nú er verið að skoða hvernig þessu eftirliti verður framfylgt hérna á staðnum og það er verið að móta svona skarpari reglur um það,“ sagði Einar. Aðspurður hvernig hertari reglur væru að fara í mannskapinn sagði hann: „Ég held að ég geti alveg sagt það að það var alveg fullur samhljómur á milli allra aðila hér um helgina að vinna að þessu. Það er engum í hag að hafa þessi slys hérna og þau eru skelfileg þegar þau gerast, lenda á fyrirtækjum og öllum þeim sem koma hér að og það eru allir á því að herða hér allar aðgerðir og það er alveg ljóst að hér verður bragarbót í öryggismálum.“ Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Köfurum í Silfru verður fækkað Eftirlit verður með starfseminni á svæðinu 12. mars 2017 19:00 Silfra opnuð á ný Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar. 12. mars 2017 16:26 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Það var ekki að sjá að hertari reglur sem settar voru um helgina varðandi köfun í Silfru hefðu áhrif á aðsókn kafara í gjána í dag en í fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að stöðugur straumur kafara hefði verið á svæðið. Banaslys varð í Silfru á föstudag en tæpur mánuður er síðan annað banaslys varð í gjánni. Gjánni var lokað á föstudag og reglur hertar um köfun í Silfru en lokuninni var svo aflétt í gær. Flestir sem koma til að kafa í Silfru fara í svokallaða yfirborðsköfun, eða að snorkla, en hertari reglur varðandi yfirborðsköfun snúa að því að færri séu í hverjum hópi nú, það er aðeins sex en ekki átta og þá þarf fólk nú að fylla út eyðublað um heilsufar sitt og sundkunnáttu. Rætt var við Einar Sæmundsen, fræðslufulltrúa þjóðgarðsins á Þingvöllum, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og var hann meðal annars spurður út í eftirlitið með köfun í Silfru. „Það má eiginlega segja að eftirlitið sé tvíþætt. Við erum með starfsmann hér á staðnum sem fylgist með skráningum, heldur utan um skráningar og fylgist með öllu sem gerist hér ofan vatns. Þessi starfsmaður og aðrir landverðir hér hafa einnig komið hér til aðstoðar þegar eitthvað fer úrskeiðis eins og hefur gerst en það er það hlutverk sem starfsmaðurinn hér á plani hefur, að telja og tryggja að þessir hópar séu samkvæmt þessum reglum. En tæknilega og faglega það sem lýtur að köfuninni höfum við litið á að sé hlutverk Samgöngustofu. Við vitum að nú er verið að skoða hvernig þessu eftirliti verður framfylgt hérna á staðnum og það er verið að móta svona skarpari reglur um það,“ sagði Einar. Aðspurður hvernig hertari reglur væru að fara í mannskapinn sagði hann: „Ég held að ég geti alveg sagt það að það var alveg fullur samhljómur á milli allra aðila hér um helgina að vinna að þessu. Það er engum í hag að hafa þessi slys hérna og þau eru skelfileg þegar þau gerast, lenda á fyrirtækjum og öllum þeim sem koma hér að og það eru allir á því að herða hér allar aðgerðir og það er alveg ljóst að hér verður bragarbót í öryggismálum.“ Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Köfurum í Silfru verður fækkað Eftirlit verður með starfseminni á svæðinu 12. mars 2017 19:00 Silfra opnuð á ný Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar. 12. mars 2017 16:26 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00
Silfra opnuð á ný Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar. 12. mars 2017 16:26