Stjórn sökuð um að hygla tekjuháum 13. október 2005 15:02 Geir H. Haarde, fjármálaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi um tekju- og eignaskatt. Stefnt er að því að lækka tekjuskatt um 4% í þremur þrepum, hækka barnabætur og skattleysismörk og fella niður eignaskatta. "Þetta frumvarp er mikið framfaraspor" sagði fjármálaráðherra í framsögu sinni: "Kaupmáttur ráðstöfunartekna hækkar svo að um munar án þess að efnhagslegum stöðugleika sé stefnt í hættu." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að stöðugleikinn væri ekki lengur fyrir hendi, verðbólag og viðskiptahalli væri kominn úr böndum. Skattalækkanirnar kæmu fyrst og fremst þeim sem hefðu háar tekjur til góða. Sakaði Össur ríkisstjórnina um að stefna að skattalækkunum sem kæmu til framkvæmdar rétt fyrir næstu kosningar 2007. "Þetta er fugl í skógi ekki í hendi" sagði Össur. Geir H. Haarde sagði að Samfylkingin væri "furðufugl" úti í skógi. Sagði hann stjórnarandstöðuna halda því fram að skattalækkanir væru annars vegar ámælisverðar því þær væru þennsluhvetjarndi og hins vegar fengi rangt fólk lækkanir: "Valda skattalækkanir ekki þennslu ef rétta fólkið fær þær?" Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki minnti á að Samfylkingin hefði samþykkt á landsfundi sínum fyrir kosningar að fyrsta forgangsmál flokksins yrði að lækka tekjuskatt í áföngum. Össur svaraði spurningu Birgis engu en sagði að Samfylkingin hefði forgangsröð í skattamálum og þar trónaði matarskattslækkun á toppnum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna gerði harða hríð að fjármálaráðherra og tók dæmi úr yfirliti Frjálsrar verslunar um tekjur ýmmiss framámanna. Upplýsti hann að miðað við upplýsingar um tekjur þeirra tveggja, hans og Geirs Haarde, fengi fjármálaráðherra allt að 60 þúsund krónur á mánuði í aukningu ráðstöfunartekna og þingmaðurinn sjálfur 35 þúsund. "Við höfum ekkert við þessar skattalækkanir að gera, ég og hæstvirtur fjármálaðherra" sagði Steingrímur J. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Sjá meira
Geir H. Haarde, fjármálaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi um tekju- og eignaskatt. Stefnt er að því að lækka tekjuskatt um 4% í þremur þrepum, hækka barnabætur og skattleysismörk og fella niður eignaskatta. "Þetta frumvarp er mikið framfaraspor" sagði fjármálaráðherra í framsögu sinni: "Kaupmáttur ráðstöfunartekna hækkar svo að um munar án þess að efnhagslegum stöðugleika sé stefnt í hættu." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að stöðugleikinn væri ekki lengur fyrir hendi, verðbólag og viðskiptahalli væri kominn úr böndum. Skattalækkanirnar kæmu fyrst og fremst þeim sem hefðu háar tekjur til góða. Sakaði Össur ríkisstjórnina um að stefna að skattalækkunum sem kæmu til framkvæmdar rétt fyrir næstu kosningar 2007. "Þetta er fugl í skógi ekki í hendi" sagði Össur. Geir H. Haarde sagði að Samfylkingin væri "furðufugl" úti í skógi. Sagði hann stjórnarandstöðuna halda því fram að skattalækkanir væru annars vegar ámælisverðar því þær væru þennsluhvetjarndi og hins vegar fengi rangt fólk lækkanir: "Valda skattalækkanir ekki þennslu ef rétta fólkið fær þær?" Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki minnti á að Samfylkingin hefði samþykkt á landsfundi sínum fyrir kosningar að fyrsta forgangsmál flokksins yrði að lækka tekjuskatt í áföngum. Össur svaraði spurningu Birgis engu en sagði að Samfylkingin hefði forgangsröð í skattamálum og þar trónaði matarskattslækkun á toppnum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna gerði harða hríð að fjármálaráðherra og tók dæmi úr yfirliti Frjálsrar verslunar um tekjur ýmmiss framámanna. Upplýsti hann að miðað við upplýsingar um tekjur þeirra tveggja, hans og Geirs Haarde, fengi fjármálaráðherra allt að 60 þúsund krónur á mánuði í aukningu ráðstöfunartekna og þingmaðurinn sjálfur 35 þúsund. "Við höfum ekkert við þessar skattalækkanir að gera, ég og hæstvirtur fjármálaðherra" sagði Steingrímur J.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Sjá meira