Innlent

Fimm ára fangelsi fyrir nauðgun á Þjóðhátíð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nauðgunin átti sér stað á Þjóðhátíð í Eyjum.
Nauðgunin átti sér stað á Þjóðhátíð í Eyjum.
Birkir Árnason hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu á útisalerni á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um síðustu verslunarmannahelgi. Þetta er sama niðurstaða og Héraðsdómur Suðurlands hafði áður komist að.

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að við ákvörðun refsingar hafi fyrri dómur sem Birkir hafði hlotið fyrir nauðgun haft ítrekunaráhrif og að árás Birkis hefði verið mjög gróf og ruddaleg. Afleiðingar brotsins þóttu augljósar og brotavilji Birkis hefði verið einbeittur, enda hafi honum síst getað dulist að athafnir hans allar og háttsemi gagnvart konunni hafi ekki verið með samþykki hennar.

Auk þess að vera dæmdir í fimm ára fangelsi var Birkir dæmdur til að greiða konunni 1,5 milljónir króna ásamt vöxtum í miskabætur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×