Ása Ólafsdóttir talin hæfust í Landsrétt Sylvía Hall skrifar 17. febrúar 2020 18:09 Það er mat dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara að Ása Ólafsdóttir sé hæfust umsækjenda. Vísir/Einar Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, prófessor og forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt. Tvö embætti eru laus við réttinn og voru þau auglýst til umsóknar þann 20. desember síðastliðinn. Átta sóttu um embættin en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Við mat á hæfni umsækjenda var litið til menntunar, starfsferils og fræðilegrar þekkingu, aukastarfa og félagsstarfa, almennrar starfshæfni, sérstakrar starfshæfni og andlegs atgervis umsækjenda. Þá er það niðurstaða nefndarinnar að næst komi þau Ástráður Haraldsson og Sandra Baldvinsdóttir en þau starfa bæði sem héraðsdómarar. Þetta er í þriðja sinn sem Ástráður sækir um við réttinn.Sjá einnig: Telur það ekki standast að Landsréttardómarar geti sótt um lausa stöðu við réttinn „Þrjú þeirra standa þó öðrum framar, Ása Ólafsdóttir, sem nefndin telur hæfasta, en næst henni koma jafnsett Ástráður Haraldsson og Sandra Baldvinsdóttir. Öll búa þau að yfirgripsmikilli þekkingu á ýmsum sviðum lögfræði, auk fjölbreyttrar reynslu af störfum í lögmennsku, stjórnsýslu og við dómstóla,“ segir í umsögn nefndarinnar. Ástráður er einn þeirra sem metinn var hæfastur af hæfnisnefnd þegar Landsrétti var komið á fót en Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði hann hins vegar ekki inni á lista yfir þá dómara sem að lokum voru settir í embætti. Voru honum dæmdar 700 þúsund krónur í miskabætur eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið lög með endurröðun lista yfir hæfustu umsækjendur. Ástráður sótti þá aftur um stöðu dómara við réttinn í maí á síðasta ári þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sagði starfi sínu lausu. Eiríkur Jónsson, fyrrverandi forseti Lagadeildar, var fékk stöðuna í það skiptið en hann hafði einnig sótt um áður. Eftirfarandi sóttu um embættin: Ása Ólafsdóttir, prófessor Ástráður Haraldsson, héraðsdómari Bogi Hjálmtýsson, héraðsdómari Hildur Briem, héraðsdómari Ingibjörg Þorsteinsdóttir, héraðsdómari Ragnheiður Snorradóttir, héraðsdómari Sandra Baldvinsdóttir, héraðsdómari Dómnefndina skipuðu: Ingimundur Einarsson, formaður, Óskar Sigurðsson, Ragnheiður Harðardóttir, Ragnhildur Helgadóttir og Reimar Pétursson. Dómstólar Tengdar fréttir Telur það ekki standast að Landsréttardómarar geti sótt um lausa stöðu við réttinn Ástráður Haraldsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og einn umsækjenda um lausa stöðu dómara við Landsrétt sem auglýst var í byrjun árs, hefur ritað Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, bréf þar sem athygli er vakin á því að tveir umsækjendur um stöðuna eru nú þegar skipaðir dómarar við Landsrétt. 24. janúar 2020 15:30 Ákvörðun dómsmálaráðherra hefur kostað ríkið tugi milljóna króna Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tæplega 33 milljónum króna. 16. ágúst 2019 13:41 Ástráður sækir um við Landsrétt í þriðja sinn Alls sóttu átta manns um tvö embætti dómara við Landsrétt. 9. janúar 2020 17:37 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, prófessor og forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt. Tvö embætti eru laus við réttinn og voru þau auglýst til umsóknar þann 20. desember síðastliðinn. Átta sóttu um embættin en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Við mat á hæfni umsækjenda var litið til menntunar, starfsferils og fræðilegrar þekkingu, aukastarfa og félagsstarfa, almennrar starfshæfni, sérstakrar starfshæfni og andlegs atgervis umsækjenda. Þá er það niðurstaða nefndarinnar að næst komi þau Ástráður Haraldsson og Sandra Baldvinsdóttir en þau starfa bæði sem héraðsdómarar. Þetta er í þriðja sinn sem Ástráður sækir um við réttinn.Sjá einnig: Telur það ekki standast að Landsréttardómarar geti sótt um lausa stöðu við réttinn „Þrjú þeirra standa þó öðrum framar, Ása Ólafsdóttir, sem nefndin telur hæfasta, en næst henni koma jafnsett Ástráður Haraldsson og Sandra Baldvinsdóttir. Öll búa þau að yfirgripsmikilli þekkingu á ýmsum sviðum lögfræði, auk fjölbreyttrar reynslu af störfum í lögmennsku, stjórnsýslu og við dómstóla,“ segir í umsögn nefndarinnar. Ástráður er einn þeirra sem metinn var hæfastur af hæfnisnefnd þegar Landsrétti var komið á fót en Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði hann hins vegar ekki inni á lista yfir þá dómara sem að lokum voru settir í embætti. Voru honum dæmdar 700 þúsund krónur í miskabætur eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið lög með endurröðun lista yfir hæfustu umsækjendur. Ástráður sótti þá aftur um stöðu dómara við réttinn í maí á síðasta ári þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sagði starfi sínu lausu. Eiríkur Jónsson, fyrrverandi forseti Lagadeildar, var fékk stöðuna í það skiptið en hann hafði einnig sótt um áður. Eftirfarandi sóttu um embættin: Ása Ólafsdóttir, prófessor Ástráður Haraldsson, héraðsdómari Bogi Hjálmtýsson, héraðsdómari Hildur Briem, héraðsdómari Ingibjörg Þorsteinsdóttir, héraðsdómari Ragnheiður Snorradóttir, héraðsdómari Sandra Baldvinsdóttir, héraðsdómari Dómnefndina skipuðu: Ingimundur Einarsson, formaður, Óskar Sigurðsson, Ragnheiður Harðardóttir, Ragnhildur Helgadóttir og Reimar Pétursson.
Dómstólar Tengdar fréttir Telur það ekki standast að Landsréttardómarar geti sótt um lausa stöðu við réttinn Ástráður Haraldsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og einn umsækjenda um lausa stöðu dómara við Landsrétt sem auglýst var í byrjun árs, hefur ritað Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, bréf þar sem athygli er vakin á því að tveir umsækjendur um stöðuna eru nú þegar skipaðir dómarar við Landsrétt. 24. janúar 2020 15:30 Ákvörðun dómsmálaráðherra hefur kostað ríkið tugi milljóna króna Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tæplega 33 milljónum króna. 16. ágúst 2019 13:41 Ástráður sækir um við Landsrétt í þriðja sinn Alls sóttu átta manns um tvö embætti dómara við Landsrétt. 9. janúar 2020 17:37 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Telur það ekki standast að Landsréttardómarar geti sótt um lausa stöðu við réttinn Ástráður Haraldsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og einn umsækjenda um lausa stöðu dómara við Landsrétt sem auglýst var í byrjun árs, hefur ritað Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, bréf þar sem athygli er vakin á því að tveir umsækjendur um stöðuna eru nú þegar skipaðir dómarar við Landsrétt. 24. janúar 2020 15:30
Ákvörðun dómsmálaráðherra hefur kostað ríkið tugi milljóna króna Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tæplega 33 milljónum króna. 16. ágúst 2019 13:41
Ástráður sækir um við Landsrétt í þriðja sinn Alls sóttu átta manns um tvö embætti dómara við Landsrétt. 9. janúar 2020 17:37