Harmar að vera dreginn inn í umfjöllun um Samherjaskjölin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. nóvember 2019 20:00 Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafnar því alfarið að hafa ætlað að beita Grænlendinga blekkingum í tölvupósti sem hann sendi til stjórnenda Samherja í Namibíu. Hann harmar að vera dreginn inn í umræðu um Samherjaskjölin. Fréttablaðið birti í dag tölvupósta frá Gunnþóri Ingvasyni, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar, þar sem hann óskar eftir punktum frá stjórnendum Samherja í Namibíu vegna uppbyggingaráforma Grænlendinga í sjávarútvegi. Meðal stjórnendanna sem sent er á er Siggi eða Sigurður Ólason sem var framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja í Namibíu en er núverandi framkvæmdastjóra hjá Marel. Sigurður sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði ekki séð tilefni til að svara póstinum.Tölvupósturinn sem Gunnþór sendi 2014 til stjórnenda Samherja í Namibíu.Í tölvupóstinum er beðið um upplýsingar um hvað þurfi mikla fjárfestingu í uppbyggingu á austurströnd Grænlands. Gunnþór segist spyrja fyrir Henrik Leth sem er stjórnarformaður Polar Seafood á Grænlandi sem Samherji á þriðjung í. Fram kemur að Henrik ætli ekki að setja neitt upp heldur séu heimamenn að reyna að ná kvótum með því að þykjast ætla að byggja upp á Grænlandi. Gunnþór segist fyrst og fremst hafa verið að athuga fyrir samstarfsmann hver kostnaður gæti verið við slíka uppbyggingu. „Þetta snerist bara um hvort það væri raunhæft að byggja svona upp í Grænlandi og ég ætlaði bara að stytta mér leið í þessari upplýsingaöflun. Ég vissi að þeir félagar voru búnir að vera að skoða þetta eitthvað þarna niður frá. Henrik Leth var fyrst og fremst að forvitnast. Við sáum að þetta var aldrei raunhæf fjárfesting þannig að það stóð ekki til að blekkja einn eða neinn. Þú getur alveg komið í heimsókn og skoðað alla tölvupóstana mína. Ég hef ekkert að fela í þessu máli,“ segir Gunnþór. Hann er ósáttur við að vera bendlaður við umræðu um Samherjaskjölin. „Það er frekar sárt að vera dreginn inní þessa umræðu núna með þessum hætti,“ segir Gunnþór. Síldarvinnslan birti tilkynningu á vef sínum í dag þar sem fyrirtækið harmar þá umfjöllun sem hefur átt sér stað um málið. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Viðskipti Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafnar því alfarið að hafa ætlað að beita Grænlendinga blekkingum í tölvupósti sem hann sendi til stjórnenda Samherja í Namibíu. Hann harmar að vera dreginn inn í umræðu um Samherjaskjölin. Fréttablaðið birti í dag tölvupósta frá Gunnþóri Ingvasyni, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar, þar sem hann óskar eftir punktum frá stjórnendum Samherja í Namibíu vegna uppbyggingaráforma Grænlendinga í sjávarútvegi. Meðal stjórnendanna sem sent er á er Siggi eða Sigurður Ólason sem var framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja í Namibíu en er núverandi framkvæmdastjóra hjá Marel. Sigurður sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði ekki séð tilefni til að svara póstinum.Tölvupósturinn sem Gunnþór sendi 2014 til stjórnenda Samherja í Namibíu.Í tölvupóstinum er beðið um upplýsingar um hvað þurfi mikla fjárfestingu í uppbyggingu á austurströnd Grænlands. Gunnþór segist spyrja fyrir Henrik Leth sem er stjórnarformaður Polar Seafood á Grænlandi sem Samherji á þriðjung í. Fram kemur að Henrik ætli ekki að setja neitt upp heldur séu heimamenn að reyna að ná kvótum með því að þykjast ætla að byggja upp á Grænlandi. Gunnþór segist fyrst og fremst hafa verið að athuga fyrir samstarfsmann hver kostnaður gæti verið við slíka uppbyggingu. „Þetta snerist bara um hvort það væri raunhæft að byggja svona upp í Grænlandi og ég ætlaði bara að stytta mér leið í þessari upplýsingaöflun. Ég vissi að þeir félagar voru búnir að vera að skoða þetta eitthvað þarna niður frá. Henrik Leth var fyrst og fremst að forvitnast. Við sáum að þetta var aldrei raunhæf fjárfesting þannig að það stóð ekki til að blekkja einn eða neinn. Þú getur alveg komið í heimsókn og skoðað alla tölvupóstana mína. Ég hef ekkert að fela í þessu máli,“ segir Gunnþór. Hann er ósáttur við að vera bendlaður við umræðu um Samherjaskjölin. „Það er frekar sárt að vera dreginn inní þessa umræðu núna með þessum hætti,“ segir Gunnþór. Síldarvinnslan birti tilkynningu á vef sínum í dag þar sem fyrirtækið harmar þá umfjöllun sem hefur átt sér stað um málið.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Viðskipti Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira