Hugrún bjó við mikla fátækt og var lögð í einelti Stefán Árni Pálsson skrifar 6. maí 2020 09:25 Hugrún hefur náð frábærum árangri sem fegurðardrottning. Hún sagði sögu sína í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Fegurðardrottningin og fyrirsætan Hugrún Birta Egilsdóttir var lögð í einelti í æsku, lifði í fátækt og man eftir strætóferðum í Mæðrastyrksnefnd til að fá mat. Hugrún gafst þó aldrei upp, passaði að vorkenna sér aldrei, er í fullu námi í dag og vill láta gott af sér leiða. Vala Matt hitti Hugrúnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og heyrði hennar sögu. „Það reyndist mjög erfitt á þeim árum sem ég upplifði fátækt. Það kom til alveg frá því að foreldrar mínir skildu þegar ég var sex ára. Þá fórum við að flytja á hina ýmsu staði. Ég held ég hafi búið í hverju hverfi á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Hugrún og bætir við að hún hafi oft á tíðum þurft að skipta um skóla. „Ég get alveg sagt að ég á marga vini víða. En fátæktin var verst þegar við þurftum að taka strætó oft í klukkutíma eða tvo í Mæðrastyrksnefnd og ég er mjög þakklát fyrir þau í dag. Að hafa gefið okkur mat á jólunum eða gefið mér afmælisgjafir,“ segir Hugrún meyr en hún segist vel geta sett sig í spor annarra og veit hvað sumt fólk þarf að ganga í gegnum. Hugrún fékk afmælis og jólagjafir frá Mæðrastyrksnefnd. Hugrún hefur sjálf þurft að vinna sig út úr slæmri upplifun af einelti. „Einelti er bara eins og einelti er og getur verið á svo marga vegu. Ég upplifði einelti sem hópeinelti og mér fannst ég oft standa ein. Ég steig til hliðar og fannst ég ekki hafa rétt á skoðunum en með tímanum og með systur mína með mér þá fattaði ég að það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst um þig, þú ein heldur á blýantinum og getur skrifað næsta kafla.“ Hún segir að oft hafi hún ekki treyst sér í skólann og liðið mjög illa. „Mér fannst ég ein og upplifði oft eins og allir væru á móti mér. Kennararnir unnu með mér og hvöttu mig til að mæta í skólann ef mér liði vel. Ég talaði bara um eineltið við sjálfan mig, ein heima við spegilinn og þorði ekki að tala um það við neinn.“ Hugrún segist ekki kenna neinum um, heldur hafi þetta verið aðstæður þeirra sem lögðu hana í einelti. Hugrún tók þátt í Miss Universe Iceland á síðasta ári. „Þetta getur oft verið bara misskilningur en ég trúi því að kærleikurinn umberi allt. Ég gef bara góða strauma frá mér, þó einhver sé leiðinlegur. Ég ein get stjórnað því hvernig ég bregst við.“ Hún segist hafa fyrirgefið öllum gerendum. „Ég skrifaði niður á blað alla einstaklingana og hvað þeir höfðu gert mér. Svo skrifaði ég hvernig mér leið á þessum tíma og ákvað síðan að fyrirgefa þeim,“ segir Hugrún en hún hefur í dag aldrei fengið afsökunarbeiðni frá gerendum sínum. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Hugrún vann til verðlauna í síðustu keppni af Miss Universe Iceland. Ísland í dag Miss Universe Iceland Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Fegurðardrottningin og fyrirsætan Hugrún Birta Egilsdóttir var lögð í einelti í æsku, lifði í fátækt og man eftir strætóferðum í Mæðrastyrksnefnd til að fá mat. Hugrún gafst þó aldrei upp, passaði að vorkenna sér aldrei, er í fullu námi í dag og vill láta gott af sér leiða. Vala Matt hitti Hugrúnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og heyrði hennar sögu. „Það reyndist mjög erfitt á þeim árum sem ég upplifði fátækt. Það kom til alveg frá því að foreldrar mínir skildu þegar ég var sex ára. Þá fórum við að flytja á hina ýmsu staði. Ég held ég hafi búið í hverju hverfi á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Hugrún og bætir við að hún hafi oft á tíðum þurft að skipta um skóla. „Ég get alveg sagt að ég á marga vini víða. En fátæktin var verst þegar við þurftum að taka strætó oft í klukkutíma eða tvo í Mæðrastyrksnefnd og ég er mjög þakklát fyrir þau í dag. Að hafa gefið okkur mat á jólunum eða gefið mér afmælisgjafir,“ segir Hugrún meyr en hún segist vel geta sett sig í spor annarra og veit hvað sumt fólk þarf að ganga í gegnum. Hugrún fékk afmælis og jólagjafir frá Mæðrastyrksnefnd. Hugrún hefur sjálf þurft að vinna sig út úr slæmri upplifun af einelti. „Einelti er bara eins og einelti er og getur verið á svo marga vegu. Ég upplifði einelti sem hópeinelti og mér fannst ég oft standa ein. Ég steig til hliðar og fannst ég ekki hafa rétt á skoðunum en með tímanum og með systur mína með mér þá fattaði ég að það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst um þig, þú ein heldur á blýantinum og getur skrifað næsta kafla.“ Hún segir að oft hafi hún ekki treyst sér í skólann og liðið mjög illa. „Mér fannst ég ein og upplifði oft eins og allir væru á móti mér. Kennararnir unnu með mér og hvöttu mig til að mæta í skólann ef mér liði vel. Ég talaði bara um eineltið við sjálfan mig, ein heima við spegilinn og þorði ekki að tala um það við neinn.“ Hugrún segist ekki kenna neinum um, heldur hafi þetta verið aðstæður þeirra sem lögðu hana í einelti. Hugrún tók þátt í Miss Universe Iceland á síðasta ári. „Þetta getur oft verið bara misskilningur en ég trúi því að kærleikurinn umberi allt. Ég gef bara góða strauma frá mér, þó einhver sé leiðinlegur. Ég ein get stjórnað því hvernig ég bregst við.“ Hún segist hafa fyrirgefið öllum gerendum. „Ég skrifaði niður á blað alla einstaklingana og hvað þeir höfðu gert mér. Svo skrifaði ég hvernig mér leið á þessum tíma og ákvað síðan að fyrirgefa þeim,“ segir Hugrún en hún hefur í dag aldrei fengið afsökunarbeiðni frá gerendum sínum. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Hugrún vann til verðlauna í síðustu keppni af Miss Universe Iceland.
Ísland í dag Miss Universe Iceland Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira