Íslenskir nasistar kaupa auglýsingar með Hitler á Facebook Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2019 11:30 Áróðursmynd sem fylgir einni keyptu færslnanna. Á henni sést Adolf Hitler yfir Hallgrímskirkju í Reykjavík með áróðri gegn fjölmenningu. Skjáskot Hópur nafnlausra íslenskra nasista beinir nú keyptum auglýsingum að yngra fólki á samfélagsmiðlinum. Í einni auglýsinganna sést andlit Adolfs Hitler en í þeim er rekinn áróður gegn fjölmenningu og fyrir „tilveru norrænna þjóða“. Keyptu Facebook-færslurnar koma frá síðu sem kallar sig „Síðasta vígið“. Hún virðist hafa verið stofnuð í gær. Á síðunni er hlekkjað á vefsíðu hópsins Norðurvígis sem virðist vera hópur íslenskra nasista. Þar kemur fram að hugsjónir hópsins séu meðal annars að „stuðla að brottför meirihluta fólks sem er ekki af Norður-Evrópskum [svo] uppruna eins fljótt og mögulegt er“. Kennir hópurinn sig við norræna mótstöðuhreyfingu. Í stefnuskránni birtist einnig andúð á gyðingum sem eru sagðir „stjórna stórum hluta þessa heims“. Á Facebook kemur fram að keyptu færslunum sé beint að fólki 42 ára og yngra sem býr eða hefur verið nýlega á Íslandi. Í einni þeirra sést mynd af andliti Adolfs Hitler, leiðtoga þriðja ríkis nasista í Þýskalandi, voma yfir Reykjavík. „Hvert þykistu vera að fara hvíti maður? Viltu fjölmenningu eða norrænt þjóðríki,“ segir í texta á myndinni. Engar upplýsingar er að finna á vefsíðu Norðurvígis eða á Facebook-síðunni Síðasta vígið hver stendur að hópunum eða hver fjármagnar keyptar færslur á samfélagsmiðlum. Fyrirspurn sem Vísir sendi í gegnum vefsíðu Norðurvígis var ekki svarað strax.Dæmi um keypta færslu frá hópi sem íslenskir nasistar virðast halda úti. Færslan birtist Facebook-notendum í yngri kantinum á Íslandi.Skjáskot Facebook Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Hópur nafnlausra íslenskra nasista beinir nú keyptum auglýsingum að yngra fólki á samfélagsmiðlinum. Í einni auglýsinganna sést andlit Adolfs Hitler en í þeim er rekinn áróður gegn fjölmenningu og fyrir „tilveru norrænna þjóða“. Keyptu Facebook-færslurnar koma frá síðu sem kallar sig „Síðasta vígið“. Hún virðist hafa verið stofnuð í gær. Á síðunni er hlekkjað á vefsíðu hópsins Norðurvígis sem virðist vera hópur íslenskra nasista. Þar kemur fram að hugsjónir hópsins séu meðal annars að „stuðla að brottför meirihluta fólks sem er ekki af Norður-Evrópskum [svo] uppruna eins fljótt og mögulegt er“. Kennir hópurinn sig við norræna mótstöðuhreyfingu. Í stefnuskránni birtist einnig andúð á gyðingum sem eru sagðir „stjórna stórum hluta þessa heims“. Á Facebook kemur fram að keyptu færslunum sé beint að fólki 42 ára og yngra sem býr eða hefur verið nýlega á Íslandi. Í einni þeirra sést mynd af andliti Adolfs Hitler, leiðtoga þriðja ríkis nasista í Þýskalandi, voma yfir Reykjavík. „Hvert þykistu vera að fara hvíti maður? Viltu fjölmenningu eða norrænt þjóðríki,“ segir í texta á myndinni. Engar upplýsingar er að finna á vefsíðu Norðurvígis eða á Facebook-síðunni Síðasta vígið hver stendur að hópunum eða hver fjármagnar keyptar færslur á samfélagsmiðlum. Fyrirspurn sem Vísir sendi í gegnum vefsíðu Norðurvígis var ekki svarað strax.Dæmi um keypta færslu frá hópi sem íslenskir nasistar virðast halda úti. Færslan birtist Facebook-notendum í yngri kantinum á Íslandi.Skjáskot
Facebook Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira