Rafvirki á Reyðarfirði lýsir því hvernig var að veikjast af mislingum Birgir Olgeirsson skrifar 6. mars 2019 19:13 Frá Reyðarfirði. Vísir „Það að vera með mislinga lýsir sér eins og maður sé með heiftarlega flensu,“ sagði rafvirkinn Svanur Freyr Jóhannsson í síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag. Svanur var í flugi Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða 15. febrúar síðastliðinn en á meðal farþega í þeirri vél var maður sem var smitaður af mislingum. Svanur ræddi við þáttastjórnendur síðdegisútvarps Rásar 2 í gegnum síma en hann liggur fyrir á heimili sínu á Reyðarfirði sem hann má ekki yfirgefa næstu þrjár vikurnar. Hann lýsti einkennunum í þættinum en þar sagði hann ekkert hafa fundið í fyrstu. Á fimmtudegi byrjar hann að finna fyrir flensueinkennum, á föstudeginum varð hann slappari en á föstudagskvöldinu var hann lagstur í rúmið. Laugardagurinn var skelfilegur og sunnudagurinn einnig þar sem hann fékk hita- og kuldaköst til skiptis. Á mánudeginum varð hann var við útbrot og mundi þá eftir bréf sem hann hafði fengið frá Sóttvarnalækni eftir að hafa verið í flugi með mislingasmituðum manni. Svanur sagðist hafa átt von á því að vera bólusettur en þegar hann kannaði málið kom í ljós að hann hafði verið bólusettur við átján mánaða aldur en ekki seinni sprautuna sem er veitt við tólf ára aldur. „Ég hef náttúrlega ekkert spáð í það, þannig að þetta fór eins og það fór,“ sagði Svanur. Hann hafði ekki áhyggjur af sjálfum sér, fjölskyldan er öll bólusett en enginn má koma í heimsókn. En hann bætti þó við að hann hefði verið víðförull um sveitarfélagið sem starfandi rafvirki og komið inn á allskonar heimili og látið lækni vita af því. Fjarðabyggð Heilbrigðismál Tengdar fréttir Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. 6. mars 2019 12:06 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
„Það að vera með mislinga lýsir sér eins og maður sé með heiftarlega flensu,“ sagði rafvirkinn Svanur Freyr Jóhannsson í síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag. Svanur var í flugi Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða 15. febrúar síðastliðinn en á meðal farþega í þeirri vél var maður sem var smitaður af mislingum. Svanur ræddi við þáttastjórnendur síðdegisútvarps Rásar 2 í gegnum síma en hann liggur fyrir á heimili sínu á Reyðarfirði sem hann má ekki yfirgefa næstu þrjár vikurnar. Hann lýsti einkennunum í þættinum en þar sagði hann ekkert hafa fundið í fyrstu. Á fimmtudegi byrjar hann að finna fyrir flensueinkennum, á föstudeginum varð hann slappari en á föstudagskvöldinu var hann lagstur í rúmið. Laugardagurinn var skelfilegur og sunnudagurinn einnig þar sem hann fékk hita- og kuldaköst til skiptis. Á mánudeginum varð hann var við útbrot og mundi þá eftir bréf sem hann hafði fengið frá Sóttvarnalækni eftir að hafa verið í flugi með mislingasmituðum manni. Svanur sagðist hafa átt von á því að vera bólusettur en þegar hann kannaði málið kom í ljós að hann hafði verið bólusettur við átján mánaða aldur en ekki seinni sprautuna sem er veitt við tólf ára aldur. „Ég hef náttúrlega ekkert spáð í það, þannig að þetta fór eins og það fór,“ sagði Svanur. Hann hafði ekki áhyggjur af sjálfum sér, fjölskyldan er öll bólusett en enginn má koma í heimsókn. En hann bætti þó við að hann hefði verið víðförull um sveitarfélagið sem starfandi rafvirki og komið inn á allskonar heimili og látið lækni vita af því.
Fjarðabyggð Heilbrigðismál Tengdar fréttir Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. 6. mars 2019 12:06 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30
Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. 6. mars 2019 12:06