Segir foreldrið sem lét vita af öryggisgalla hjá Mentor hafa fengið ósanngjarna meðferð Elín Margrét Böðvarsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 6. mars 2019 22:00 Foreldri sem lét vita af netöryggisgalla hjá Mentor hefur verið sakað um að nálgast gögn þaðan í annarlegum tilgangi og hefur þurft að taka á sig töluverðan lögfræðikostnað. Sérfræðingur í netöryggismálum segir að frekar ætti að þakka þeim sem láta vita af öryggisgöllum en ekki úthrópa þá í fjölmiðlum. Um miðjan febrúar bárust fregnir af því að skráður notandi upplýsingakerfisins Mentor hér á landi hafi orðið uppvís að heimildarlausri upplýsingasöfnun úr skólaupplýsingakerfi Mentor. Notandinn sem á í hlut reyndist aftur á móti ekki vera óprúttinn aðili, heldur athugult foreldri sem hefur þekkingu í tæknigeiranum. „Við fengum sem sagt nafnlausa ábendingu, aðili hafði samband við okkur hjá Syndis 14. febrúar síðastliðinn og þetta foreldri, sem er tæknilega menntaður einstaklingur hafði komið auga á það sem það taldi vera öryggisveikleika í Mentor-kerfinu,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá Netöryggisfyrirtækinu Syndis. Viðkomandi hafi greint veikleikann með því að ná í myndir úr kerfinu, í því ljósi að reyna að sannreyna gallann. Þannig gæti hann látið vita svo laga megi gallann. „Svo koma yfirlýsingar í fjölmiðlum þar sem þessum aðila er lýst sem óprúttnum, hafi misnotað aðgang hafi stundað þjófnað og ýmislegt í þá veru. Allir eru að íhuga réttarstöðu sína og þessi aðili þarf að ráða sér lögfræðing, hann þarf að svara bréfum með tilheyrandi kostnaði og áhyggjum,“ Theodór telur að viðbrögðin hafi verið allt of harkaleg. „Við eigum ekki að álasa einum eða neinum, það er ekkert að Mentor. Öryggisveikleikar eru alls staðar, það þarf bara að bregðast við þeim og laga þegar þeir koma upp.“ Skóla - og menntamál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Sjá meira
Foreldri sem lét vita af netöryggisgalla hjá Mentor hefur verið sakað um að nálgast gögn þaðan í annarlegum tilgangi og hefur þurft að taka á sig töluverðan lögfræðikostnað. Sérfræðingur í netöryggismálum segir að frekar ætti að þakka þeim sem láta vita af öryggisgöllum en ekki úthrópa þá í fjölmiðlum. Um miðjan febrúar bárust fregnir af því að skráður notandi upplýsingakerfisins Mentor hér á landi hafi orðið uppvís að heimildarlausri upplýsingasöfnun úr skólaupplýsingakerfi Mentor. Notandinn sem á í hlut reyndist aftur á móti ekki vera óprúttinn aðili, heldur athugult foreldri sem hefur þekkingu í tæknigeiranum. „Við fengum sem sagt nafnlausa ábendingu, aðili hafði samband við okkur hjá Syndis 14. febrúar síðastliðinn og þetta foreldri, sem er tæknilega menntaður einstaklingur hafði komið auga á það sem það taldi vera öryggisveikleika í Mentor-kerfinu,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá Netöryggisfyrirtækinu Syndis. Viðkomandi hafi greint veikleikann með því að ná í myndir úr kerfinu, í því ljósi að reyna að sannreyna gallann. Þannig gæti hann látið vita svo laga megi gallann. „Svo koma yfirlýsingar í fjölmiðlum þar sem þessum aðila er lýst sem óprúttnum, hafi misnotað aðgang hafi stundað þjófnað og ýmislegt í þá veru. Allir eru að íhuga réttarstöðu sína og þessi aðili þarf að ráða sér lögfræðing, hann þarf að svara bréfum með tilheyrandi kostnaði og áhyggjum,“ Theodór telur að viðbrögðin hafi verið allt of harkaleg. „Við eigum ekki að álasa einum eða neinum, það er ekkert að Mentor. Öryggisveikleikar eru alls staðar, það þarf bara að bregðast við þeim og laga þegar þeir koma upp.“
Skóla - og menntamál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Sjá meira