Umhverfisuppeldi í Hveragerði gengur vel Björn Þorfinnsson skrifar 15. október 2019 07:00 Hveragerði. Mynd/Hveragerðisbær Á dögunum fór fram árlegur samningafundur í Grunnskóla Hveragerðis þar sem gengið var frá samkomulagi milli bekkjarfélags 7. bekkinga skólans og bæjarfélagsins. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri mætti á fundinn fyrir hönd bæjarins og skuldbatt bæjarfélagið til að greiða tiltekna upphæð í ferðasjóð bekkjarfélagsins gegn því að nemendurnir tíni upp rusl í bæjarfélaginu í staðinn. Framtakið er þó ekki nýtt af nálinni. Slíka samninga hefur bærinn gert árlega við 7. bekkinga skólans undanfarna áratugi og hefur verkefnið gefið afar góða raun. „Þetta er alltaf mjög ánægjuleg stund sem við reynum að gera svolítið mikið úr í skólanum. Við förum yfir mikilvægi umhverfismála og gildi slíks samnings, sem krefst þess að báðir aðilar leggi sitt af mörkum. Síðan er skrifað undir með viðhöfn,“ segir Aldís.Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.Að hennar sögn hefur verkefnið gefið afar góða raun og líklega hafi það aldrei átt meira erindi en nú um stundir. „Við lítum á þetta sem eins konar umhverfisuppeldi fyrir börn í bænum. Þau átta sig á að ef einhver hendir rusli á víðavangi þarf einhver annar að þrífa það upp. Þetta er mikilvægur lærdómur fyrir börnin og við verðum vör við að bæjarbúar séu afar ánægðir með þetta framtak. Enda fá þeir hreinan og fínan bæ í staðinn,“ segir Aldís. Þá segir hún það sérstaklega skemmtilegt að þeir nemendur sem tóku þátt í verkefninu fyrstu árin séu núna sjálfir komnir á fullorðinsaldur og eigi kannski börn sem taka þátt í ár. Samningurinn virkar þannig að 7. bekkingarnir samþykkja að skipuleggja einn hreinsunardag í byrjun hvers mánaðar þar sem skilgreind svæði innan bæjarins eru hreinsuð auk þess sem stauraílát á skólalóðum eru tæmd. Umsjónarkennarar sinna síðan eftirliti með því að fylla út sérstök eyðublöð um hverja hreinsun. Á móti fær bekkjarsjóður krakkanna 44 þúsund krónur frá bænum fyrir hverja hreinsun og er upphæðin notuð ár hvert í ferðalag í lok skólaárs. Sérstaklega er tekið fram í samningnum að ef illa er tekið til megi bæjaryfirvöld draga frá upphæðinni í refsingarskyni. „Því ákvæði hefur aldrei verið beitt að því er ég best veit. Ég held að nokkrum sinnum hafi bærinn gert athugasemdir um að hreinsunin mætti vera betri og þá hefur því verið kippt í liðinn. Heilt yfir hafa börnin staðið sig afar vel og allir njóta góðs af,“ segir Aldís. Birtist í Fréttablaðinu Hveragerði Umhverfismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Á dögunum fór fram árlegur samningafundur í Grunnskóla Hveragerðis þar sem gengið var frá samkomulagi milli bekkjarfélags 7. bekkinga skólans og bæjarfélagsins. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri mætti á fundinn fyrir hönd bæjarins og skuldbatt bæjarfélagið til að greiða tiltekna upphæð í ferðasjóð bekkjarfélagsins gegn því að nemendurnir tíni upp rusl í bæjarfélaginu í staðinn. Framtakið er þó ekki nýtt af nálinni. Slíka samninga hefur bærinn gert árlega við 7. bekkinga skólans undanfarna áratugi og hefur verkefnið gefið afar góða raun. „Þetta er alltaf mjög ánægjuleg stund sem við reynum að gera svolítið mikið úr í skólanum. Við förum yfir mikilvægi umhverfismála og gildi slíks samnings, sem krefst þess að báðir aðilar leggi sitt af mörkum. Síðan er skrifað undir með viðhöfn,“ segir Aldís.Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.Að hennar sögn hefur verkefnið gefið afar góða raun og líklega hafi það aldrei átt meira erindi en nú um stundir. „Við lítum á þetta sem eins konar umhverfisuppeldi fyrir börn í bænum. Þau átta sig á að ef einhver hendir rusli á víðavangi þarf einhver annar að þrífa það upp. Þetta er mikilvægur lærdómur fyrir börnin og við verðum vör við að bæjarbúar séu afar ánægðir með þetta framtak. Enda fá þeir hreinan og fínan bæ í staðinn,“ segir Aldís. Þá segir hún það sérstaklega skemmtilegt að þeir nemendur sem tóku þátt í verkefninu fyrstu árin séu núna sjálfir komnir á fullorðinsaldur og eigi kannski börn sem taka þátt í ár. Samningurinn virkar þannig að 7. bekkingarnir samþykkja að skipuleggja einn hreinsunardag í byrjun hvers mánaðar þar sem skilgreind svæði innan bæjarins eru hreinsuð auk þess sem stauraílát á skólalóðum eru tæmd. Umsjónarkennarar sinna síðan eftirliti með því að fylla út sérstök eyðublöð um hverja hreinsun. Á móti fær bekkjarsjóður krakkanna 44 þúsund krónur frá bænum fyrir hverja hreinsun og er upphæðin notuð ár hvert í ferðalag í lok skólaárs. Sérstaklega er tekið fram í samningnum að ef illa er tekið til megi bæjaryfirvöld draga frá upphæðinni í refsingarskyni. „Því ákvæði hefur aldrei verið beitt að því er ég best veit. Ég held að nokkrum sinnum hafi bærinn gert athugasemdir um að hreinsunin mætti vera betri og þá hefur því verið kippt í liðinn. Heilt yfir hafa börnin staðið sig afar vel og allir njóta góðs af,“ segir Aldís.
Birtist í Fréttablaðinu Hveragerði Umhverfismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira