Borgarstjórn samþykkir samgöngusáttmála Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2019 17:00 Borgarstjórn samþykkti í dag samkomulag ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti nú rétt í þessu samkomulag um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu 15 ára. Samkomulagið var samþykkt með tólf atkvæðum meirihluta gegn ellefu atkvæðum borgarfulltrúa minnihluta. Umræða um samkomulagið stóð yfir í um þrjár klukkustundir áður en gengið var til atkvæðagreiðslu. Fulltrúum meirihlutans var tíðrætt um mikilvægi samkomulagsins í þágu bættra almenningssamgangna og ekki síst mikilvægi þess til að reyna hafa áhrif á breyttar ferðavenjur. Með samkomulaginu sé að mati meirihlutans stigið stórt grænt skref í átt að því að draga úr kolefnislosun og svifryksmengun sem bílaumferð hafi í för með sér. Viðurkenndu fulltrúar meirihlutans þó að samkomulagið hefði að þeirra mati mátt vera grænna. Borgarfulltrúi Vinstri grænna beindi spjótum sínum að fulltrúum minnihlutans og sakaði þá um algjört úrræðaleysi í málaflokknum. Það liggi fyrir að mengun af bílaumferð sé allt of mikil og afleiðingarnar séu alvarlegar ef ekkert verður að gert. „Þið ætlið bara að drepa Reykvíkinga,“ sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, og beindi orðum sínum til borgarfulltrúa minnihlutans. Borgarfulltrúar minnihlutans sem kvöddu sér hljóðs í umræðum um málið sögðust flestir sammála því að mikilvægt væri að bæta almenningssamgöngur. Aftur á móti snéri gagnrýni þeirra einna helst að fjármögnuninni og þeim atriðum sem ekki hafa verið útfærð, til að mynda hvað varðar fyrirhuguð veggjöld. Þá lýstu borgarfulltrúar minnihluta áhyggjum af því að ekki væri gert ráð fyrir Sundabraut í samkomulaginu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, beindi þeirri spurningu til Pawels Bartoszeks, forseta borgarstjórnar og borgarfulltrúa Viðreisnar, um hver ætti að standa straum af kostnaði við framúrkeyrslu við þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru samkvæmt samkomulaginu. Það sé regla frekar en undantekning að samgönguframkvæmdir standist kostnaðaráætlun. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Borgarstjórn greiðir atkvæði um samgöngusáttmála í dag Ætla má að sáttmálinn verði samþykktur með tólf atkvæðum meirihluta Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna, gegn flestum ef ekki öllum ellefu atkvæðum minnihlutans. 15. október 2019 08:30 Ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast Það var ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast á höfuðborgarsvæðinu fyrir notkun á samgöngumannvirkjum. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. 15. október 2019 14:48 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti nú rétt í þessu samkomulag um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu 15 ára. Samkomulagið var samþykkt með tólf atkvæðum meirihluta gegn ellefu atkvæðum borgarfulltrúa minnihluta. Umræða um samkomulagið stóð yfir í um þrjár klukkustundir áður en gengið var til atkvæðagreiðslu. Fulltrúum meirihlutans var tíðrætt um mikilvægi samkomulagsins í þágu bættra almenningssamgangna og ekki síst mikilvægi þess til að reyna hafa áhrif á breyttar ferðavenjur. Með samkomulaginu sé að mati meirihlutans stigið stórt grænt skref í átt að því að draga úr kolefnislosun og svifryksmengun sem bílaumferð hafi í för með sér. Viðurkenndu fulltrúar meirihlutans þó að samkomulagið hefði að þeirra mati mátt vera grænna. Borgarfulltrúi Vinstri grænna beindi spjótum sínum að fulltrúum minnihlutans og sakaði þá um algjört úrræðaleysi í málaflokknum. Það liggi fyrir að mengun af bílaumferð sé allt of mikil og afleiðingarnar séu alvarlegar ef ekkert verður að gert. „Þið ætlið bara að drepa Reykvíkinga,“ sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, og beindi orðum sínum til borgarfulltrúa minnihlutans. Borgarfulltrúar minnihlutans sem kvöddu sér hljóðs í umræðum um málið sögðust flestir sammála því að mikilvægt væri að bæta almenningssamgöngur. Aftur á móti snéri gagnrýni þeirra einna helst að fjármögnuninni og þeim atriðum sem ekki hafa verið útfærð, til að mynda hvað varðar fyrirhuguð veggjöld. Þá lýstu borgarfulltrúar minnihluta áhyggjum af því að ekki væri gert ráð fyrir Sundabraut í samkomulaginu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, beindi þeirri spurningu til Pawels Bartoszeks, forseta borgarstjórnar og borgarfulltrúa Viðreisnar, um hver ætti að standa straum af kostnaði við framúrkeyrslu við þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru samkvæmt samkomulaginu. Það sé regla frekar en undantekning að samgönguframkvæmdir standist kostnaðaráætlun.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Borgarstjórn greiðir atkvæði um samgöngusáttmála í dag Ætla má að sáttmálinn verði samþykktur með tólf atkvæðum meirihluta Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna, gegn flestum ef ekki öllum ellefu atkvæðum minnihlutans. 15. október 2019 08:30 Ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast Það var ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast á höfuðborgarsvæðinu fyrir notkun á samgöngumannvirkjum. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. 15. október 2019 14:48 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Borgarstjórn greiðir atkvæði um samgöngusáttmála í dag Ætla má að sáttmálinn verði samþykktur með tólf atkvæðum meirihluta Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna, gegn flestum ef ekki öllum ellefu atkvæðum minnihlutans. 15. október 2019 08:30
Ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast Það var ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast á höfuðborgarsvæðinu fyrir notkun á samgöngumannvirkjum. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. 15. október 2019 14:48