Lenti í bílveltu kasólétt af tvíburum: Örlagavaldur í lífi þeirra Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 12:00 Birta Árdal Nóra Bergsteinsdóttir er heimsótt í þriðja þætti af Hvar er best að búa? Mynd/Hvar er best að búa? „Við vorum með plan en það varð sprenging í lífi okkar, sem ýtti okkur í allt aðra átt,“ segir Birta Árdal Nóra Bergsteinsdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum Othman Karoune og fjórum dætrum þeirra í hafnarborginni Essaouira í Marokkó. Þau hafa búið til skiptist á Íslandi og í Marokkó og eru viðmælendur Lóu Pind í þriðja þætti af Hvar er best að búa? Í maí á síðasta ári voru Birta, Othman, eldri dætur þeirra tvær og yngri dæturnar ófæddar á leið frá Snæfellsnesi til Reykjavíkur til að fara á frumsýninguna á bíómyndinni Kona fer í stríð sem faðir Birtu og Othman störfuðu við. Það var hávaðarok undir Hafnarfjalli sem feykti bílnum út af veginum. En bíllinn var ekki bara farartæki þeirra heldur líka heimili. Birta var þá komin 32 á vikur á leið með tvíbura og til stóð að keyra eftir fæðinguna til Suður-Frakklands þar sem þau ætluðu að dvelja á landareign sjálfsþurftarbónda. En þau plön breyttust þegar þau misstu heimili sitt í húsbílnum. Birta lýsir þessari örlagaveltu í lífi þeirra í myndskeiði úr þætti kvöldsins, sem hér fylgir. Mynd/Hvar er best að búa? Birta og Othman eru heimsótt til Essaouira í Marokkó, þar sem þau búa núna, í þriðja þætti af Hvar er best að búa? sem er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:10 í kvöld. „Hvar er best að búa?“ er átta þátta röð. Fjórir þættir verða sýndir fyrir jól og fjórir eftir. Þar heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Fólk sem lét drauminn um að búa í útlöndum rætast, meðal annars fjölskyldu sem er að byggja draumahús á Balí, flugvirkja og markþjálfa í Englandi, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Þættirnir eru framleiddir af Lóa Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Marokkó Tengdar fréttir Húsbifreið fauk út af undir Hafnarfjalli Þrír fullorðnir og tvö börn voru í bifreiðinni og voru þau flutt á slysadeild. 22. maí 2018 18:33 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
„Við vorum með plan en það varð sprenging í lífi okkar, sem ýtti okkur í allt aðra átt,“ segir Birta Árdal Nóra Bergsteinsdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum Othman Karoune og fjórum dætrum þeirra í hafnarborginni Essaouira í Marokkó. Þau hafa búið til skiptist á Íslandi og í Marokkó og eru viðmælendur Lóu Pind í þriðja þætti af Hvar er best að búa? Í maí á síðasta ári voru Birta, Othman, eldri dætur þeirra tvær og yngri dæturnar ófæddar á leið frá Snæfellsnesi til Reykjavíkur til að fara á frumsýninguna á bíómyndinni Kona fer í stríð sem faðir Birtu og Othman störfuðu við. Það var hávaðarok undir Hafnarfjalli sem feykti bílnum út af veginum. En bíllinn var ekki bara farartæki þeirra heldur líka heimili. Birta var þá komin 32 á vikur á leið með tvíbura og til stóð að keyra eftir fæðinguna til Suður-Frakklands þar sem þau ætluðu að dvelja á landareign sjálfsþurftarbónda. En þau plön breyttust þegar þau misstu heimili sitt í húsbílnum. Birta lýsir þessari örlagaveltu í lífi þeirra í myndskeiði úr þætti kvöldsins, sem hér fylgir. Mynd/Hvar er best að búa? Birta og Othman eru heimsótt til Essaouira í Marokkó, þar sem þau búa núna, í þriðja þætti af Hvar er best að búa? sem er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:10 í kvöld. „Hvar er best að búa?“ er átta þátta röð. Fjórir þættir verða sýndir fyrir jól og fjórir eftir. Þar heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Fólk sem lét drauminn um að búa í útlöndum rætast, meðal annars fjölskyldu sem er að byggja draumahús á Balí, flugvirkja og markþjálfa í Englandi, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Þættirnir eru framleiddir af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Marokkó Tengdar fréttir Húsbifreið fauk út af undir Hafnarfjalli Þrír fullorðnir og tvö börn voru í bifreiðinni og voru þau flutt á slysadeild. 22. maí 2018 18:33 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
Húsbifreið fauk út af undir Hafnarfjalli Þrír fullorðnir og tvö börn voru í bifreiðinni og voru þau flutt á slysadeild. 22. maí 2018 18:33