Ungir sjálfstæðismenn mótfallnir frumvarpi Lilju og vilja RÚV af auglýsingamarkaði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2019 11:15 Ingvar Smári Birgisson, formaður SUS, og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra eru á öndverðum meiði um hvernig sé best að styðja við einkarekna fjölmiðla. Vísir/Samsett Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hefur samþykkt að álykta gegn fjölmiðlafrumvarpi Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, mæli hún fyrir frumvarpinu á Alþingi í haust. Þá skorar stjórnin á þingflokk Sjálfstæðisflokksins og aðra þingmenn að hafna frumvarpinu. Til stuðnings einkarekinna fjölmiðla leggur sambandið fram að Ríkisútvarpinu verði kippt út af auglýsingamarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem formaður SUS, Ingvar Smári Birgisson, sendi fréttastofu rétt í þessu. „Fjölmiðlar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í lýðræðissamfélögum og er mikilvægi óháðra og frjálsra fjölmiðla ótvírætt. Um leið og þeir eru gerðir háðir velvild stjórnvalda og hinu opinbera eru þeir hvorki frjálsir né óháðir og ekki eins vel til þess fallnir að stuðla að opinni og upplýstri umræðu,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Þar er því einnig slegið föstu að frumvarpið mismuni fjölmiðlum eftir stærð ritstjórna þeirra og hafi þannig takmörkuð áhrif á rekstur stærri fjölmiðla sem halda úti öflugri ritstjórnum.Tímabundinn stuðningur hlutfallslega lægri fyrir stærri miðlaFrumvarpið var lagt fram í maí á þessu ári. Ætlun frumvarpsins er að „styðja við útgáfu á fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni með því að veita einkareknum fjölmiðlum stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla slíku efni.“ Endurgreiðsluhæfur kostnaður verður samkvæmt frumvarpinu bundinn við beinan launakostnað blaða-og fréttamanna, ritstjóra, aðstoðarritstjóra, myndatökumanna, ljósmyndara og prófarkalesara auk verktakagreiðslna fyrir sömu störf. Hlutfall endurgreiðslu verður að hámarki 25% af launakostnaði en þó ekki hærri en 50 milljónir kr. til hvers umsækjanda. Gert er ráð fyrir því að árlegur kostnaður vegna frumvarpsins verði allt að 520 milljónir. kr. frá og með 1. janúar 2020. Fagna stefnu stjórnvalda en mótmæla aðferðum Í tilkynningu SUS segir að sambandið fagni þeirri stefnu stjórnvalda lútandi að fjölmiðlum og stuðningi þeim til handa. Sambandið leggur þó til aðrar aðferðir heldur en boðaðar eru í frumvarpi menntamálaráðherra. „Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að bæta eigi starfsumhverfi fjölmiðla á kjörtímabilinu sem nú er hálfnað. SUS fagnar þessu markmiði ríkisstjórnarinnar og hvetur ríkisstjórnina til að taka á samkeppnisumhverfi fjölmiðla á Íslandi með því að draga úr starfsemi Ríkisútvarpsins og samhliða slíkum aðgerðum taka stofnunina af auglýsingamarkaði [sic],“ segir í tilkynningunni. Sambandið hvetur stjórnvöld þá einnig til þess að „rýmka heimildir fjölmiðla til auglýsinga til að jafna stöðu íslenskra fjölmiðla gagnvart erlendum net- og samfélagsmiðlum í auglýsingasölu.“ Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28 Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Ólíklegt að fjölmiðlafrumvarp Lilju verði að lögum á vorþingi. 10. maí 2019 15:18 Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11 Sjálfstæðismenn munu skoða fjölmiðlafrumvarpið betur Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla var kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en breytingar hafa verið gerðar á málinu frá því það kom fram í lok janúar. 9. maí 2019 06:15 Fjölmiðlafrumvarp lagt fram á Alþingi Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum hefur nú verið lagt fram á Alþingi og mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra mæla fyrir frumvarpinu nú á vorþingi. 20. maí 2019 15:22 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Sjá meira
Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hefur samþykkt að álykta gegn fjölmiðlafrumvarpi Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, mæli hún fyrir frumvarpinu á Alþingi í haust. Þá skorar stjórnin á þingflokk Sjálfstæðisflokksins og aðra þingmenn að hafna frumvarpinu. Til stuðnings einkarekinna fjölmiðla leggur sambandið fram að Ríkisútvarpinu verði kippt út af auglýsingamarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem formaður SUS, Ingvar Smári Birgisson, sendi fréttastofu rétt í þessu. „Fjölmiðlar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í lýðræðissamfélögum og er mikilvægi óháðra og frjálsra fjölmiðla ótvírætt. Um leið og þeir eru gerðir háðir velvild stjórnvalda og hinu opinbera eru þeir hvorki frjálsir né óháðir og ekki eins vel til þess fallnir að stuðla að opinni og upplýstri umræðu,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Þar er því einnig slegið föstu að frumvarpið mismuni fjölmiðlum eftir stærð ritstjórna þeirra og hafi þannig takmörkuð áhrif á rekstur stærri fjölmiðla sem halda úti öflugri ritstjórnum.Tímabundinn stuðningur hlutfallslega lægri fyrir stærri miðlaFrumvarpið var lagt fram í maí á þessu ári. Ætlun frumvarpsins er að „styðja við útgáfu á fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni með því að veita einkareknum fjölmiðlum stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla slíku efni.“ Endurgreiðsluhæfur kostnaður verður samkvæmt frumvarpinu bundinn við beinan launakostnað blaða-og fréttamanna, ritstjóra, aðstoðarritstjóra, myndatökumanna, ljósmyndara og prófarkalesara auk verktakagreiðslna fyrir sömu störf. Hlutfall endurgreiðslu verður að hámarki 25% af launakostnaði en þó ekki hærri en 50 milljónir kr. til hvers umsækjanda. Gert er ráð fyrir því að árlegur kostnaður vegna frumvarpsins verði allt að 520 milljónir. kr. frá og með 1. janúar 2020. Fagna stefnu stjórnvalda en mótmæla aðferðum Í tilkynningu SUS segir að sambandið fagni þeirri stefnu stjórnvalda lútandi að fjölmiðlum og stuðningi þeim til handa. Sambandið leggur þó til aðrar aðferðir heldur en boðaðar eru í frumvarpi menntamálaráðherra. „Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að bæta eigi starfsumhverfi fjölmiðla á kjörtímabilinu sem nú er hálfnað. SUS fagnar þessu markmiði ríkisstjórnarinnar og hvetur ríkisstjórnina til að taka á samkeppnisumhverfi fjölmiðla á Íslandi með því að draga úr starfsemi Ríkisútvarpsins og samhliða slíkum aðgerðum taka stofnunina af auglýsingamarkaði [sic],“ segir í tilkynningunni. Sambandið hvetur stjórnvöld þá einnig til þess að „rýmka heimildir fjölmiðla til auglýsinga til að jafna stöðu íslenskra fjölmiðla gagnvart erlendum net- og samfélagsmiðlum í auglýsingasölu.“
Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28 Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Ólíklegt að fjölmiðlafrumvarp Lilju verði að lögum á vorþingi. 10. maí 2019 15:18 Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11 Sjálfstæðismenn munu skoða fjölmiðlafrumvarpið betur Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla var kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en breytingar hafa verið gerðar á málinu frá því það kom fram í lok janúar. 9. maí 2019 06:15 Fjölmiðlafrumvarp lagt fram á Alþingi Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum hefur nú verið lagt fram á Alþingi og mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra mæla fyrir frumvarpinu nú á vorþingi. 20. maí 2019 15:22 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28
Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Ólíklegt að fjölmiðlafrumvarp Lilju verði að lögum á vorþingi. 10. maí 2019 15:18
Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11
Sjálfstæðismenn munu skoða fjölmiðlafrumvarpið betur Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla var kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en breytingar hafa verið gerðar á málinu frá því það kom fram í lok janúar. 9. maí 2019 06:15
Fjölmiðlafrumvarp lagt fram á Alþingi Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum hefur nú verið lagt fram á Alþingi og mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra mæla fyrir frumvarpinu nú á vorþingi. 20. maí 2019 15:22