Heimsmet í fjölda kvenna í lögreglunni Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 6. júlí 2019 09:30 Mikið hefur verið lagt í uppbyggingu innviða á lögreglustöðinni á Vínlandsleið þar sem starfa 19 konur en 16 karlar. Frettabladid/Stefán „Fleiri konur eru að ljúka námi í Lögregluskólanum þannig að eðli málsins samkvæmt koma fleiri konur inn. Fyrir ekkert löngu síðan var þetta stöðin með hæstan starfsaldur og það hafa eiginlega orðið kynslóðaskipti núna síðastliðin ár,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöðinni á Vínlandsleið. Lögreglustöðin er ein fjögurra stöðva á höfuðborgarsvæðinu og þar starfa þrjátíu og fimm manns, nítján konur og sextán karlar. „Þegar ég byrjaði árið 2007 vorum við mun færri heldur en við erum í dag hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ég veit ekki hvernig tölurnar eru núna, en breytingarnar á þessum tíma eru rosalega miklar. Það er svo gaman að sjá þær og hafa fengið að upplifa þær,“ segir Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir, rannsóknarlögreglumaður og jafnréttisfulltrúi LRH. Hvorki Kristján né Ingibjörg hafa fyrr heyrt um lögreglustöð þar sem starfa fleiri konur en karlar. „Ég held að þetta sé bara heimsmet, ég hef allavega ekki heyrt að þetta sé svona nokkurs staðar annars staðar,“ segir Ingibjörg og Kristján tekur undir. „Allavega held ég að þetta hlutfall þekkist ekki á stöð af þessari stærðargráðu. Við höfum rætt þetta nokkrum sinnum og sagt að þetta sé líklega heimsmet og það hefur nú enginn hrakið það,“ segir hann. Aðspurð hvort eitthvað sé sérstaklega gert á Vínlandsleið, sem ekki tíðkast á öðrum lögreglustöðvum vegna fjölda kvenna sem þar starfa segir Kristján að ekkert markvisst sé gert vegna kyns starfsmanna en mikið sé lagt upp úr vinnuumhverfinu. „Við bjuggum vel fyrir vegna þess að við vorum byrjuð á því að vinna í bæði innanhússmálum hjá okkur og í starfseminni. Því hvernig við getum orðið gott lögreglulið og að það sé þannig að það sé bæði gaman og gott að vinna hérna. Úr þeirri vinnu settum við okkur markmið, gildi og vinnureglur sem við vinnum eftir.“ Ingibjörg tekur undir orð Kristjáns og segir mikið lagt upp úr líðan fólks í vinnunni og að allir vinni að því saman. „Hér er hlustað á fólk og ég held að það sé mjög mikilvægt. Ég kom til dæmis þeirri hugmynd áleiðis að hafa frí dömubindi á baðherbergjunum. Það er dæmi um eitthvað sem veitir okkur konunum öryggi en kostar lítið og er auðvelt í framkvæmd. Stemningin er þannig að maður viðrar hugmynd og svo er Kristján bara farinn að kaupa dömubindi,“ segir Ingibjörg. „Ég held að þetta hafi kostað um þrjú þúsund krónur og ferð í búðina, svo auðvelt er það,“ segir Kristján og bætir við að eins og í öllu öðru séu það einstaklingarnir sem skipti máli en ekki kyn þeirra. „Við erum afar heppin með þá einstaklinga sem starfa hér.“ Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Lögreglan Reykjavík Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
„Fleiri konur eru að ljúka námi í Lögregluskólanum þannig að eðli málsins samkvæmt koma fleiri konur inn. Fyrir ekkert löngu síðan var þetta stöðin með hæstan starfsaldur og það hafa eiginlega orðið kynslóðaskipti núna síðastliðin ár,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á lögreglustöðinni á Vínlandsleið. Lögreglustöðin er ein fjögurra stöðva á höfuðborgarsvæðinu og þar starfa þrjátíu og fimm manns, nítján konur og sextán karlar. „Þegar ég byrjaði árið 2007 vorum við mun færri heldur en við erum í dag hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ég veit ekki hvernig tölurnar eru núna, en breytingarnar á þessum tíma eru rosalega miklar. Það er svo gaman að sjá þær og hafa fengið að upplifa þær,“ segir Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir, rannsóknarlögreglumaður og jafnréttisfulltrúi LRH. Hvorki Kristján né Ingibjörg hafa fyrr heyrt um lögreglustöð þar sem starfa fleiri konur en karlar. „Ég held að þetta sé bara heimsmet, ég hef allavega ekki heyrt að þetta sé svona nokkurs staðar annars staðar,“ segir Ingibjörg og Kristján tekur undir. „Allavega held ég að þetta hlutfall þekkist ekki á stöð af þessari stærðargráðu. Við höfum rætt þetta nokkrum sinnum og sagt að þetta sé líklega heimsmet og það hefur nú enginn hrakið það,“ segir hann. Aðspurð hvort eitthvað sé sérstaklega gert á Vínlandsleið, sem ekki tíðkast á öðrum lögreglustöðvum vegna fjölda kvenna sem þar starfa segir Kristján að ekkert markvisst sé gert vegna kyns starfsmanna en mikið sé lagt upp úr vinnuumhverfinu. „Við bjuggum vel fyrir vegna þess að við vorum byrjuð á því að vinna í bæði innanhússmálum hjá okkur og í starfseminni. Því hvernig við getum orðið gott lögreglulið og að það sé þannig að það sé bæði gaman og gott að vinna hérna. Úr þeirri vinnu settum við okkur markmið, gildi og vinnureglur sem við vinnum eftir.“ Ingibjörg tekur undir orð Kristjáns og segir mikið lagt upp úr líðan fólks í vinnunni og að allir vinni að því saman. „Hér er hlustað á fólk og ég held að það sé mjög mikilvægt. Ég kom til dæmis þeirri hugmynd áleiðis að hafa frí dömubindi á baðherbergjunum. Það er dæmi um eitthvað sem veitir okkur konunum öryggi en kostar lítið og er auðvelt í framkvæmd. Stemningin er þannig að maður viðrar hugmynd og svo er Kristján bara farinn að kaupa dömubindi,“ segir Ingibjörg. „Ég held að þetta hafi kostað um þrjú þúsund krónur og ferð í búðina, svo auðvelt er það,“ segir Kristján og bætir við að eins og í öllu öðru séu það einstaklingarnir sem skipti máli en ekki kyn þeirra. „Við erum afar heppin með þá einstaklinga sem starfa hér.“
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Lögreglan Reykjavík Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira