Tröllið Brynjar og grenjuskjóðan Björn Þórarinn Þórarinsson skrifar 14. mars 2019 14:00 Þeir skiptast oft á skotum þannig að ætla mætti að litlir kærleikar væru með þeim en deilurnar rista ekki mjög djúpt. Facebook-hópurinn Bylt fylki telur rúmlega 3.500 manns sem sameina tvö áhugamál sín, kvikmyndir og íslenska tungu, með tillögum að þýðingum á kvikmyndatitlum. Slagorð hópsins segir allt sem segja þarf: „Þýðum allt sem kjafti kemur.“ Þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson sýnir þar oft tilþrif og hefur meðal annars tengt bíógrínið væringum sínum og Brynjars Níelssonar. Væringar þeirra hafa ítrekað ratað í fréttir þegar skotin ganga á milli úr ræðustól Alþingis og ekki síður á Facebook þar sem Brynjar hefur meðal annars amast við spurningagleði Björns og látið skóleysi hans fara í taugarnar á sér.Bíónördinn Björn Leví hefur grínast með væringar sínar og Brynjars Níelssonar með bíógríni í hinu Bylta fylki þar sem hann speglar Brynjar sem Trölla en sjálfan sig sem tárvotan Johnny Depp.Björn Leví hefur meðal annars nýtt sér þetta pólitíska orðaskak í bíógríni í Bylta fylkinu með tillögum að nýjum íslenskum titlum á kvikmyndirnar Grinch og Cry Baby. Grinch, eða Trölla sem stal jólunum, þekkja allir og Björn hitti í mark í hópnum þegar hann gaf bíómyndinni um þann fúla gaur einfaldlega nafnið „Brynjar“. Hann baktryggði sig síðan strax í kjölfarið með því að leggja til titilinn „Björn Leví“ á John Waters-myndina Cry Baby, Grenjuskjóðuna, með Johnny Depp. Björn Leví segir í samtali við Fréttablaðið að tvennum sögum fari af því hversu sniðugur hann þyki en hann þykir nánast óumdeilt hafa hitt í mark með Trölla og Grenjuskjóðunni.„Ég hef reynt að taka þann pól í hæðina að finna einhvern titil sem lýsir myndunum frekar en að þýða beint,“ segir Björn Leví og nefnir nýlegt dæmi þar sem hann gaf myndinni As Good As It Gets með Jack Nicholson titilinn Hatari en hún fjallar um graman karlfausk sem hatast við allt og alla, sannkallaðan hatara. Hvað þá Brynjar varðar segir hann nokkuð gott á milli þeirra Trölla Níelssonar. „Brynjar er fínasti gaur sem hefur sínar ákveðnu skoðanir og ég efaðist nú um að hann yrði óhress með þennan titil enda er hann í Félagi fúllyndra Sjálfstæðismanna,“ segir Björn Leví. „En hann er prinsippmaður og talar alveg fyrir óvinsælum skoðunum sem hann er bæði sammála en stundum helst til þess að verja vondan málstað sem er alveg virðingarvert enda alveg umræða sem má taka,“ segir grenjuskjóðan Björn Leví og minnir á að í lokin varð Trölli góður þannig að enn er von.Beinar þýðingar eru oftast dæmdar til þess að mistakast og Björn Leví fellur ekki í slíkar gildrur eins og þessi brandari hans sýnir og sannar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
Facebook-hópurinn Bylt fylki telur rúmlega 3.500 manns sem sameina tvö áhugamál sín, kvikmyndir og íslenska tungu, með tillögum að þýðingum á kvikmyndatitlum. Slagorð hópsins segir allt sem segja þarf: „Þýðum allt sem kjafti kemur.“ Þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson sýnir þar oft tilþrif og hefur meðal annars tengt bíógrínið væringum sínum og Brynjars Níelssonar. Væringar þeirra hafa ítrekað ratað í fréttir þegar skotin ganga á milli úr ræðustól Alþingis og ekki síður á Facebook þar sem Brynjar hefur meðal annars amast við spurningagleði Björns og látið skóleysi hans fara í taugarnar á sér.Bíónördinn Björn Leví hefur grínast með væringar sínar og Brynjars Níelssonar með bíógríni í hinu Bylta fylki þar sem hann speglar Brynjar sem Trölla en sjálfan sig sem tárvotan Johnny Depp.Björn Leví hefur meðal annars nýtt sér þetta pólitíska orðaskak í bíógríni í Bylta fylkinu með tillögum að nýjum íslenskum titlum á kvikmyndirnar Grinch og Cry Baby. Grinch, eða Trölla sem stal jólunum, þekkja allir og Björn hitti í mark í hópnum þegar hann gaf bíómyndinni um þann fúla gaur einfaldlega nafnið „Brynjar“. Hann baktryggði sig síðan strax í kjölfarið með því að leggja til titilinn „Björn Leví“ á John Waters-myndina Cry Baby, Grenjuskjóðuna, með Johnny Depp. Björn Leví segir í samtali við Fréttablaðið að tvennum sögum fari af því hversu sniðugur hann þyki en hann þykir nánast óumdeilt hafa hitt í mark með Trölla og Grenjuskjóðunni.„Ég hef reynt að taka þann pól í hæðina að finna einhvern titil sem lýsir myndunum frekar en að þýða beint,“ segir Björn Leví og nefnir nýlegt dæmi þar sem hann gaf myndinni As Good As It Gets með Jack Nicholson titilinn Hatari en hún fjallar um graman karlfausk sem hatast við allt og alla, sannkallaðan hatara. Hvað þá Brynjar varðar segir hann nokkuð gott á milli þeirra Trölla Níelssonar. „Brynjar er fínasti gaur sem hefur sínar ákveðnu skoðanir og ég efaðist nú um að hann yrði óhress með þennan titil enda er hann í Félagi fúllyndra Sjálfstæðismanna,“ segir Björn Leví. „En hann er prinsippmaður og talar alveg fyrir óvinsælum skoðunum sem hann er bæði sammála en stundum helst til þess að verja vondan málstað sem er alveg virðingarvert enda alveg umræða sem má taka,“ segir grenjuskjóðan Björn Leví og minnir á að í lokin varð Trölli góður þannig að enn er von.Beinar þýðingar eru oftast dæmdar til þess að mistakast og Björn Leví fellur ekki í slíkar gildrur eins og þessi brandari hans sýnir og sannar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira