Enski boltinn

Derby ósáttir við skort á fagmennsku hjá Chelsea

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Næsti stjóri Chelsea?
Næsti stjóri Chelsea? Getty/Stephen Pond
Bradley Johnson, fyrrum fyrirliði Derby og nú starfsmaður félagsins, kallar eftir því að Chelsea sýni Derby meiri virðingu þar sem þeir séu að falast eftir starfskröftum Frank Lampard, stjóra Derby.

Allt bendir til þess að Lampard muni taka við stjórnartaumunum hjá Chelsea á næstu vikum og herma fréttir frá Englandi að Chelsea sé þegar búið að setja sig í samband við Lampard.

Chelsea hefur hins vegar ekki haft samband við Derby og eru menn þar á bæ ósáttir við framkomu risanna bláklæddu.

„Það hefur ekki verið haft samband við okkur beint frá Chelsea en við vitum hvað er að gerast og þetta er líklega meira spurning um hvenær heldur en hvort,“ segir Johnson.

„Frá sjónarhorni Derby myndum við vilja að Chelsea nálgaðist okkur af meiri virðingu. Ef þið ætlið að ræða við hann, gerið það á opinn og heiðarlegan hátt,“ segir Johnson.

Lampard var hársbreidd frá því að stýra Derby upp í úrvalsdeildina á síðustu leiktíð en liðið tapaði 2-1 fyrir Aston Villa í úrslitaleik umspilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×