Síldarsjómenn minnast Niels Jensen Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2019 10:54 Niels heitinn Jensen. Smári Geirsson Niels Jensen, íslenskur konsúll í Hirtshals í Danmörku og umboðsmaður íslenskra skipa á síldveiðitímanum í Norðursjónum 1969-1976, er látinn. Greint er frá þessu á vef Síldarvinnslunnar. Niels fæddist árið 1943 og var því 76 ára á árinu. Hafði hann mikil samskipti við Íslendinga á síldveiðitímanum í Norðursjó og lærði íslensku með mjög góðum árangri. „Margir íslenskir síldarsjómenn frá þessum tíma minnast samskipta við Niels og geta sagt frá því hvernig hann leysti margvísleg mál sem upp komu. „Við verðum að leita til Niels,“ var viðkvæðið þegar upp komu vandamál hjá íslensku síldarsjómönnunum á þessum árum og reglan var sú að Niels leysti hvers manns vanda,“ segir á vef Síldarvinnslunnar. Er sagt ljóst að margir Íslendingar eigi ljúfar minningar af samskiptum við Niels Jensen og þegar síldarævintýrið í Norðursjó komi til umræðu beri nafn hans ávallt á góma. „Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, segir til dæmis að þáttur Niels í síldarævintýri Íslendinga í Norðursjónum verði seint ofmetinn. Minnir hann á að á síldveiðitímabilinu í Norðursjó hafi 500-700 íslenskir sjómenn komið reglulega til Hirtshals á tímabilinu maí til desember ár hvert og það hafi verið mikið verk að sinna öllum erindum þeirra.“ Konsúlsstörf Niels í Hirtshals voru vel metin og árið 1997 var hann sæmdur hinni íslensku fálkaorðu fyrir störf sín. Niels Jensen lætur eftir sig þrjú uppkomin börn og eina stjúpdóttur. Eftirlifandi eiginkona hans er Susanne Fibiger sagnfræðingur. Andlát Danmörk Sjávarútvegur Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Niels Jensen, íslenskur konsúll í Hirtshals í Danmörku og umboðsmaður íslenskra skipa á síldveiðitímanum í Norðursjónum 1969-1976, er látinn. Greint er frá þessu á vef Síldarvinnslunnar. Niels fæddist árið 1943 og var því 76 ára á árinu. Hafði hann mikil samskipti við Íslendinga á síldveiðitímanum í Norðursjó og lærði íslensku með mjög góðum árangri. „Margir íslenskir síldarsjómenn frá þessum tíma minnast samskipta við Niels og geta sagt frá því hvernig hann leysti margvísleg mál sem upp komu. „Við verðum að leita til Niels,“ var viðkvæðið þegar upp komu vandamál hjá íslensku síldarsjómönnunum á þessum árum og reglan var sú að Niels leysti hvers manns vanda,“ segir á vef Síldarvinnslunnar. Er sagt ljóst að margir Íslendingar eigi ljúfar minningar af samskiptum við Niels Jensen og þegar síldarævintýrið í Norðursjó komi til umræðu beri nafn hans ávallt á góma. „Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, segir til dæmis að þáttur Niels í síldarævintýri Íslendinga í Norðursjónum verði seint ofmetinn. Minnir hann á að á síldveiðitímabilinu í Norðursjó hafi 500-700 íslenskir sjómenn komið reglulega til Hirtshals á tímabilinu maí til desember ár hvert og það hafi verið mikið verk að sinna öllum erindum þeirra.“ Konsúlsstörf Niels í Hirtshals voru vel metin og árið 1997 var hann sæmdur hinni íslensku fálkaorðu fyrir störf sín. Niels Jensen lætur eftir sig þrjú uppkomin börn og eina stjúpdóttur. Eftirlifandi eiginkona hans er Susanne Fibiger sagnfræðingur.
Andlát Danmörk Sjávarútvegur Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira