Margradda óánægjukór andstæðinga orkupakkans Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2019 13:15 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir ólíkar raddir á bak við gagnrýnina á þriðja orkupakkann gera umræðuna um hann erfiða. Annars vegar sé um að ræða efnislega gagnrýni en hins vegar séu raddir sem ekki séu sáttar við stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Þeir sem safnast hafa saman undir slagorðinu „Orkan okkar" og berjast gegn samþykkt Alþingis á þriðja orkupakka Evrópusambandsins spara margir ekki stóru orðin þannig að þeir sem hætta sér fram völlinn til að styðja innleiðinguna telja sér jafnvel ógnað. Þórlindur Kjartansson er einn þeirra en í viðtali við Fréttablaðið segir hann vandann að áhyggjur margra vegna orkupakkans stafi að stórum hluta af rangfærslum og ýkjum sem ekki séu settar fram í heiðarlegum tilgangi, heldur til að sá efasemdarfræjum og tortryggni. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir umræðuna um málið erfiða þar sem ólík sjónarmið og raddir séu í hópi þeirra sem berjist á móti orkupakkanum. Þarna séu raddir sem færi fram eðlilegar athugasemdir um málið. „Og beita fullum rökum í sínum málflutningi eins og eðlilegt er í lýðræðisríki. En síðan eru þarna líka raddir til viðbótar við þær sem virðast einkum og sér í lagi horfa til málsins sem einhvers konar táknmyndar eða birtingarmyndar um stöðu Íslands í umheiminum og gagnvart Evrópusamvinnunni,“ segir Eiríkur. Síðarnefndi hópurinn setji gagnrýni sína fram að mestu án þess að vísa til efnisatriða þriðja orkupakkans. „Herskáustu aðilarnir í þessum hópi hafa í raun í sínum málflutningi, ef maður tekur bara mið af málflutningi þeirra í þessu máli; þeirra athugasemdir eru miklu frekar við EES samninginn sem slíkan. Áhrif hans á fullveldið og svo framvegis. Fremur en að málflutningur þeirra snúist mjög mikið um lagabálkinn um orkumál,“ segir Eiríkur. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið sé hins vegar málamiðlun sem brúi ólík sjónarmið þeirra sem vilji að Íslendingar standi að mestu fyrir utan Evrópusamrunan og hinna sem vilji helst að Ísland gangi í Evrópusambandið. Miðað við þróun stjórnmála annars staðar í Evrópu megi auðveldlega sjá fyrir sér að umræðan fari að snúast um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, þótt enginn meirihluti hafi verið fyrir því hingað til að segja samningnum upp. „Það blasir við að það eru margir sem vilja beita málinu. Koma því á einhvern þann stað að það minni okkur á þær umræður sem orðið hafa í kringum Brexit og aðra slíka hópa í Evrópu í samtíma okkar. Sem eru einmitt að efast um þessa tilhögun sem við höfum sett upp. En undirliggjandi eru auðvitað algerir grundvallarhagsmunir allra Íslendinga,“ segir Eiríkur Bergmann. Orkumál Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Guðlaugur svarar frétt Eyjunnar: „Dylgjur sem bera vitni um málefnafátækt“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað frétt Eyjunnar um hagsmunamál Guðlaugs og eiginkonu hans, Ágústu Johnson, í tengslum við þriðja orkupakkann umtalaða. 15. apríl 2019 20:32 Ógnandi umræða um þriðja orkupakkann Pistlahöfundur sem styður þriðja orkupakkann segir umræðuna ógnandi og ofstopafulla. Var kallaður landráðamaður á launum. Vill að forsvarsmenn Orkunnar okkar axli ábyrgð. Talsmaður segir miklar tilfinningar í málinu. 16. apríl 2019 07:00 Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. 15. apríl 2019 20:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir ólíkar raddir á bak við gagnrýnina á þriðja orkupakkann gera umræðuna um hann erfiða. Annars vegar sé um að ræða efnislega gagnrýni en hins vegar séu raddir sem ekki séu sáttar við stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Þeir sem safnast hafa saman undir slagorðinu „Orkan okkar" og berjast gegn samþykkt Alþingis á þriðja orkupakka Evrópusambandsins spara margir ekki stóru orðin þannig að þeir sem hætta sér fram völlinn til að styðja innleiðinguna telja sér jafnvel ógnað. Þórlindur Kjartansson er einn þeirra en í viðtali við Fréttablaðið segir hann vandann að áhyggjur margra vegna orkupakkans stafi að stórum hluta af rangfærslum og ýkjum sem ekki séu settar fram í heiðarlegum tilgangi, heldur til að sá efasemdarfræjum og tortryggni. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir umræðuna um málið erfiða þar sem ólík sjónarmið og raddir séu í hópi þeirra sem berjist á móti orkupakkanum. Þarna séu raddir sem færi fram eðlilegar athugasemdir um málið. „Og beita fullum rökum í sínum málflutningi eins og eðlilegt er í lýðræðisríki. En síðan eru þarna líka raddir til viðbótar við þær sem virðast einkum og sér í lagi horfa til málsins sem einhvers konar táknmyndar eða birtingarmyndar um stöðu Íslands í umheiminum og gagnvart Evrópusamvinnunni,“ segir Eiríkur. Síðarnefndi hópurinn setji gagnrýni sína fram að mestu án þess að vísa til efnisatriða þriðja orkupakkans. „Herskáustu aðilarnir í þessum hópi hafa í raun í sínum málflutningi, ef maður tekur bara mið af málflutningi þeirra í þessu máli; þeirra athugasemdir eru miklu frekar við EES samninginn sem slíkan. Áhrif hans á fullveldið og svo framvegis. Fremur en að málflutningur þeirra snúist mjög mikið um lagabálkinn um orkumál,“ segir Eiríkur. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið sé hins vegar málamiðlun sem brúi ólík sjónarmið þeirra sem vilji að Íslendingar standi að mestu fyrir utan Evrópusamrunan og hinna sem vilji helst að Ísland gangi í Evrópusambandið. Miðað við þróun stjórnmála annars staðar í Evrópu megi auðveldlega sjá fyrir sér að umræðan fari að snúast um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, þótt enginn meirihluti hafi verið fyrir því hingað til að segja samningnum upp. „Það blasir við að það eru margir sem vilja beita málinu. Koma því á einhvern þann stað að það minni okkur á þær umræður sem orðið hafa í kringum Brexit og aðra slíka hópa í Evrópu í samtíma okkar. Sem eru einmitt að efast um þessa tilhögun sem við höfum sett upp. En undirliggjandi eru auðvitað algerir grundvallarhagsmunir allra Íslendinga,“ segir Eiríkur Bergmann.
Orkumál Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Guðlaugur svarar frétt Eyjunnar: „Dylgjur sem bera vitni um málefnafátækt“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað frétt Eyjunnar um hagsmunamál Guðlaugs og eiginkonu hans, Ágústu Johnson, í tengslum við þriðja orkupakkann umtalaða. 15. apríl 2019 20:32 Ógnandi umræða um þriðja orkupakkann Pistlahöfundur sem styður þriðja orkupakkann segir umræðuna ógnandi og ofstopafulla. Var kallaður landráðamaður á launum. Vill að forsvarsmenn Orkunnar okkar axli ábyrgð. Talsmaður segir miklar tilfinningar í málinu. 16. apríl 2019 07:00 Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. 15. apríl 2019 20:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Guðlaugur svarar frétt Eyjunnar: „Dylgjur sem bera vitni um málefnafátækt“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað frétt Eyjunnar um hagsmunamál Guðlaugs og eiginkonu hans, Ágústu Johnson, í tengslum við þriðja orkupakkann umtalaða. 15. apríl 2019 20:32
Ógnandi umræða um þriðja orkupakkann Pistlahöfundur sem styður þriðja orkupakkann segir umræðuna ógnandi og ofstopafulla. Var kallaður landráðamaður á launum. Vill að forsvarsmenn Orkunnar okkar axli ábyrgð. Talsmaður segir miklar tilfinningar í málinu. 16. apríl 2019 07:00
Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. 15. apríl 2019 20:00