Prófessor telur ólíklegt að breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga nái fram fleiri sakfellingum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. október 2019 20:45 Ragnheiður Bragadóttir, prófessor í lögfræði, segir ólíklegt að breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga frá 2017 muni ná fram fleiri sakfellingum. Stöð 2 Sakfellt hefur verið í sextán málum af tuttugu og einu þar sem ákært var fyrir nauðgun síðan Landsréttur tók til starfa þann 1. janúar í fyrra. Prófessor í refsirétti telur ólíklegt að breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga frá 2017 muni ná fram fleiri sakfellingum. Árið 2017 var lögfest breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga þar sem samþykki var sett í forgrunn við skilningu á hugtakinu nauðgun. Í lögum er nú samþykki gert að skilyrði, en áður vísuðu lögin eingöngu til ofbeldis, hótana eða annars konar ólögmætrar nauðgunar, sem forsendu fyrir að samræði teldist til nauðgunar. Ragnheiður Bragadóttir, prófessor í lögfræði, hélt erindi á málþingi í Háskólanum á Akureyri í fyrradag þar sem hún meðal annars fór yfir stöðuna á nauðgunardómum eftir að ákvæðinu var breytt.„Sumir hafa haldið að þetta gæti orðið til þess að sakfellingum myndi fjölga en ég tel hæpið að það verði þar sem sönnunarkröfum hefur ekki verið breytt og það er alltaf erfið sönnunarstaða í þessum málum.“ Sakfellingarhlutfallið hafi í það minnsta enn ekki breyst. „Síðan landsréttur tók til starfa hafa komið til meðferðar í landsrétti 21 mál þar sem ákært er fyrir nauðgun. Þar af hefur verið sakfellt fyrir nauðgun í sextán málum en sýknað í fimm.“ Ragnheiður segir að ákvæðið í þessari mynd sé þó vel til þess fallið að fækka brotum. Til þess þurfi hins vegar að efla forvarnir. „Sem að beinist ekki síst að ungu fólki vegna þess að nauðgun og allt það sem því fylgir er auðvitað mikið böl og þess vegna er nauðsynlegt að koma í veg fyrir brotin,“ segir Ragnheiður. Fólk verði þannig meðvitað um mikilvægi samþykkis sem geti fækkað brotunum. Akureyri Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Sakfellt hefur verið í sextán málum af tuttugu og einu þar sem ákært var fyrir nauðgun síðan Landsréttur tók til starfa þann 1. janúar í fyrra. Prófessor í refsirétti telur ólíklegt að breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga frá 2017 muni ná fram fleiri sakfellingum. Árið 2017 var lögfest breyting á nauðgunarákvæði hegningarlaga þar sem samþykki var sett í forgrunn við skilningu á hugtakinu nauðgun. Í lögum er nú samþykki gert að skilyrði, en áður vísuðu lögin eingöngu til ofbeldis, hótana eða annars konar ólögmætrar nauðgunar, sem forsendu fyrir að samræði teldist til nauðgunar. Ragnheiður Bragadóttir, prófessor í lögfræði, hélt erindi á málþingi í Háskólanum á Akureyri í fyrradag þar sem hún meðal annars fór yfir stöðuna á nauðgunardómum eftir að ákvæðinu var breytt.„Sumir hafa haldið að þetta gæti orðið til þess að sakfellingum myndi fjölga en ég tel hæpið að það verði þar sem sönnunarkröfum hefur ekki verið breytt og það er alltaf erfið sönnunarstaða í þessum málum.“ Sakfellingarhlutfallið hafi í það minnsta enn ekki breyst. „Síðan landsréttur tók til starfa hafa komið til meðferðar í landsrétti 21 mál þar sem ákært er fyrir nauðgun. Þar af hefur verið sakfellt fyrir nauðgun í sextán málum en sýknað í fimm.“ Ragnheiður segir að ákvæðið í þessari mynd sé þó vel til þess fallið að fækka brotum. Til þess þurfi hins vegar að efla forvarnir. „Sem að beinist ekki síst að ungu fólki vegna þess að nauðgun og allt það sem því fylgir er auðvitað mikið böl og þess vegna er nauðsynlegt að koma í veg fyrir brotin,“ segir Ragnheiður. Fólk verði þannig meðvitað um mikilvægi samþykkis sem geti fækkað brotunum.
Akureyri Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira