Netárásir nánast óhjákvæmilegar og því þurfi fræðslu og viðbragðsáætlun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. apríl 2019 13:30 Netglæpir valda fyrirtækjum hér á landi tugmilljón króna tjóni á hverju ári. Fyrirtæki þurfi að hafa viðbragðsáætlanir því slíkir glæpir séu nánast óumflýjanlegir segir Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri Syndis Besta forvörnin gegn þeim sé að fræða starfsfólk. Netglæpir valda fyrirtækjum hér á landi tugmilljón króna tjóni á hverju ári og hundruð milljarða tjóni á alheimsvísu. Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri Syndis sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörnum gegn slíkum glæpum hélt erindi á morgunverðafundi Félags Atvinnurekenda þar sem hann fór yfir hvernig hægt sé að verjast slíkum glæpum. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá er nánast ómöglegt að verjast netglæpum. Það þarf að fræða starfsfólk en fyrirtæki þurfa fyrst og fremst að gera viðbragðsáætlun þar sem gert er ráð fyrir netárásum,“ segir Valdimar. Valdimar segir að heill iðnaður sé orðinn til í kringum netglæpi og þeir þróist afar hratt. „Þá er til dæmis sendur tölvupóstur þar sem fólk er beðið um að senda t.d. notendanafn og aðgangsorð og hermt er eftir vefsíðu fyrirtækisins. Fólk í góðri trú slær upplýsingarnar inn sem lendir svo í höndum óprúttina aðila sem ætla að nota upplýsingarnar síðar. Þá er hringt í fólk og viðkomandi fá það til að treysta sér þannig að það gefur á endanum upplýsingar sem hægt er að nota í netárásir,“ segir Valdimar. Netárásir eru afar algengar að sögn Valdimars. „Við getum sagt að þær eigi sér stað nánast daglega. Viðkomandi ná ekki alltaf árangri en þegar það gerist geta þeir valdið gríðarlegu tjóni. Tilgangurinn er alltaf að ná fjármunum fyrirtækisins og með þessum glæpum er hægt að kúga fé út úr því eða stela peningum beint af því,“ segir Valdimar. Netöryggi Tækni Tölvuárásir Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Netglæpir valda fyrirtækjum hér á landi tugmilljón króna tjóni á hverju ári og hundruð milljarða tjóni á alheimsvísu. Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri Syndis sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörnum gegn slíkum glæpum hélt erindi á morgunverðafundi Félags Atvinnurekenda þar sem hann fór yfir hvernig hægt sé að verjast slíkum glæpum. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá er nánast ómöglegt að verjast netglæpum. Það þarf að fræða starfsfólk en fyrirtæki þurfa fyrst og fremst að gera viðbragðsáætlun þar sem gert er ráð fyrir netárásum,“ segir Valdimar. Valdimar segir að heill iðnaður sé orðinn til í kringum netglæpi og þeir þróist afar hratt. „Þá er til dæmis sendur tölvupóstur þar sem fólk er beðið um að senda t.d. notendanafn og aðgangsorð og hermt er eftir vefsíðu fyrirtækisins. Fólk í góðri trú slær upplýsingarnar inn sem lendir svo í höndum óprúttina aðila sem ætla að nota upplýsingarnar síðar. Þá er hringt í fólk og viðkomandi fá það til að treysta sér þannig að það gefur á endanum upplýsingar sem hægt er að nota í netárásir,“ segir Valdimar. Netárásir eru afar algengar að sögn Valdimars. „Við getum sagt að þær eigi sér stað nánast daglega. Viðkomandi ná ekki alltaf árangri en þegar það gerist geta þeir valdið gríðarlegu tjóni. Tilgangurinn er alltaf að ná fjármunum fyrirtækisins og með þessum glæpum er hægt að kúga fé út úr því eða stela peningum beint af því,“ segir Valdimar.
Netöryggi Tækni Tölvuárásir Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira