Áhugi fyrir því að halda Secret Solstice í Ölfusi Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2019 14:40 Frá Secret Solstice í Laugardalnum. VÍSIR/Andri Marinó Bæjarstjóri Ölfuss segir að áhugi væri fyrir því að halda tónlistarhátíðina Secret Solstice í sveitarfélaginu, ef leitað yrði til bæjarstjórnar með hugmyndir um slíkt. Aðrir bæjar- og sveitarstjórar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar eru ekki jafnáhugasamir. Enginn bæjar- og sveitarstjóra sem Vísir ræddi við vissi til þess að skipuleggjendur Secret Solstice hefðu leitað til þeirra um að hýsa hátíðina. Forsvarsmenn Live Events, fyrirtækisins sem fer nú með rekstur Secret Solstice, hyggjast halda hátíðina í sumar óháð stuðningi Reykjavíkurborgar, að því er fram kemur í yfirlýsingu sem send var út í morgun. Segja þeir meintar milljónaskuldir hátíðarinnar við Reykjavíkurborg og umboðsaðila rokksveitarinnar Slayer á ábyrgð fyrri rekstraraðila.Sjá einnig: Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Secret Solstice hefur verið haldin í Laugardalnum undanfarin ár en njóti hátíðin ekki stuðnings borgarinnar má ætla að leita þurfi á náðir annars sveitarfélags. Víkingur Heiðar Arnórsson framkvæmdastjóri Live Events sagði í samtali við Vísi í morgun að ekki væri tímabært að segja til um það hvar hátíðin yrði haldin í sumar ef leita þurfi annað. Jón Bjarni Steinsson upplýsingafulltrúi Secret Solstice hefur sagst viss um að önnur sveitarfélög taki við keflinu af borginni ef þess þarf.Ekki bjartsýnn á Solstice á Selfossi Enginn bæjarstjóri bæjarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Garðabæjar, Kópavogs, Hafnarfjarðarbæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, vissi til þess að skipuleggjendur Secret Solstice hefðu leitað til bæjarstjórnar um að hýsa hátíðina. Þá var svipað hljóðið í öllum bæjarstjórunum varðandi það hvort áhugi væri fyrir því að halda Secret Solstice í bæjarfélögunum: allar slíkar hugmyndir yrðu skoðaðar, þegar og ef til þess kæmi. Bæjarstjórar á Suðurnesjum tóku í sama streng en skipuleggjendur Secret Solstice hafa ekki haft samband við Suðurnesjabæ, Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ eða Sveitarfélagið Voga, að bæjarstjórunum vitandi. Tillögur um að halda hátíðina í bæjunum þyrfti jafnframt að skoða áður en ákvarðanir yrðu teknar. Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar á Selfossi kannaðist enn fremur ekki við það að hugmyndir um Secret Solstice í Árborg hefðu komið inn á borð bæjarstjórnar. Aðspurður sagði hann það fara eftir umgjörð og öryggi hvort tekið yrði til greina að halda Secret Solstice í bæjarfélaginu en var þó ekki bjartsýnn. „Eins og umræðan hefur verið tel ég ekki miklar líkur á því.“Elliði Vignisson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfuss.Vísir/EyþórÖlfus myndi skoða hugmyndina með opnum hug Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar kannaðist ekki við að rætt hefði verið við bæjarstjórn þar í bæ um að halda Secret Solstice. Hið sama var uppi á teningnum hjá Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Sveitarfélagsins Ölfusar, en hann tók þó aðspurður vel í hugmyndina. „Þetta hefur ekki komið til okkar með formlegum hætti, en ég get staðfest að sveitarfélagið Ölfus myndi sýna því áhuga ef til þeirra yrði leitað,“ sagði Elliði. Hann sagði þó ekki heldur hafa verið leitað til sveitarfélagsins með óformlegum hætti. „Nei, ekki annað en það að auðvitað höfum við áhuga á því að styðja við menningu og listir. […] Það er alveg eins með Secret Solstice og önnur atvinnutækifæri eða tækifæri á sviði menningar og lista að við myndum skoða það með opnum huga.“ Ekki hefur náðst í Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur formann borgarráðs vegna Secret Solstice í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hún sagði í kvöldfréttum RÚV í fyrradag að málið verði tekið fyrir í borgarráði á fimmtudag. Víkingur Heiðar Arnórsson framkvæmdastjóri Live Events segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um mögulegar staðsetningar fyrir hátíðina að beðið sé eftir viðbrögðum Reykjavíkurborgar. Ekki fást því frekari upplýsingar um staðsetningu hátíðarinnar í sumar fyrr en svör liggja fyrir frá borginni. Secret Solstice Tónlist Ölfus Tengdar fréttir Hrekur fullyrðingar stjórnarformanns um að búið sé að gera upp við Slayer Lögmaður umboðsaðila rokkhljómsveitarinnar Slayer segir það ekki rétt að aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafi þegar gert upp við sveitina, líkt og stjórnarformaður Live Events, fyrirtækisins sem nú sér um rekstur hátíðarinnar, heldur fram. 8. apríl 2019 14:45 Íbúar í Laugardalnum beita sér gegn Secret Solstice Íbúar í Laugardalnum biðla til borgaryfirvalda að veita Secret Solstice ekki leyfi til hátíðarhalda í dalnum í sumar 8. apríl 2019 19:42 Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira
Bæjarstjóri Ölfuss segir að áhugi væri fyrir því að halda tónlistarhátíðina Secret Solstice í sveitarfélaginu, ef leitað yrði til bæjarstjórnar með hugmyndir um slíkt. Aðrir bæjar- og sveitarstjórar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar eru ekki jafnáhugasamir. Enginn bæjar- og sveitarstjóra sem Vísir ræddi við vissi til þess að skipuleggjendur Secret Solstice hefðu leitað til þeirra um að hýsa hátíðina. Forsvarsmenn Live Events, fyrirtækisins sem fer nú með rekstur Secret Solstice, hyggjast halda hátíðina í sumar óháð stuðningi Reykjavíkurborgar, að því er fram kemur í yfirlýsingu sem send var út í morgun. Segja þeir meintar milljónaskuldir hátíðarinnar við Reykjavíkurborg og umboðsaðila rokksveitarinnar Slayer á ábyrgð fyrri rekstraraðila.Sjá einnig: Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Secret Solstice hefur verið haldin í Laugardalnum undanfarin ár en njóti hátíðin ekki stuðnings borgarinnar má ætla að leita þurfi á náðir annars sveitarfélags. Víkingur Heiðar Arnórsson framkvæmdastjóri Live Events sagði í samtali við Vísi í morgun að ekki væri tímabært að segja til um það hvar hátíðin yrði haldin í sumar ef leita þurfi annað. Jón Bjarni Steinsson upplýsingafulltrúi Secret Solstice hefur sagst viss um að önnur sveitarfélög taki við keflinu af borginni ef þess þarf.Ekki bjartsýnn á Solstice á Selfossi Enginn bæjarstjóri bæjarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Garðabæjar, Kópavogs, Hafnarfjarðarbæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, vissi til þess að skipuleggjendur Secret Solstice hefðu leitað til bæjarstjórnar um að hýsa hátíðina. Þá var svipað hljóðið í öllum bæjarstjórunum varðandi það hvort áhugi væri fyrir því að halda Secret Solstice í bæjarfélögunum: allar slíkar hugmyndir yrðu skoðaðar, þegar og ef til þess kæmi. Bæjarstjórar á Suðurnesjum tóku í sama streng en skipuleggjendur Secret Solstice hafa ekki haft samband við Suðurnesjabæ, Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ eða Sveitarfélagið Voga, að bæjarstjórunum vitandi. Tillögur um að halda hátíðina í bæjunum þyrfti jafnframt að skoða áður en ákvarðanir yrðu teknar. Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar á Selfossi kannaðist enn fremur ekki við það að hugmyndir um Secret Solstice í Árborg hefðu komið inn á borð bæjarstjórnar. Aðspurður sagði hann það fara eftir umgjörð og öryggi hvort tekið yrði til greina að halda Secret Solstice í bæjarfélaginu en var þó ekki bjartsýnn. „Eins og umræðan hefur verið tel ég ekki miklar líkur á því.“Elliði Vignisson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfuss.Vísir/EyþórÖlfus myndi skoða hugmyndina með opnum hug Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar kannaðist ekki við að rætt hefði verið við bæjarstjórn þar í bæ um að halda Secret Solstice. Hið sama var uppi á teningnum hjá Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Sveitarfélagsins Ölfusar, en hann tók þó aðspurður vel í hugmyndina. „Þetta hefur ekki komið til okkar með formlegum hætti, en ég get staðfest að sveitarfélagið Ölfus myndi sýna því áhuga ef til þeirra yrði leitað,“ sagði Elliði. Hann sagði þó ekki heldur hafa verið leitað til sveitarfélagsins með óformlegum hætti. „Nei, ekki annað en það að auðvitað höfum við áhuga á því að styðja við menningu og listir. […] Það er alveg eins með Secret Solstice og önnur atvinnutækifæri eða tækifæri á sviði menningar og lista að við myndum skoða það með opnum huga.“ Ekki hefur náðst í Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur formann borgarráðs vegna Secret Solstice í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hún sagði í kvöldfréttum RÚV í fyrradag að málið verði tekið fyrir í borgarráði á fimmtudag. Víkingur Heiðar Arnórsson framkvæmdastjóri Live Events segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um mögulegar staðsetningar fyrir hátíðina að beðið sé eftir viðbrögðum Reykjavíkurborgar. Ekki fást því frekari upplýsingar um staðsetningu hátíðarinnar í sumar fyrr en svör liggja fyrir frá borginni.
Secret Solstice Tónlist Ölfus Tengdar fréttir Hrekur fullyrðingar stjórnarformanns um að búið sé að gera upp við Slayer Lögmaður umboðsaðila rokkhljómsveitarinnar Slayer segir það ekki rétt að aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafi þegar gert upp við sveitina, líkt og stjórnarformaður Live Events, fyrirtækisins sem nú sér um rekstur hátíðarinnar, heldur fram. 8. apríl 2019 14:45 Íbúar í Laugardalnum beita sér gegn Secret Solstice Íbúar í Laugardalnum biðla til borgaryfirvalda að veita Secret Solstice ekki leyfi til hátíðarhalda í dalnum í sumar 8. apríl 2019 19:42 Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira
Hrekur fullyrðingar stjórnarformanns um að búið sé að gera upp við Slayer Lögmaður umboðsaðila rokkhljómsveitarinnar Slayer segir það ekki rétt að aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafi þegar gert upp við sveitina, líkt og stjórnarformaður Live Events, fyrirtækisins sem nú sér um rekstur hátíðarinnar, heldur fram. 8. apríl 2019 14:45
Íbúar í Laugardalnum beita sér gegn Secret Solstice Íbúar í Laugardalnum biðla til borgaryfirvalda að veita Secret Solstice ekki leyfi til hátíðarhalda í dalnum í sumar 8. apríl 2019 19:42
Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48