Vinna að því að kortleggja eignarhald á jörðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 11. ágúst 2019 22:42 Ríkisstjórnin vinnur að því að kortleggja eignarhald á jörðum hér á landi og er það liður í stefnumótun stjórnvalda. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Til álita komi að setja svokallaðan tómthússkatt eða sérstakan fasteignaskatt á jarðir sem ekki er búið á. Slíkt sé undir sveitarstjórnum komið. Aukinn áhugi erlendra auðmanna á því að kaupa jarðir á Íslandi hefur verið til umfjöllunar síðustu misseri. Niðurstöður könnunar Fréttablaðsins frá því í júlí benda til þess að meirihluti landsmanna vilji að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila á Íslandi. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra ræddi aðgerðir stjórnvalda í þessum efnum í kvöldfréttum Stöðvar 2 en á dögunum var haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, að hann undrist seinagang sérstaks starfshóps forsætisráðherra um jarðarkaup útlendinga. „Eitt af því sem við eigum til dæmis aldrei að vera opin fyrir eru erlend yfirráð yfir stórum hluta Íslands. Ef erlent þjóðríki eða aðilar nátengdir þeim væru að falast eftir stórum landshlutum á Íslandi þyrftum við auðvitað að bregðast við,“ sagði Bjarni. „Til þess að geta undirbyggt alla umræðu um þessi efni miklu betur þá er ríkisstjórnin að vinna að því að kortleggja eignarhald á jörðum á Íslandi þannig að við getum kallað fram upplýsingar um stöðuna á hverjum tíma.“ Alþingi Jarðakaup útlendinga Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri. 30. júlí 2019 06:00 Víðtæk áhrif á Atlantshafslax af áformum Ratcliffes ólíkleg Formaður Landssambands veiðifélaga telur ekki ólíklegt að fyrirhugaðar framkvæmdir Jims Ratcliffe gætu haft jákvæð áhrif í þeim ám sem framkvæmdirnar snúa að. Hins vegar geri þær lítið fyrir stofninn í heild sinni. Sveitarstjórnarrráðherra undrast seinagang í stjórnsýslunni og vill lagafrumvarp í haust. 7. ágúst 2019 06:15 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Fleiri fréttir Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Sjá meira
Ríkisstjórnin vinnur að því að kortleggja eignarhald á jörðum hér á landi og er það liður í stefnumótun stjórnvalda. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Til álita komi að setja svokallaðan tómthússkatt eða sérstakan fasteignaskatt á jarðir sem ekki er búið á. Slíkt sé undir sveitarstjórnum komið. Aukinn áhugi erlendra auðmanna á því að kaupa jarðir á Íslandi hefur verið til umfjöllunar síðustu misseri. Niðurstöður könnunar Fréttablaðsins frá því í júlí benda til þess að meirihluti landsmanna vilji að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila á Íslandi. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra ræddi aðgerðir stjórnvalda í þessum efnum í kvöldfréttum Stöðvar 2 en á dögunum var haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, að hann undrist seinagang sérstaks starfshóps forsætisráðherra um jarðarkaup útlendinga. „Eitt af því sem við eigum til dæmis aldrei að vera opin fyrir eru erlend yfirráð yfir stórum hluta Íslands. Ef erlent þjóðríki eða aðilar nátengdir þeim væru að falast eftir stórum landshlutum á Íslandi þyrftum við auðvitað að bregðast við,“ sagði Bjarni. „Til þess að geta undirbyggt alla umræðu um þessi efni miklu betur þá er ríkisstjórnin að vinna að því að kortleggja eignarhald á jörðum á Íslandi þannig að við getum kallað fram upplýsingar um stöðuna á hverjum tíma.“
Alþingi Jarðakaup útlendinga Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri. 30. júlí 2019 06:00 Víðtæk áhrif á Atlantshafslax af áformum Ratcliffes ólíkleg Formaður Landssambands veiðifélaga telur ekki ólíklegt að fyrirhugaðar framkvæmdir Jims Ratcliffe gætu haft jákvæð áhrif í þeim ám sem framkvæmdirnar snúa að. Hins vegar geri þær lítið fyrir stofninn í heild sinni. Sveitarstjórnarrráðherra undrast seinagang í stjórnsýslunni og vill lagafrumvarp í haust. 7. ágúst 2019 06:15 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Fleiri fréttir Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Sjá meira
Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30
Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri. 30. júlí 2019 06:00
Víðtæk áhrif á Atlantshafslax af áformum Ratcliffes ólíkleg Formaður Landssambands veiðifélaga telur ekki ólíklegt að fyrirhugaðar framkvæmdir Jims Ratcliffe gætu haft jákvæð áhrif í þeim ám sem framkvæmdirnar snúa að. Hins vegar geri þær lítið fyrir stofninn í heild sinni. Sveitarstjórnarrráðherra undrast seinagang í stjórnsýslunni og vill lagafrumvarp í haust. 7. ágúst 2019 06:15