Gætum lært af Hollendingum í baráttunni við stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. desember 2019 16:33 Alþjóðleg ráðstefna um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu hófst í Háskólanum í Reykjavík í morgun en fyrirlestradagskrá verður einnig í boði á morgun. Ráðstefnan hverfist um kynferðisglæpi gegn börnum á veraldarvefnum. Vísir/Stöð 2 Svala Ísfeld Ólafsdóttir, lektor í lagadeild við Háskólann í Reykjavík, segir að lögregluyfirvöld á Íslandi gætu lært ýmislegt af þeim hollensku sem hafa náð gífurlegum árangri í baráttunni gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum. Veraldarvefurinn sé án umdæma og þess vegna sé mikilvægt að löggæslulið heimsins vinni saman að því að hafa hendur í hári einstaklinga í myrkustu afkimum internetsins. Alþjóðleg ráðstefna um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu hófst í Háskólanum í Reykjavík í morgun en fyrirlestradagskrá verður einnig í boði á morgun. Ráðstefnan hverfist um kynferðisglæpi gegn börnum á veraldarvefnum. „Vegna þess að þetta er vettvangur sem verður sífellt öflugri, tækninni fleygir fram. Það er ótrúlega mikilvægt að koma einhverjum böndum á þetta og komast að því hvar við stöndum andspænis þessum vanda. Eins og veraldarvefurinn er til mikils gagns þá er hann líka mikill vágestur að þessu leyti. Þannig að við þurfum að skiptast á þekkingu, þekkingu á nýjustu tækni til að sporna gegn þessu, tækni til að skiptast á upplýsingum og efla samstarf á alþjóðavettvangi.“ Huldunetið er vettvangur sem er undir yfirborði hins skráða nets. Þar er hægt að vafra um án þess að skilja eftir sig slóð. Vandinn er sá að þar hefur grasserað glæpamarkaður þar sem alls kyns ólögleg starfsemi er ástunduð. Svala segir afar mikilvægt að löggæsluyfirvöld, um allan heim vakni, til vitundar um mikilvægi samvinnu þvert á landamæri því þannig starfi glæpasamtök einnig.„Veraldarvefurinn er án landamæra og umdæma. Öll jarðkúlan er undir og þess vegna er ótrúlega mikilvægt að lögreglulið heimsins vinni saman að því að reyna að hefta útbreiðslu þeirra einstaklinga sem beita börn ofbeldi með þessum hætti og til þess að hindra dreifingu á þessu efni sem er framleitt af þessu fólki.“ Það sé fyrst og fremst gert með miðlun þekkingar. „Hollendingar eru mjög framarlega í sínum í aðgerðum og rannsóknum á netglæpum gegn börnum og þetta er nokkuð sem er svo dýrmætt fyrir okkur að fá að hlusta á og læra af og nýta þessa þekkingu vegna þess að árangurinn sem þeir hafa náð er þannig að hann vekur eftirtekt.“ Lögreglan á Íslandi geti lært mikið af Hollendingum. „Við sjáum bara hvernig þeir hafa náð að komast inn á þennan neðansjávarvef þar sem menn skiptast á upplýsingum og kenna hver öðrum hvernig eigi að komast í efni með börnum og hvar þeir geti komið því á framfæri. Hollendingar hafa náð ótrúlegum árangri þar og það nýtist okkur svo sannarlega í okkar vinnu til að koma böndum yfir þessa einstaklinga og til að reyna að vinna að forvörnum til að koma í veg fyrir að fleiri börn verði misnotuð.“ Svala bætir við að einnig þurfi að hlúa að andlegri heilsu þeirra sem vinna í málaflokknum; lögreglu, lögfræðingum og dómurum en fyrirlestur Ólafs Arnar Bragasonar, sérfræðingur í réttarsálfræði fjallaði einmitt um leiðir til að hlúa að andlegri heilsu. „Þetta er heimur sem enginn vill þurfa að stíga inn í eða lifa í en þessi heimur er veruleiki og hann er staðreynd og verður ekki umflúinn. […] Hvert einasta barn sem hægt er að hjálpa og forða frá þessu, er til marks um mikinn árangur. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Svala Ísfeld Ólafsdóttir, lektor í lagadeild við Háskólann í Reykjavík, segir að lögregluyfirvöld á Íslandi gætu lært ýmislegt af þeim hollensku sem hafa náð gífurlegum árangri í baráttunni gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum. Veraldarvefurinn sé án umdæma og þess vegna sé mikilvægt að löggæslulið heimsins vinni saman að því að hafa hendur í hári einstaklinga í myrkustu afkimum internetsins. Alþjóðleg ráðstefna um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu hófst í Háskólanum í Reykjavík í morgun en fyrirlestradagskrá verður einnig í boði á morgun. Ráðstefnan hverfist um kynferðisglæpi gegn börnum á veraldarvefnum. „Vegna þess að þetta er vettvangur sem verður sífellt öflugri, tækninni fleygir fram. Það er ótrúlega mikilvægt að koma einhverjum böndum á þetta og komast að því hvar við stöndum andspænis þessum vanda. Eins og veraldarvefurinn er til mikils gagns þá er hann líka mikill vágestur að þessu leyti. Þannig að við þurfum að skiptast á þekkingu, þekkingu á nýjustu tækni til að sporna gegn þessu, tækni til að skiptast á upplýsingum og efla samstarf á alþjóðavettvangi.“ Huldunetið er vettvangur sem er undir yfirborði hins skráða nets. Þar er hægt að vafra um án þess að skilja eftir sig slóð. Vandinn er sá að þar hefur grasserað glæpamarkaður þar sem alls kyns ólögleg starfsemi er ástunduð. Svala segir afar mikilvægt að löggæsluyfirvöld, um allan heim vakni, til vitundar um mikilvægi samvinnu þvert á landamæri því þannig starfi glæpasamtök einnig.„Veraldarvefurinn er án landamæra og umdæma. Öll jarðkúlan er undir og þess vegna er ótrúlega mikilvægt að lögreglulið heimsins vinni saman að því að reyna að hefta útbreiðslu þeirra einstaklinga sem beita börn ofbeldi með þessum hætti og til þess að hindra dreifingu á þessu efni sem er framleitt af þessu fólki.“ Það sé fyrst og fremst gert með miðlun þekkingar. „Hollendingar eru mjög framarlega í sínum í aðgerðum og rannsóknum á netglæpum gegn börnum og þetta er nokkuð sem er svo dýrmætt fyrir okkur að fá að hlusta á og læra af og nýta þessa þekkingu vegna þess að árangurinn sem þeir hafa náð er þannig að hann vekur eftirtekt.“ Lögreglan á Íslandi geti lært mikið af Hollendingum. „Við sjáum bara hvernig þeir hafa náð að komast inn á þennan neðansjávarvef þar sem menn skiptast á upplýsingum og kenna hver öðrum hvernig eigi að komast í efni með börnum og hvar þeir geti komið því á framfæri. Hollendingar hafa náð ótrúlegum árangri þar og það nýtist okkur svo sannarlega í okkar vinnu til að koma böndum yfir þessa einstaklinga og til að reyna að vinna að forvörnum til að koma í veg fyrir að fleiri börn verði misnotuð.“ Svala bætir við að einnig þurfi að hlúa að andlegri heilsu þeirra sem vinna í málaflokknum; lögreglu, lögfræðingum og dómurum en fyrirlestur Ólafs Arnar Bragasonar, sérfræðingur í réttarsálfræði fjallaði einmitt um leiðir til að hlúa að andlegri heilsu. „Þetta er heimur sem enginn vill þurfa að stíga inn í eða lifa í en þessi heimur er veruleiki og hann er staðreynd og verður ekki umflúinn. […] Hvert einasta barn sem hægt er að hjálpa og forða frá þessu, er til marks um mikinn árangur.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira