Þingmenn takast áfram á um formennsku Bergþórs utan vinnutíma Eiður Þór Árnason skrifar 18. september 2019 22:00 Bergþór Ólason situr hér á milli Jóns Gunnarssonar og Vilhjálms Árnasonar á fundi nefndarinnar í dag. Vísir/vilhelm Talsverður styr hefur verið á Alþingi vegna kjörs Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, í formannssæti umhverfis- og samgöngunefndar í dag. Bergþór var kjörinn með tveimur atkvæðum Miðflokksins á meðan fulltrúar annarra flokka í nefndinni sátu hjá. Ljóst er að ekki öllum þingmönnum nægir að deila um pólitísk málefni á dagvinnutíma þar sem þónokkur umræða spratt upp á meðal þingmanna á Facebook í kvöld um það hver beri raunverulega ábyrgð á formannsskipan Bergþórs.Sjá einnig: Bergþór kjörinn formaður og iðrast enn hegðunar sinnar á Klaustur barnumHalla Signý Kristjánsdóttir, þingkona Framsóknar, minnir á það í Facebookfærslu að við upphaf kjörtímabilsins hafi ríkisstjórnarflokkarnir gert samkomulag við stjórnarandstöðuna um skiptingu embætta í nefndum þingsins. Af þeim sökum eigi minnihlutinn að skipa formann í þrjár nefndir þingsins, sem hún segir „ekki flókið enda hafa þau yfir að ráða ágætisfólki svona að mestu.“ „Bergþór komst þannig inn sem formaður mótakvæðalaust af hálfu minnihlutans,“ segir Halla jafnframt og vísar þá væntanlega til ábyrgðar stjórnarandstöðuflokkanna í málinu sem hafa verið einna gagnrýnastir á skipun Bergþórs, að Miðflokknum undanskildum.„Þið eruð með meirihluta og berið því ábyrgð“ Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, tekur ekki undir þessa greiningu og bendir á að erfitt hefði verið fyrir hina fulltrúa minnihlutans í nefndinni að koma að öðrum fulltrúa í formannsstólinn án stuðnings meirihlutans. „Halla mín, meirihlutinn hefur fimm atkvæði, Miðflokkur tvö, Samfylking eitt og Viðreisn eitt. Hvernig í veröldinni áttu flokkarnir tveir að koma að öðrum formanni? Við reyndum það í vetur en þið, þar á meðal fulltrúi Framsóknar greiddi hins vegar atkvæði með tillögu miðflokks. Þið eruð með meirihluta og berið því ábyrgð.“ Fleiri fulltrúar minnihlutans taka undir með Helgu Völu og eru ósáttir með orð Höllu.Fordæmdu kjör Bergþórs í bókunum sínum „Er hægt að fela sig bak við þetta samkomulag í öllum tilfellum? Er það bara hin eilífa afsökun?“ ritar Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, sem fordæmdi kjör Bergþórs í bókun sinni líkt og fulltrúi Viðreisnar og einn fulltrúi Vinstri grænna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaþingkona Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, fer jafnframt hörðum orðum um ummælin. „Halla Signý, að reyna að klína formennsku Bergþórs á minnihlutann eftir allt sem á undan er gengið er alger lágkúra. Talaðu við fólkið þitt. Dragðu í land núna áður en við förum öll með tölu að tala eins og okkur lystir.“Hér má sjá Facebook færslu Höllu Signýjar í heild sinni. Alþingi Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Tengdar fréttir Bergþór kjörinn formaður með tveimur Miðflokksatkvæðum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins var nú fyrir skömmu kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar á fundi nefndarinnar sem hófst klukkan þrjú. 18. september 2019 15:41 Bergþór kjörinn formaður og iðrast enn hegðunar sinnar á Klaustur barnum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segist hafa reynt að læra af klaustursmálinu og takist vonandi að breyta sér og bæta. Hann var kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar í dag með atkvæðum Miðflokksins en fulltrúar annarra flokka sátu hjá. 18. september 2019 19:30 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Talsverður styr hefur verið á Alþingi vegna kjörs Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, í formannssæti umhverfis- og samgöngunefndar í dag. Bergþór var kjörinn með tveimur atkvæðum Miðflokksins á meðan fulltrúar annarra flokka í nefndinni sátu hjá. Ljóst er að ekki öllum þingmönnum nægir að deila um pólitísk málefni á dagvinnutíma þar sem þónokkur umræða spratt upp á meðal þingmanna á Facebook í kvöld um það hver beri raunverulega ábyrgð á formannsskipan Bergþórs.Sjá einnig: Bergþór kjörinn formaður og iðrast enn hegðunar sinnar á Klaustur barnumHalla Signý Kristjánsdóttir, þingkona Framsóknar, minnir á það í Facebookfærslu að við upphaf kjörtímabilsins hafi ríkisstjórnarflokkarnir gert samkomulag við stjórnarandstöðuna um skiptingu embætta í nefndum þingsins. Af þeim sökum eigi minnihlutinn að skipa formann í þrjár nefndir þingsins, sem hún segir „ekki flókið enda hafa þau yfir að ráða ágætisfólki svona að mestu.“ „Bergþór komst þannig inn sem formaður mótakvæðalaust af hálfu minnihlutans,“ segir Halla jafnframt og vísar þá væntanlega til ábyrgðar stjórnarandstöðuflokkanna í málinu sem hafa verið einna gagnrýnastir á skipun Bergþórs, að Miðflokknum undanskildum.„Þið eruð með meirihluta og berið því ábyrgð“ Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, tekur ekki undir þessa greiningu og bendir á að erfitt hefði verið fyrir hina fulltrúa minnihlutans í nefndinni að koma að öðrum fulltrúa í formannsstólinn án stuðnings meirihlutans. „Halla mín, meirihlutinn hefur fimm atkvæði, Miðflokkur tvö, Samfylking eitt og Viðreisn eitt. Hvernig í veröldinni áttu flokkarnir tveir að koma að öðrum formanni? Við reyndum það í vetur en þið, þar á meðal fulltrúi Framsóknar greiddi hins vegar atkvæði með tillögu miðflokks. Þið eruð með meirihluta og berið því ábyrgð.“ Fleiri fulltrúar minnihlutans taka undir með Helgu Völu og eru ósáttir með orð Höllu.Fordæmdu kjör Bergþórs í bókunum sínum „Er hægt að fela sig bak við þetta samkomulag í öllum tilfellum? Er það bara hin eilífa afsökun?“ ritar Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, sem fordæmdi kjör Bergþórs í bókun sinni líkt og fulltrúi Viðreisnar og einn fulltrúi Vinstri grænna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaþingkona Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, fer jafnframt hörðum orðum um ummælin. „Halla Signý, að reyna að klína formennsku Bergþórs á minnihlutann eftir allt sem á undan er gengið er alger lágkúra. Talaðu við fólkið þitt. Dragðu í land núna áður en við förum öll með tölu að tala eins og okkur lystir.“Hér má sjá Facebook færslu Höllu Signýjar í heild sinni.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Tengdar fréttir Bergþór kjörinn formaður með tveimur Miðflokksatkvæðum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins var nú fyrir skömmu kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar á fundi nefndarinnar sem hófst klukkan þrjú. 18. september 2019 15:41 Bergþór kjörinn formaður og iðrast enn hegðunar sinnar á Klaustur barnum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segist hafa reynt að læra af klaustursmálinu og takist vonandi að breyta sér og bæta. Hann var kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar í dag með atkvæðum Miðflokksins en fulltrúar annarra flokka sátu hjá. 18. september 2019 19:30 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Bergþór kjörinn formaður með tveimur Miðflokksatkvæðum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins var nú fyrir skömmu kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar á fundi nefndarinnar sem hófst klukkan þrjú. 18. september 2019 15:41
Bergþór kjörinn formaður og iðrast enn hegðunar sinnar á Klaustur barnum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segist hafa reynt að læra af klaustursmálinu og takist vonandi að breyta sér og bæta. Hann var kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar í dag með atkvæðum Miðflokksins en fulltrúar annarra flokka sátu hjá. 18. september 2019 19:30