„Verkfallsvopnið, það bítur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2019 19:50 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að verkfall sem félagsmenn Eflingar og VR fóru í í síðustu viku og boðuð verkföll sem áttu að hefjast á miðnætti hafi gert það að verkum að nú sé kominn umræðugrundvöllur við Samtök atvinnulífsins sem lokið geti með gerð kjarasamnings.Greint var frá því í beinni útsendingu á kvöldfréttum Stöðvar 2 að boðuðu tveggja sólarhringa löngu verkfalli 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. Formaður VR og framkvæmdastjóri SA sögðu báðir í fréttum Stöðvar 2 að til staðar væri grunnur sem hægt væri að byggja á. Fundað yrði stíft næstu daga með það að markmiði að ná samningum um helgina. Í samtali við Vísi segir Sólveig Anna að hún telji að verkfallsvopnið hafi leikið lykilhlutverk. „Að mínu mati, það sem gerir það að verkum að við erum kominn á þennan stað er náttúrulega það að verkfallsvopnið, það bítur. Það hefur ekki farið á milli mála hjá atvinnurekendum og samfélaginu öllu að það er mikill baráttuhugur í Eflingarfólkinu,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að hvorki hún né félagsmenn Eflingar beiti verkföllum fyrir sig af léttúð eða gamansemi heldur sé markmiðið einfaldlega að bæta kjör félagsmanna Eflingar. „Heldur vegna þess að einmitt aðstæður fólksins sem að við erum að berjast fyrir og fólksins sem hefur ákveðið að taka mikla og markvissa þátt í eigin baráttu hefur bara það slök kjör og býr bara við það erfiðar aðstæður að þetta er niðurstaðan að við erum tilbúin að beita verkfallsvopninu og það bítur. Það er augljóst.“ Deiluaðilar hafa verið boðaðar til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun og reiknar Sólveig Anna með að fundað verði stíft næstu daga. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að verkfall sem félagsmenn Eflingar og VR fóru í í síðustu viku og boðuð verkföll sem áttu að hefjast á miðnætti hafi gert það að verkum að nú sé kominn umræðugrundvöllur við Samtök atvinnulífsins sem lokið geti með gerð kjarasamnings.Greint var frá því í beinni útsendingu á kvöldfréttum Stöðvar 2 að boðuðu tveggja sólarhringa löngu verkfalli 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. Formaður VR og framkvæmdastjóri SA sögðu báðir í fréttum Stöðvar 2 að til staðar væri grunnur sem hægt væri að byggja á. Fundað yrði stíft næstu daga með það að markmiði að ná samningum um helgina. Í samtali við Vísi segir Sólveig Anna að hún telji að verkfallsvopnið hafi leikið lykilhlutverk. „Að mínu mati, það sem gerir það að verkum að við erum kominn á þennan stað er náttúrulega það að verkfallsvopnið, það bítur. Það hefur ekki farið á milli mála hjá atvinnurekendum og samfélaginu öllu að það er mikill baráttuhugur í Eflingarfólkinu,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að hvorki hún né félagsmenn Eflingar beiti verkföllum fyrir sig af léttúð eða gamansemi heldur sé markmiðið einfaldlega að bæta kjör félagsmanna Eflingar. „Heldur vegna þess að einmitt aðstæður fólksins sem að við erum að berjast fyrir og fólksins sem hefur ákveðið að taka mikla og markvissa þátt í eigin baráttu hefur bara það slök kjör og býr bara við það erfiðar aðstæður að þetta er niðurstaðan að við erum tilbúin að beita verkfallsvopninu og það bítur. Það er augljóst.“ Deiluaðilar hafa verið boðaðar til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun og reiknar Sólveig Anna með að fundað verði stíft næstu daga.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45