Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kristján Már Unnarsson skrifar 27. mars 2019 21:30 Húnavallaleið styttir leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar um 14 kílómetra. Grafík/Google Earth/Tótla. Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun en undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. Ráðamenn á Blönduósi leggjast hins vegar eindregið gegn málinu, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2. Áhugamenn um Húnavallaleið segja þessa fjórtán kílómetra styttingu eina arðsömustu vegagerð sem ráðast megi í hérlendis. Þeir hafa sent erindi til Alþingis í nafni Samgöngufélagsins og undirskriftasöfnun lýkur þann 1. apríl. Á Blönduósi er andstaða gegn styttingu hringvegarins framhjá bænum.Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar.Stöð 2/Einar Árnason. „Ég hef nú sagt að þetta er rangur misskilningur að mörgu leyti. Af því að ef þjóðvegurinn ætti að vera bara stysta leið frá A til B þá væri hann ekkert að standa undir nafni. Auðvitað er þjóðvegur að fara fyrir alla landsmenn svona í gegnum helstu þéttbýliskjarna. Og hann hefur verið hérna frá fornu fari,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar. Ætla mætti að einhverjum íbúum þætti kannski gott að losna við umferðarþungann, eins og þeim á Heilbrigðisstofnuninni, sem er við Blöndubrú við hliðina á veginum. Væri þá ekki betra að færa þjóðveginn út í sveit? „Nei, við skulum ekki færa hann. Þá verðum við svolítið afskipt sko. Þá náttúrulega líka missum við störf. Hér er þjónusta, þjónustustörf,“ segir Ásdís Arinbjörnsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á Blönduósi.Ásdís Arinbjörnsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.„Ég held að það sé nú sjálfkrafa komin ný lausn á þessu með nýjum Þverárfjallsvegi yfir til Sauðárkróks og þaðan mögulega með gangnagerð yfir til Eyjafjarðarsvæðis. Tengja saman Eyjafjarðarsvæðið og Skagafjörðinn og með betri tengingu hérna á milli Blönduóss og Skagafjarðar. Þá dettur þessi umræða um sjálft sig,“ segir Valdimar sveitarstjóri. Jónas Guðmundsson, forsvarsmaður Samgöngufélagsins, hefur sagt slík göng ekki raunhæf vegna óheyrilegs kostnaðar og fjarlægan draum sem ekki eigi erindi í umræðu dagsins. Hann telur árlegan sparnað samfélagsins með Húnavallaleið ekki undir 500 milljónum króna. Frá Blönduósi. Íbúar óttast að störf tapist verði hringvegurinn lagður framhjá bænum.Stöð 2/Einar Árnason.Aðrir hagsmunir eru á Blönduósi. „Ef þjóðvegurinn færi ekki hér í gegn þá myndi fólk ekki koma hér í sund eða koma við á veitingastöðunum eða í búðinni. Það skiptir máli fyrir svona samfélag að hafa þjóðbraut hér í gegn, sko,“ segir Ásdís. „Þannig að: Nei, við viljum ekki færa hann,“ segir hún og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Blönduós Húnavatnshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Hætt við styttingu hringvegar Innanríkisráðherra hefur fallist á sjónarmið sveitarfélaga sem lagst hafa gegn hugmyndum um styttingu hringvegarins. Blönduós og Varmahlíð verða áfram við hringveginn. Vegamálastjóri sendi bréf í vikunni. 19. apríl 2012 11:00 Blönduóssbúar gegn styttingu hringvegar Eindregin andstaða kom fram á íbúafundi á Blönduósi í gærkvöldi gegn ósk Vegagerðarinnar um að stytta hringveginn framhjá bænum. Bæjarstjórnin tekur málið fyrir í næstu viku en ljóst þykir að enginn bæjarfulltrúi styður málið. 3. febrúar 2010 12:06 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun en undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. Ráðamenn á Blönduósi leggjast hins vegar eindregið gegn málinu, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2. Áhugamenn um Húnavallaleið segja þessa fjórtán kílómetra styttingu eina arðsömustu vegagerð sem ráðast megi í hérlendis. Þeir hafa sent erindi til Alþingis í nafni Samgöngufélagsins og undirskriftasöfnun lýkur þann 1. apríl. Á Blönduósi er andstaða gegn styttingu hringvegarins framhjá bænum.Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar.Stöð 2/Einar Árnason. „Ég hef nú sagt að þetta er rangur misskilningur að mörgu leyti. Af því að ef þjóðvegurinn ætti að vera bara stysta leið frá A til B þá væri hann ekkert að standa undir nafni. Auðvitað er þjóðvegur að fara fyrir alla landsmenn svona í gegnum helstu þéttbýliskjarna. Og hann hefur verið hérna frá fornu fari,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar. Ætla mætti að einhverjum íbúum þætti kannski gott að losna við umferðarþungann, eins og þeim á Heilbrigðisstofnuninni, sem er við Blöndubrú við hliðina á veginum. Væri þá ekki betra að færa þjóðveginn út í sveit? „Nei, við skulum ekki færa hann. Þá verðum við svolítið afskipt sko. Þá náttúrulega líka missum við störf. Hér er þjónusta, þjónustustörf,“ segir Ásdís Arinbjörnsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á Blönduósi.Ásdís Arinbjörnsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.„Ég held að það sé nú sjálfkrafa komin ný lausn á þessu með nýjum Þverárfjallsvegi yfir til Sauðárkróks og þaðan mögulega með gangnagerð yfir til Eyjafjarðarsvæðis. Tengja saman Eyjafjarðarsvæðið og Skagafjörðinn og með betri tengingu hérna á milli Blönduóss og Skagafjarðar. Þá dettur þessi umræða um sjálft sig,“ segir Valdimar sveitarstjóri. Jónas Guðmundsson, forsvarsmaður Samgöngufélagsins, hefur sagt slík göng ekki raunhæf vegna óheyrilegs kostnaðar og fjarlægan draum sem ekki eigi erindi í umræðu dagsins. Hann telur árlegan sparnað samfélagsins með Húnavallaleið ekki undir 500 milljónum króna. Frá Blönduósi. Íbúar óttast að störf tapist verði hringvegurinn lagður framhjá bænum.Stöð 2/Einar Árnason.Aðrir hagsmunir eru á Blönduósi. „Ef þjóðvegurinn færi ekki hér í gegn þá myndi fólk ekki koma hér í sund eða koma við á veitingastöðunum eða í búðinni. Það skiptir máli fyrir svona samfélag að hafa þjóðbraut hér í gegn, sko,“ segir Ásdís. „Þannig að: Nei, við viljum ekki færa hann,“ segir hún og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Blönduós Húnavatnshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Hætt við styttingu hringvegar Innanríkisráðherra hefur fallist á sjónarmið sveitarfélaga sem lagst hafa gegn hugmyndum um styttingu hringvegarins. Blönduós og Varmahlíð verða áfram við hringveginn. Vegamálastjóri sendi bréf í vikunni. 19. apríl 2012 11:00 Blönduóssbúar gegn styttingu hringvegar Eindregin andstaða kom fram á íbúafundi á Blönduósi í gærkvöldi gegn ósk Vegagerðarinnar um að stytta hringveginn framhjá bænum. Bæjarstjórnin tekur málið fyrir í næstu viku en ljóst þykir að enginn bæjarfulltrúi styður málið. 3. febrúar 2010 12:06 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Hætt við styttingu hringvegar Innanríkisráðherra hefur fallist á sjónarmið sveitarfélaga sem lagst hafa gegn hugmyndum um styttingu hringvegarins. Blönduós og Varmahlíð verða áfram við hringveginn. Vegamálastjóri sendi bréf í vikunni. 19. apríl 2012 11:00
Blönduóssbúar gegn styttingu hringvegar Eindregin andstaða kom fram á íbúafundi á Blönduósi í gærkvöldi gegn ósk Vegagerðarinnar um að stytta hringveginn framhjá bænum. Bæjarstjórnin tekur málið fyrir í næstu viku en ljóst þykir að enginn bæjarfulltrúi styður málið. 3. febrúar 2010 12:06