Segir börnin sýna einkenni áfallastreituröskunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júlí 2019 12:30 Zainab með móður sinni Shahnaz og Amir yngri bróður sínum. Vísir/Arnar Lögmaður tveggja afganskra fjölskyldna sem vísa átti úr landi til Grikklands mun skila inn þriðju endurupptökubeiðninni í máli annarrar fjölskyldunnar í dag. Beiðnin er byggð á því að andlegri heilsu barnanna, Zainab og Amar Safari, hafi hrakað verulega. Þá segir lögmaðurinn að börnin úr báðum fjölskyldum eigi það sameiginlegt að sýna merki áfallastreituröskunar. Annars vegar er um að ræða Sarwari-feðgana, föðurinn Asadullah og syni hans, en brottvísun þeirra var frestað á sunnudag vegna mikils kvíða annars drengsins. Fyrir liggur endurupptökubeiðni í máli þeirra frá 1. júlí sem byggir á breyttum heilsufarsástæðum barnanna. Von er á nýju vottorði í málinu í dag. Hins vegar er um að ræða Safari-fjölskylduna, Zainab, nemanda við Hagaskóla, bróður hennar Amir og móður hennar, Shanhaz. Lögð verður fram endurupptökubeiðni í máli þeirra, þá þriðju síðan þau komu hingað til lands, í dag. Beiðnin er einnig byggð á því að heilsu barnanna hafi hrakað verulega en Safari-systkinin fóru bæði til geðlæknis í gær. Magnús Davíð Norðdahl lögmaður fjölskyldnanna segir öll börnin þjást af mikilli vanlíðan. „Það sem er sammerkt hjá öllum þessum börnum er að þau þjást af kvíða og þunglyndi. Það eru til staðar einkenni áfallastreituröskunar og þeim líður öllum alveg gríðarlega illa í þessum aðstæðum.“Feðgarnir Ali, Asadullah og Madhi Sarwari.VÍSIR/BALDURMagnús bendir jafnframt á að í ágúst verður liðið eitt ár frá því að Sarwari-feðgarnir komu hingað til lands og september markar ár frá komu Safari-fjölskyldunnar. „Þetta eru börn sem hafa náð að skjóta hér rótum, mynda hér sterk tengsl við aðra sem hér búa og það er auðvitað þyngra en tárum taki að þessi börn þurfi að búa við þessa óvissu og þá tilhugsun að verða mögulega flutt úr landi úr þessum aðstæðum sem þau hafa kynnst hér. Þeim líður vel hér.“ Magnús leyfir sér að vera bjartsýnn á að fallist verði á endurupptöku, með hliðsjón af því hversu alvarleg veikindi barnanna eru. Hann segir að afgreiðsla beiðnanna gæti tekið einhverjar vikur en ekki sé ljóst hvort fjölskyldurnar fái að vera hér á landi á meðan beðið er eftir niðurstöðu. „Á þessu stigi, akkúrat núna, er bara ekkert öruggt hvað það varðar.“ Hælisleitendur Tengdar fréttir Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39 Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09 Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Lögmaður tveggja afganskra fjölskyldna sem vísa átti úr landi til Grikklands mun skila inn þriðju endurupptökubeiðninni í máli annarrar fjölskyldunnar í dag. Beiðnin er byggð á því að andlegri heilsu barnanna, Zainab og Amar Safari, hafi hrakað verulega. Þá segir lögmaðurinn að börnin úr báðum fjölskyldum eigi það sameiginlegt að sýna merki áfallastreituröskunar. Annars vegar er um að ræða Sarwari-feðgana, föðurinn Asadullah og syni hans, en brottvísun þeirra var frestað á sunnudag vegna mikils kvíða annars drengsins. Fyrir liggur endurupptökubeiðni í máli þeirra frá 1. júlí sem byggir á breyttum heilsufarsástæðum barnanna. Von er á nýju vottorði í málinu í dag. Hins vegar er um að ræða Safari-fjölskylduna, Zainab, nemanda við Hagaskóla, bróður hennar Amir og móður hennar, Shanhaz. Lögð verður fram endurupptökubeiðni í máli þeirra, þá þriðju síðan þau komu hingað til lands, í dag. Beiðnin er einnig byggð á því að heilsu barnanna hafi hrakað verulega en Safari-systkinin fóru bæði til geðlæknis í gær. Magnús Davíð Norðdahl lögmaður fjölskyldnanna segir öll börnin þjást af mikilli vanlíðan. „Það sem er sammerkt hjá öllum þessum börnum er að þau þjást af kvíða og þunglyndi. Það eru til staðar einkenni áfallastreituröskunar og þeim líður öllum alveg gríðarlega illa í þessum aðstæðum.“Feðgarnir Ali, Asadullah og Madhi Sarwari.VÍSIR/BALDURMagnús bendir jafnframt á að í ágúst verður liðið eitt ár frá því að Sarwari-feðgarnir komu hingað til lands og september markar ár frá komu Safari-fjölskyldunnar. „Þetta eru börn sem hafa náð að skjóta hér rótum, mynda hér sterk tengsl við aðra sem hér búa og það er auðvitað þyngra en tárum taki að þessi börn þurfi að búa við þessa óvissu og þá tilhugsun að verða mögulega flutt úr landi úr þessum aðstæðum sem þau hafa kynnst hér. Þeim líður vel hér.“ Magnús leyfir sér að vera bjartsýnn á að fallist verði á endurupptöku, með hliðsjón af því hversu alvarleg veikindi barnanna eru. Hann segir að afgreiðsla beiðnanna gæti tekið einhverjar vikur en ekki sé ljóst hvort fjölskyldurnar fái að vera hér á landi á meðan beðið er eftir niðurstöðu. „Á þessu stigi, akkúrat núna, er bara ekkert öruggt hvað það varðar.“
Hælisleitendur Tengdar fréttir Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39 Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09 Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39
Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09
Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent