Segir börnin sýna einkenni áfallastreituröskunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júlí 2019 12:30 Zainab með móður sinni Shahnaz og Amir yngri bróður sínum. Vísir/Arnar Lögmaður tveggja afganskra fjölskyldna sem vísa átti úr landi til Grikklands mun skila inn þriðju endurupptökubeiðninni í máli annarrar fjölskyldunnar í dag. Beiðnin er byggð á því að andlegri heilsu barnanna, Zainab og Amar Safari, hafi hrakað verulega. Þá segir lögmaðurinn að börnin úr báðum fjölskyldum eigi það sameiginlegt að sýna merki áfallastreituröskunar. Annars vegar er um að ræða Sarwari-feðgana, föðurinn Asadullah og syni hans, en brottvísun þeirra var frestað á sunnudag vegna mikils kvíða annars drengsins. Fyrir liggur endurupptökubeiðni í máli þeirra frá 1. júlí sem byggir á breyttum heilsufarsástæðum barnanna. Von er á nýju vottorði í málinu í dag. Hins vegar er um að ræða Safari-fjölskylduna, Zainab, nemanda við Hagaskóla, bróður hennar Amir og móður hennar, Shanhaz. Lögð verður fram endurupptökubeiðni í máli þeirra, þá þriðju síðan þau komu hingað til lands, í dag. Beiðnin er einnig byggð á því að heilsu barnanna hafi hrakað verulega en Safari-systkinin fóru bæði til geðlæknis í gær. Magnús Davíð Norðdahl lögmaður fjölskyldnanna segir öll börnin þjást af mikilli vanlíðan. „Það sem er sammerkt hjá öllum þessum börnum er að þau þjást af kvíða og þunglyndi. Það eru til staðar einkenni áfallastreituröskunar og þeim líður öllum alveg gríðarlega illa í þessum aðstæðum.“Feðgarnir Ali, Asadullah og Madhi Sarwari.VÍSIR/BALDURMagnús bendir jafnframt á að í ágúst verður liðið eitt ár frá því að Sarwari-feðgarnir komu hingað til lands og september markar ár frá komu Safari-fjölskyldunnar. „Þetta eru börn sem hafa náð að skjóta hér rótum, mynda hér sterk tengsl við aðra sem hér búa og það er auðvitað þyngra en tárum taki að þessi börn þurfi að búa við þessa óvissu og þá tilhugsun að verða mögulega flutt úr landi úr þessum aðstæðum sem þau hafa kynnst hér. Þeim líður vel hér.“ Magnús leyfir sér að vera bjartsýnn á að fallist verði á endurupptöku, með hliðsjón af því hversu alvarleg veikindi barnanna eru. Hann segir að afgreiðsla beiðnanna gæti tekið einhverjar vikur en ekki sé ljóst hvort fjölskyldurnar fái að vera hér á landi á meðan beðið er eftir niðurstöðu. „Á þessu stigi, akkúrat núna, er bara ekkert öruggt hvað það varðar.“ Hælisleitendur Tengdar fréttir Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39 Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09 Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Lögmaður tveggja afganskra fjölskyldna sem vísa átti úr landi til Grikklands mun skila inn þriðju endurupptökubeiðninni í máli annarrar fjölskyldunnar í dag. Beiðnin er byggð á því að andlegri heilsu barnanna, Zainab og Amar Safari, hafi hrakað verulega. Þá segir lögmaðurinn að börnin úr báðum fjölskyldum eigi það sameiginlegt að sýna merki áfallastreituröskunar. Annars vegar er um að ræða Sarwari-feðgana, föðurinn Asadullah og syni hans, en brottvísun þeirra var frestað á sunnudag vegna mikils kvíða annars drengsins. Fyrir liggur endurupptökubeiðni í máli þeirra frá 1. júlí sem byggir á breyttum heilsufarsástæðum barnanna. Von er á nýju vottorði í málinu í dag. Hins vegar er um að ræða Safari-fjölskylduna, Zainab, nemanda við Hagaskóla, bróður hennar Amir og móður hennar, Shanhaz. Lögð verður fram endurupptökubeiðni í máli þeirra, þá þriðju síðan þau komu hingað til lands, í dag. Beiðnin er einnig byggð á því að heilsu barnanna hafi hrakað verulega en Safari-systkinin fóru bæði til geðlæknis í gær. Magnús Davíð Norðdahl lögmaður fjölskyldnanna segir öll börnin þjást af mikilli vanlíðan. „Það sem er sammerkt hjá öllum þessum börnum er að þau þjást af kvíða og þunglyndi. Það eru til staðar einkenni áfallastreituröskunar og þeim líður öllum alveg gríðarlega illa í þessum aðstæðum.“Feðgarnir Ali, Asadullah og Madhi Sarwari.VÍSIR/BALDURMagnús bendir jafnframt á að í ágúst verður liðið eitt ár frá því að Sarwari-feðgarnir komu hingað til lands og september markar ár frá komu Safari-fjölskyldunnar. „Þetta eru börn sem hafa náð að skjóta hér rótum, mynda hér sterk tengsl við aðra sem hér búa og það er auðvitað þyngra en tárum taki að þessi börn þurfi að búa við þessa óvissu og þá tilhugsun að verða mögulega flutt úr landi úr þessum aðstæðum sem þau hafa kynnst hér. Þeim líður vel hér.“ Magnús leyfir sér að vera bjartsýnn á að fallist verði á endurupptöku, með hliðsjón af því hversu alvarleg veikindi barnanna eru. Hann segir að afgreiðsla beiðnanna gæti tekið einhverjar vikur en ekki sé ljóst hvort fjölskyldurnar fái að vera hér á landi á meðan beðið er eftir niðurstöðu. „Á þessu stigi, akkúrat núna, er bara ekkert öruggt hvað það varðar.“
Hælisleitendur Tengdar fréttir Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39 Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09 Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis. 4. júlí 2019 13:39
Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09
Vill að allsherjarnefnd fundi tafarlaust vegna brottvísana en er ekki bjartsýnn Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata óskaði eftir því nú síðdegis að allsherjar- og menntamálanefnd fundi hið fyrsta um málefni barna sem sem senda á úr landi til Grikklands og Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. 4. júlí 2019 17:16
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu