Skráning Vatnajökulsþjóðgarðs sögð stórt skref í náttúruvernd Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2019 19:30 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, er hæstánægður með skráningu Vatnajökulsþjóðgarðs hjá UNESCO. Vísir/Stöð 2 Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunnar Sameinuðu Þjóðanna. Umhverfisráðherra segir skráninguna stórt skref í náttúruvernd á Íslandi og í sögu lýðveldis. Ákvörðunin var tekin á fundi heimsminjanefndar UNESCO í Bakú í Aserbaídsjan í dag á grundvelli þess að þjóðgarðurinn hafi að geyma einstakar náttúruminjar. Þar með er staðfest að náttúra þjóðgarðsins og friðlandsins í Lónsöræfum teljist hafa einstakt gildi fyrir mannkynið. Vatnajökulsþjóðgarður er þriðji staðurinn á Íslandi sem kemst á skránna en þar eru einnig Þingvellir og Surtsey. Umhverfisráðherra átti erfitt með að leyna ánægju sinni yfir viðurkenningunni í dag enda að hans sögn um stórfrétt að ræða. „Þetta eru stórfréttir. Þetta er risa stórt skref í náttúruvernd á Íslandi og ég vil meina í sögu lýðveldis líka. Því þarna er verið að viðurkenna að náttúra svæðisins, stjórn þjóðgarðsins og allt utanumhald er þess virði að það er einstakt á heimsvísu og mikilvægt fyrir allt mannkynið,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.Frá Jökulsárlóni við sporð Breiðamerkurjökuls, einum skriðjökla Vatnajökuls.Vísir/Vilhelm.Hvað þýðir að vera á þessari heimsminjaskrá? „Það þýðir að svæðið er nú talið meðal þeirra heimsminja sem eru einstakar á heimsvísu og er kannski stærsta viðurkenning sem menningarminjar eða náttúruminjar geta fengið,“ sagði Guðmundur Ingi. Því er um að ræða viðurkenningu sem margir leitast efir. Vatnajökulsþjóðgarður inniheldur því samblöndu af náttúrufyrirbærum sem eru einstök á heimsvísu og finnast ekki annars staðar. „Og skapa líka mikil tækifæri til markaðssetningar því hvernig er það þegar við sjálf erum að ferðast erlendis og sjáum svæði sem eru á heimsminjaskrá. Það er akkúrat það að þar er eitthvað aðdráttarafl og segull sem segir okkur að þarna er eitthvað merkilegt að finna. Þannig að það er gríðarlegur fjölbreytileiki þarna og þetta er mikill gleðidagur á Íslandi. Ég er syngjandi og hoppandi kátur og til hamingju öll,“ sagði Guðmundur Ingi. Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 5. júlí 2019 12:00 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira
Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunnar Sameinuðu Þjóðanna. Umhverfisráðherra segir skráninguna stórt skref í náttúruvernd á Íslandi og í sögu lýðveldis. Ákvörðunin var tekin á fundi heimsminjanefndar UNESCO í Bakú í Aserbaídsjan í dag á grundvelli þess að þjóðgarðurinn hafi að geyma einstakar náttúruminjar. Þar með er staðfest að náttúra þjóðgarðsins og friðlandsins í Lónsöræfum teljist hafa einstakt gildi fyrir mannkynið. Vatnajökulsþjóðgarður er þriðji staðurinn á Íslandi sem kemst á skránna en þar eru einnig Þingvellir og Surtsey. Umhverfisráðherra átti erfitt með að leyna ánægju sinni yfir viðurkenningunni í dag enda að hans sögn um stórfrétt að ræða. „Þetta eru stórfréttir. Þetta er risa stórt skref í náttúruvernd á Íslandi og ég vil meina í sögu lýðveldis líka. Því þarna er verið að viðurkenna að náttúra svæðisins, stjórn þjóðgarðsins og allt utanumhald er þess virði að það er einstakt á heimsvísu og mikilvægt fyrir allt mannkynið,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.Frá Jökulsárlóni við sporð Breiðamerkurjökuls, einum skriðjökla Vatnajökuls.Vísir/Vilhelm.Hvað þýðir að vera á þessari heimsminjaskrá? „Það þýðir að svæðið er nú talið meðal þeirra heimsminja sem eru einstakar á heimsvísu og er kannski stærsta viðurkenning sem menningarminjar eða náttúruminjar geta fengið,“ sagði Guðmundur Ingi. Því er um að ræða viðurkenningu sem margir leitast efir. Vatnajökulsþjóðgarður inniheldur því samblöndu af náttúrufyrirbærum sem eru einstök á heimsvísu og finnast ekki annars staðar. „Og skapa líka mikil tækifæri til markaðssetningar því hvernig er það þegar við sjálf erum að ferðast erlendis og sjáum svæði sem eru á heimsminjaskrá. Það er akkúrat það að þar er eitthvað aðdráttarafl og segull sem segir okkur að þarna er eitthvað merkilegt að finna. Þannig að það er gríðarlegur fjölbreytileiki þarna og þetta er mikill gleðidagur á Íslandi. Ég er syngjandi og hoppandi kátur og til hamingju öll,“ sagði Guðmundur Ingi.
Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 5. júlí 2019 12:00 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira
Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 5. júlí 2019 12:00