Skráning Vatnajökulsþjóðgarðs sögð stórt skref í náttúruvernd Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2019 19:30 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, er hæstánægður með skráningu Vatnajökulsþjóðgarðs hjá UNESCO. Vísir/Stöð 2 Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunnar Sameinuðu Þjóðanna. Umhverfisráðherra segir skráninguna stórt skref í náttúruvernd á Íslandi og í sögu lýðveldis. Ákvörðunin var tekin á fundi heimsminjanefndar UNESCO í Bakú í Aserbaídsjan í dag á grundvelli þess að þjóðgarðurinn hafi að geyma einstakar náttúruminjar. Þar með er staðfest að náttúra þjóðgarðsins og friðlandsins í Lónsöræfum teljist hafa einstakt gildi fyrir mannkynið. Vatnajökulsþjóðgarður er þriðji staðurinn á Íslandi sem kemst á skránna en þar eru einnig Þingvellir og Surtsey. Umhverfisráðherra átti erfitt með að leyna ánægju sinni yfir viðurkenningunni í dag enda að hans sögn um stórfrétt að ræða. „Þetta eru stórfréttir. Þetta er risa stórt skref í náttúruvernd á Íslandi og ég vil meina í sögu lýðveldis líka. Því þarna er verið að viðurkenna að náttúra svæðisins, stjórn þjóðgarðsins og allt utanumhald er þess virði að það er einstakt á heimsvísu og mikilvægt fyrir allt mannkynið,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.Frá Jökulsárlóni við sporð Breiðamerkurjökuls, einum skriðjökla Vatnajökuls.Vísir/Vilhelm.Hvað þýðir að vera á þessari heimsminjaskrá? „Það þýðir að svæðið er nú talið meðal þeirra heimsminja sem eru einstakar á heimsvísu og er kannski stærsta viðurkenning sem menningarminjar eða náttúruminjar geta fengið,“ sagði Guðmundur Ingi. Því er um að ræða viðurkenningu sem margir leitast efir. Vatnajökulsþjóðgarður inniheldur því samblöndu af náttúrufyrirbærum sem eru einstök á heimsvísu og finnast ekki annars staðar. „Og skapa líka mikil tækifæri til markaðssetningar því hvernig er það þegar við sjálf erum að ferðast erlendis og sjáum svæði sem eru á heimsminjaskrá. Það er akkúrat það að þar er eitthvað aðdráttarafl og segull sem segir okkur að þarna er eitthvað merkilegt að finna. Þannig að það er gríðarlegur fjölbreytileiki þarna og þetta er mikill gleðidagur á Íslandi. Ég er syngjandi og hoppandi kátur og til hamingju öll,“ sagði Guðmundur Ingi. Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 5. júlí 2019 12:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunnar Sameinuðu Þjóðanna. Umhverfisráðherra segir skráninguna stórt skref í náttúruvernd á Íslandi og í sögu lýðveldis. Ákvörðunin var tekin á fundi heimsminjanefndar UNESCO í Bakú í Aserbaídsjan í dag á grundvelli þess að þjóðgarðurinn hafi að geyma einstakar náttúruminjar. Þar með er staðfest að náttúra þjóðgarðsins og friðlandsins í Lónsöræfum teljist hafa einstakt gildi fyrir mannkynið. Vatnajökulsþjóðgarður er þriðji staðurinn á Íslandi sem kemst á skránna en þar eru einnig Þingvellir og Surtsey. Umhverfisráðherra átti erfitt með að leyna ánægju sinni yfir viðurkenningunni í dag enda að hans sögn um stórfrétt að ræða. „Þetta eru stórfréttir. Þetta er risa stórt skref í náttúruvernd á Íslandi og ég vil meina í sögu lýðveldis líka. Því þarna er verið að viðurkenna að náttúra svæðisins, stjórn þjóðgarðsins og allt utanumhald er þess virði að það er einstakt á heimsvísu og mikilvægt fyrir allt mannkynið,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.Frá Jökulsárlóni við sporð Breiðamerkurjökuls, einum skriðjökla Vatnajökuls.Vísir/Vilhelm.Hvað þýðir að vera á þessari heimsminjaskrá? „Það þýðir að svæðið er nú talið meðal þeirra heimsminja sem eru einstakar á heimsvísu og er kannski stærsta viðurkenning sem menningarminjar eða náttúruminjar geta fengið,“ sagði Guðmundur Ingi. Því er um að ræða viðurkenningu sem margir leitast efir. Vatnajökulsþjóðgarður inniheldur því samblöndu af náttúrufyrirbærum sem eru einstök á heimsvísu og finnast ekki annars staðar. „Og skapa líka mikil tækifæri til markaðssetningar því hvernig er það þegar við sjálf erum að ferðast erlendis og sjáum svæði sem eru á heimsminjaskrá. Það er akkúrat það að þar er eitthvað aðdráttarafl og segull sem segir okkur að þarna er eitthvað merkilegt að finna. Þannig að það er gríðarlegur fjölbreytileiki þarna og þetta er mikill gleðidagur á Íslandi. Ég er syngjandi og hoppandi kátur og til hamingju öll,“ sagði Guðmundur Ingi.
Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 5. júlí 2019 12:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 5. júlí 2019 12:00