Víða vandi vegna stafræns ofbeldis og nektarmynda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. október 2019 18:30 Unglingar segja algengt að krakkar sendi nektarmyndir eða myndbönd sín á milli. Garðaskóli er meðal þeirra skóla sem hefur glímt við vandann undanfarin ár. Skólastjórnendur hafa óskað eftir leiðbeiningum frá Skólastjórafélagi Íslands. Ung kona kona sagði frá því í fréttum í gær að afar algengt hefði verið að krakkarnir í grunnskólanum sem hún gekk í hafi sent af sér nektarmyndir og myndbönd og það farið í dreifingu.Skólastjórnendur biðja um leiðbeiningar Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórafélags Íslands sagði í samtali við fréttastofu að skólastjórnendur hefðu haft samband þegar slík mál kæmu upp til að fá leiðbeiningar um hvað bæri að gera. En oft væru málin líka leyst innan skólanna.Höfum séð þetta mörg undanfarin ár Brynhildur Sigurðardóttir skólastjóri Garðaskóla í Garðabæ segir að undanfarin ár hafi slík mál komið upp í skólanum. „Mörg undanfarin ár höfum við séð þetta gerast. Við höfum brugðist við því eins og við getum sem grunnskóli. Við förum alltaf yfir það með foreldrum viðkomandi þegar um er að ræða vandræði vegna myndbirtinga á netinu. Við erum með sterkt stuðningsnet þannig að við biðjum námsráðgjafa að fylgjast sérstaklega með krökkum sem að lenda í slíku. Oft verða þetta flókin mál og krakkarnir forðast jafnvel að koma í skólann í kjölfarið. Það er hins vegar nokkuð langt síðan við fórum að bregðast við þessu. Fyrir nokkuð mörgum árum fór af stað verkefni sem heitir Velferð barna í Garðabæ og allir skólar og félagasamtök taka þátt í því og þar inni eigum við sameiginlega ferla í barnavernd og þar er verkefni sem heitir Jafnrétti og kynheilbrigði þar sem fræðsla til starfsfólks um þessi mál,“ segir Brynhildur. Hún segir erfitt að sjá heildarmyndina. „Við vitum að við sjáum ekki allt sem er í gangi og við eigum stundum erfitt með að fylgja eftir áhyggjum sem koma upp hjá okkur. Unglingarnir eru t.d. miklu fljótari að læra á samfélagsmiðlanna en við. Við erum alltaf svolítið að elta þau og við þurfum að vinna með það,“ segir Brynhildur. Það eru allir hópar í samfélaginu að lenda í vandræðum með netnotkunHún segir að skólinn leggi áherslu á forvarnarstarf varðandi þessi mál en einnig nána samvinnu við foreldra. „Ég hef nokkrum sinnum sent bréf heim þar sem við bendum foreldrum á ákveðna hluti sem hafa komið upp, hvort sem við erum að tala um ákveðin samskiptaforrit eða hegðun nemenda í snjalltækjunum sínum sem við höfum áhyggjur af. Við fáum mjög sterk viðbrögð frá foreldrum. Margir eru undrandi, hafa ekki heyrt af þessum áhyggjum sem við höfum í skólanum. Skýringin á því er að auðvitað eru ekki allir krakkar að gera þetta. En önnur skýring er að það er svo auðvelt að fela það sem er í tækinu. Foreldrar eiga því oft erfitt að komast að því hvað er að gerast,“ segir Brynhildur. Hún segir að þetta sé ekki vandi sem afmarkist við unglinga. „Fullorðnir eru líka staddir í þessu, það eru allir hópar í samfélaginu að lenda í vandræðum með netnotkun. Þetta er nýtt fyrir okkur og við þurfum að vera samtaka í taka ábyrgð á þessu,“ segir Brynhildur að lokum. Flestir unglingar sem fréttastofa hefur rætt við segja algengt að nektarmyndir séu sendar meðan nemenda í skólum. Við spurðum þær Anney Fjólu Þorgeirsdóttur, Önnu Karen Bjartsdóttur og Heru Björk Arnarsdóttur út í málið.Unglingarnir hafa flestir orðið varir við þettaVið spurðum nokkra krakka í 9. bekk Garðaskóla hvort þau hefði orðið vör við dreifingu nektarmynda innan skólans. Ásgeir Líndal sagðist ekki hafa orðið var við neitt slíkt. Hera Björk Arnarsdóttir sagðist hins vegar hafa orðið vör við þetta og það væri algengt. Anna Karen Bjartsdóttir sagðist hafa orðið vör við þetta en þetta væri ekkert mjög algengt og Anney Fjóla Þorgeirsdóttir var á því að þetta væri stundað. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Unglingar segja algengt að krakkar sendi nektarmyndir eða myndbönd sín á milli. Garðaskóli er meðal þeirra skóla sem hefur glímt við vandann undanfarin ár. Skólastjórnendur hafa óskað eftir leiðbeiningum frá Skólastjórafélagi Íslands. Ung kona kona sagði frá því í fréttum í gær að afar algengt hefði verið að krakkarnir í grunnskólanum sem hún gekk í hafi sent af sér nektarmyndir og myndbönd og það farið í dreifingu.Skólastjórnendur biðja um leiðbeiningar Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórafélags Íslands sagði í samtali við fréttastofu að skólastjórnendur hefðu haft samband þegar slík mál kæmu upp til að fá leiðbeiningar um hvað bæri að gera. En oft væru málin líka leyst innan skólanna.Höfum séð þetta mörg undanfarin ár Brynhildur Sigurðardóttir skólastjóri Garðaskóla í Garðabæ segir að undanfarin ár hafi slík mál komið upp í skólanum. „Mörg undanfarin ár höfum við séð þetta gerast. Við höfum brugðist við því eins og við getum sem grunnskóli. Við förum alltaf yfir það með foreldrum viðkomandi þegar um er að ræða vandræði vegna myndbirtinga á netinu. Við erum með sterkt stuðningsnet þannig að við biðjum námsráðgjafa að fylgjast sérstaklega með krökkum sem að lenda í slíku. Oft verða þetta flókin mál og krakkarnir forðast jafnvel að koma í skólann í kjölfarið. Það er hins vegar nokkuð langt síðan við fórum að bregðast við þessu. Fyrir nokkuð mörgum árum fór af stað verkefni sem heitir Velferð barna í Garðabæ og allir skólar og félagasamtök taka þátt í því og þar inni eigum við sameiginlega ferla í barnavernd og þar er verkefni sem heitir Jafnrétti og kynheilbrigði þar sem fræðsla til starfsfólks um þessi mál,“ segir Brynhildur. Hún segir erfitt að sjá heildarmyndina. „Við vitum að við sjáum ekki allt sem er í gangi og við eigum stundum erfitt með að fylgja eftir áhyggjum sem koma upp hjá okkur. Unglingarnir eru t.d. miklu fljótari að læra á samfélagsmiðlanna en við. Við erum alltaf svolítið að elta þau og við þurfum að vinna með það,“ segir Brynhildur. Það eru allir hópar í samfélaginu að lenda í vandræðum með netnotkunHún segir að skólinn leggi áherslu á forvarnarstarf varðandi þessi mál en einnig nána samvinnu við foreldra. „Ég hef nokkrum sinnum sent bréf heim þar sem við bendum foreldrum á ákveðna hluti sem hafa komið upp, hvort sem við erum að tala um ákveðin samskiptaforrit eða hegðun nemenda í snjalltækjunum sínum sem við höfum áhyggjur af. Við fáum mjög sterk viðbrögð frá foreldrum. Margir eru undrandi, hafa ekki heyrt af þessum áhyggjum sem við höfum í skólanum. Skýringin á því er að auðvitað eru ekki allir krakkar að gera þetta. En önnur skýring er að það er svo auðvelt að fela það sem er í tækinu. Foreldrar eiga því oft erfitt að komast að því hvað er að gerast,“ segir Brynhildur. Hún segir að þetta sé ekki vandi sem afmarkist við unglinga. „Fullorðnir eru líka staddir í þessu, það eru allir hópar í samfélaginu að lenda í vandræðum með netnotkun. Þetta er nýtt fyrir okkur og við þurfum að vera samtaka í taka ábyrgð á þessu,“ segir Brynhildur að lokum. Flestir unglingar sem fréttastofa hefur rætt við segja algengt að nektarmyndir séu sendar meðan nemenda í skólum. Við spurðum þær Anney Fjólu Þorgeirsdóttur, Önnu Karen Bjartsdóttur og Heru Björk Arnarsdóttur út í málið.Unglingarnir hafa flestir orðið varir við þettaVið spurðum nokkra krakka í 9. bekk Garðaskóla hvort þau hefði orðið vör við dreifingu nektarmynda innan skólans. Ásgeir Líndal sagðist ekki hafa orðið var við neitt slíkt. Hera Björk Arnarsdóttir sagðist hins vegar hafa orðið vör við þetta og það væri algengt. Anna Karen Bjartsdóttir sagðist hafa orðið vör við þetta en þetta væri ekkert mjög algengt og Anney Fjóla Þorgeirsdóttir var á því að þetta væri stundað.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira