Beyoncé fékk meðgöngueitrun er hún gekk með tvíburana: „Líkami minn gekk í gegnum meira en ég vissi að hann gæti“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. apríl 2019 13:50 Beyoncé á Coachella í fyrra en tónleikarnir þeir fyrstu sem hún hélt eftir að hún fæddi tvíburana Rumi og Sir í júní 2017. vísir/getty Tónlistarkonan Beyoncé ræðir opinskátt um seinni meðgöngu sína í nýrri heimildarmynd sem frumsýnd var á Netflix í vikunni og ber heitið Homecoming. Hún segir það hafa verið óvænt þegar hún varð ólétt og lýsir meðgöngunni sem ótrúlega erfiðri. Í myndinni segir Beyoncé frá því að hún hafi fengið meðgöngueitrun sem lýsir sér meðal annars í háum blóðþrýstingi. „Líkami minn gekk í gegnum meira en ég vissi að hann gæti,“ segir söngkonan í myndinni þar sem hún ræðir einnig um það hvaða áhrif meðgangan hafði á fyrirhugaða tónleika hennar á Coachella árið 2017. Homecoming fjallar einmitt um tónleika Beyoncé á Coachella á hátíðinni árið eftir. Beyoncé segir að hún hafi komist að því að hún hafi verið ólétt í lok árs 2016. „Ég átti að koma fram á Coachella árið 2017 en ég varð óvænt ólétt. Svo voru þetta tvíburar sem var líka mjög óvænt.“ Meðgangan var erfið og það var fæðingin sömuleiðis en þau Rumi og Sir fæddust í júní 2017. Beyoncé segir frá því að hjarta annars þeirra hafi hætt að slá nokkrum sinnum í fæðingunni svo á endanum voru tvíburarnir teknir með bráðakeisaraskurði. Beyoncé greinir síðan frá því að það hafi verið áskorun að hefja æfingar fyrir Coachella en tónleikarnir í fyrra voru þeir fyrstu sem hún hélt eftir að tvíburarnir fæddust. „Mikið af dansinum er tilfinning en ekki svo mikil tækni, persónuleikinn þinn er það sem glæðir dansinn lífi. Það er erfitt þegar þér líður ekki eins og þér sjálfri. Ég þurfti að byggja líkamann minn upp og það tók mig tíma að verða nógu sjálfsörugg til að gefa mig sjálfa í þetta,“ segir Beyoncé. Hún segir að líkami sinn hafi einfaldlega ekki verið rétt tengdur til að byrja með. Þá var hugur hennar heldur ekki á staðnum. „Í huga mínum vildi ég bara vera með börnunum mínum. Fólk sér ekki fórnirnar sem þarf að færa.“ Tónlist Tengdar fréttir Heimildarmynd um rómaða tónleika Beyoncé á Coachella væntanleg á Netflix Stikla fyrir myndina var frumsýnd í gær. 9. apríl 2019 08:15 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Sjá meira
Tónlistarkonan Beyoncé ræðir opinskátt um seinni meðgöngu sína í nýrri heimildarmynd sem frumsýnd var á Netflix í vikunni og ber heitið Homecoming. Hún segir það hafa verið óvænt þegar hún varð ólétt og lýsir meðgöngunni sem ótrúlega erfiðri. Í myndinni segir Beyoncé frá því að hún hafi fengið meðgöngueitrun sem lýsir sér meðal annars í háum blóðþrýstingi. „Líkami minn gekk í gegnum meira en ég vissi að hann gæti,“ segir söngkonan í myndinni þar sem hún ræðir einnig um það hvaða áhrif meðgangan hafði á fyrirhugaða tónleika hennar á Coachella árið 2017. Homecoming fjallar einmitt um tónleika Beyoncé á Coachella á hátíðinni árið eftir. Beyoncé segir að hún hafi komist að því að hún hafi verið ólétt í lok árs 2016. „Ég átti að koma fram á Coachella árið 2017 en ég varð óvænt ólétt. Svo voru þetta tvíburar sem var líka mjög óvænt.“ Meðgangan var erfið og það var fæðingin sömuleiðis en þau Rumi og Sir fæddust í júní 2017. Beyoncé segir frá því að hjarta annars þeirra hafi hætt að slá nokkrum sinnum í fæðingunni svo á endanum voru tvíburarnir teknir með bráðakeisaraskurði. Beyoncé greinir síðan frá því að það hafi verið áskorun að hefja æfingar fyrir Coachella en tónleikarnir í fyrra voru þeir fyrstu sem hún hélt eftir að tvíburarnir fæddust. „Mikið af dansinum er tilfinning en ekki svo mikil tækni, persónuleikinn þinn er það sem glæðir dansinn lífi. Það er erfitt þegar þér líður ekki eins og þér sjálfri. Ég þurfti að byggja líkamann minn upp og það tók mig tíma að verða nógu sjálfsörugg til að gefa mig sjálfa í þetta,“ segir Beyoncé. Hún segir að líkami sinn hafi einfaldlega ekki verið rétt tengdur til að byrja með. Þá var hugur hennar heldur ekki á staðnum. „Í huga mínum vildi ég bara vera með börnunum mínum. Fólk sér ekki fórnirnar sem þarf að færa.“
Tónlist Tengdar fréttir Heimildarmynd um rómaða tónleika Beyoncé á Coachella væntanleg á Netflix Stikla fyrir myndina var frumsýnd í gær. 9. apríl 2019 08:15 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Sjá meira
Heimildarmynd um rómaða tónleika Beyoncé á Coachella væntanleg á Netflix Stikla fyrir myndina var frumsýnd í gær. 9. apríl 2019 08:15