Tónlist

Heimildar­mynd um rómaða tón­leika Beyoncé á Coachella væntan­leg á Net­flix

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Beyoncé á sviðinu á Coachella í fyrra með hópi dansara.
Beyoncé á sviðinu á Coachella í fyrra með hópi dansara. vísir/getty

Heimildarmynd um tónleika Beyoncé á tónlistarhátíðinni Coachella í fyrra er væntanleg á streymisveituna Netflix þann 17. apríl næstkomandi. Stikla fyrir myndina var frumsýnd í gær.Tónleikar Beyoncé á Coachella síðastliðið vor voru mikið sjónarspil. Árið 2017 aflýsti tónlistarkonan tónleikum sem hún ætlaði að halda á hátíðinni það ár. Hún var þá ólétt af tvíburum og var ráðlagt af læknum að koma ekki fram að svo stöddu.

Tónleikanna í fyrra var því beðið með mikilli eftirvæntingu. Ef marka má gagnrýni fjölmiðla á tónleikana að þeim loknum var biðin eftir „Beychella“ þess virði.

Guardian sagði þannig að Beyoncé hefði skrifað sjálfa sig inn í söguna með tónleikunum og New York Times sagði að söngkonan væri stærri en Coachella.

Heimildarmyndin heitir Homecoming: A Film by Beyoncé. Netflix lýsir myndinni sem einlægri en í henni er meðal annars fylgt með undirbúningi tónleikanna.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.