Mögulegt umhverfismat tefur snjóframleiðslu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. janúar 2019 18:45 Lítið bólar á uppbyggingu á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins en samningur þess efnis, um að sex milljörðum skyldi varið í framkvæmdir til ársins 2030, var undirritaður í fyrra. Framkvæmdastjóri skíðasvæðanna segir nauðsynlegt að fá að hefja snjóframleiðslu sem fyrst til þess að tryggja stöðugra rekstrarumhverfi. Það er eitthvað minna um það að hægt sé að stunda skíði í Bláfjöllum þessa dagana. Tuttugu metrar á sekúndu, rigning og sex stiga hiti og ekkert í kortunum um að snjórinn sé að koma. Menn vilja hins vegar fara drífa það af stað að hefja snjóframleiðslu.Mynd af uppbyggingunni í BláfjöllumVísir/Stöð 2Í maí á síðasta ári undirrituðu eigendur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins samkomulag sem felur í sér að ráðast í endurnýjun og uppsetningu á þremur skíða í Bláfjöllum og einni í Skálafelli og sömuleiðis á að setja upp búnað til snjóframleiðslu. Frá því að samkomulagið var undirritað hefur lítið gerst í framkvæmdum. „Í raun og veru er allt klárt fyrir útboð. Við erum búin að taka útboðsgögnin saman og við erum í raun núna í bið því að við erum að bíða eftir að fá úr því skorið hvort að framkvæmdirnar þurfi að fara í umhverfismat eða ekki,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2Málið á borði Skipulagsstofnunar Magnús segir að búist hafi verið við því að hægt hefði verið að hefja framkvæmdir strax en þegar upp var staðið hafi ákveðnir aðilar óskað eftir því að uppbyggingin færi í umhverfismat. „Þá sjáum við fram á einhverja frestun, við vitum ekki nákvæmlega hversu löng hún verður en ef að allt gengur vel og að við fáum þetta í gang, þá getum við hafist handa strax næsta sumar,“ segir Magnús. Magnús segir að málið sé nú á borði Skipulagsstofnunar og að frekari töf hafi áhrif á tekjuöflun skíðasvæðanna. „Við erum nú í raun búin að vera í bið með uppbyggingu síðan 2004 má segja. Þegar við ætluðum að fara í breytingar á deiliskipulagi árið 2010 þá fóru af stað rannsóknir varðandi vatnsverndina og þá hvort við værum ógn við vernd við vatnið. Það fór allt að snúast um það hvort skíðasvæðið í Bláfjöllum ætti rétt á að vera þar sem það er eða ekki,“ segir Magnús.Hugmyndin um að skella sér á skíði í Bláfjöllum í dag var fjarlæg.Vísir/JóhannKÚr því hefur verið skorið að skíðasvæðið er ekki ógn við vatnsverndarsvæðið í nágrenninu. Fimmtán ár eru liðin frá því síðasta stóra uppbyggingin fór fram í Bláfjöllum en það var þegar Kóngurinn var settur upp. „Ástæðan fyrir því að við þurfum að fara í verulega uppbyggingu er vegna þess að það er kominn aldur á lyfturnar og svo þurfum við snjóframleiðslu til þess að tryggja okkur stöðugri rekstur,“ segir Magnús. Skíðasvæði Umhverfismál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira
Lítið bólar á uppbyggingu á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins en samningur þess efnis, um að sex milljörðum skyldi varið í framkvæmdir til ársins 2030, var undirritaður í fyrra. Framkvæmdastjóri skíðasvæðanna segir nauðsynlegt að fá að hefja snjóframleiðslu sem fyrst til þess að tryggja stöðugra rekstrarumhverfi. Það er eitthvað minna um það að hægt sé að stunda skíði í Bláfjöllum þessa dagana. Tuttugu metrar á sekúndu, rigning og sex stiga hiti og ekkert í kortunum um að snjórinn sé að koma. Menn vilja hins vegar fara drífa það af stað að hefja snjóframleiðslu.Mynd af uppbyggingunni í BláfjöllumVísir/Stöð 2Í maí á síðasta ári undirrituðu eigendur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins samkomulag sem felur í sér að ráðast í endurnýjun og uppsetningu á þremur skíða í Bláfjöllum og einni í Skálafelli og sömuleiðis á að setja upp búnað til snjóframleiðslu. Frá því að samkomulagið var undirritað hefur lítið gerst í framkvæmdum. „Í raun og veru er allt klárt fyrir útboð. Við erum búin að taka útboðsgögnin saman og við erum í raun núna í bið því að við erum að bíða eftir að fá úr því skorið hvort að framkvæmdirnar þurfi að fara í umhverfismat eða ekki,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2Málið á borði Skipulagsstofnunar Magnús segir að búist hafi verið við því að hægt hefði verið að hefja framkvæmdir strax en þegar upp var staðið hafi ákveðnir aðilar óskað eftir því að uppbyggingin færi í umhverfismat. „Þá sjáum við fram á einhverja frestun, við vitum ekki nákvæmlega hversu löng hún verður en ef að allt gengur vel og að við fáum þetta í gang, þá getum við hafist handa strax næsta sumar,“ segir Magnús. Magnús segir að málið sé nú á borði Skipulagsstofnunar og að frekari töf hafi áhrif á tekjuöflun skíðasvæðanna. „Við erum nú í raun búin að vera í bið með uppbyggingu síðan 2004 má segja. Þegar við ætluðum að fara í breytingar á deiliskipulagi árið 2010 þá fóru af stað rannsóknir varðandi vatnsverndina og þá hvort við værum ógn við vernd við vatnið. Það fór allt að snúast um það hvort skíðasvæðið í Bláfjöllum ætti rétt á að vera þar sem það er eða ekki,“ segir Magnús.Hugmyndin um að skella sér á skíði í Bláfjöllum í dag var fjarlæg.Vísir/JóhannKÚr því hefur verið skorið að skíðasvæðið er ekki ógn við vatnsverndarsvæðið í nágrenninu. Fimmtán ár eru liðin frá því síðasta stóra uppbyggingin fór fram í Bláfjöllum en það var þegar Kóngurinn var settur upp. „Ástæðan fyrir því að við þurfum að fara í verulega uppbyggingu er vegna þess að það er kominn aldur á lyfturnar og svo þurfum við snjóframleiðslu til þess að tryggja okkur stöðugri rekstur,“ segir Magnús.
Skíðasvæði Umhverfismál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira