Mögulegt umhverfismat tefur snjóframleiðslu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. janúar 2019 18:45 Lítið bólar á uppbyggingu á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins en samningur þess efnis, um að sex milljörðum skyldi varið í framkvæmdir til ársins 2030, var undirritaður í fyrra. Framkvæmdastjóri skíðasvæðanna segir nauðsynlegt að fá að hefja snjóframleiðslu sem fyrst til þess að tryggja stöðugra rekstrarumhverfi. Það er eitthvað minna um það að hægt sé að stunda skíði í Bláfjöllum þessa dagana. Tuttugu metrar á sekúndu, rigning og sex stiga hiti og ekkert í kortunum um að snjórinn sé að koma. Menn vilja hins vegar fara drífa það af stað að hefja snjóframleiðslu.Mynd af uppbyggingunni í BláfjöllumVísir/Stöð 2Í maí á síðasta ári undirrituðu eigendur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins samkomulag sem felur í sér að ráðast í endurnýjun og uppsetningu á þremur skíða í Bláfjöllum og einni í Skálafelli og sömuleiðis á að setja upp búnað til snjóframleiðslu. Frá því að samkomulagið var undirritað hefur lítið gerst í framkvæmdum. „Í raun og veru er allt klárt fyrir útboð. Við erum búin að taka útboðsgögnin saman og við erum í raun núna í bið því að við erum að bíða eftir að fá úr því skorið hvort að framkvæmdirnar þurfi að fara í umhverfismat eða ekki,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2Málið á borði Skipulagsstofnunar Magnús segir að búist hafi verið við því að hægt hefði verið að hefja framkvæmdir strax en þegar upp var staðið hafi ákveðnir aðilar óskað eftir því að uppbyggingin færi í umhverfismat. „Þá sjáum við fram á einhverja frestun, við vitum ekki nákvæmlega hversu löng hún verður en ef að allt gengur vel og að við fáum þetta í gang, þá getum við hafist handa strax næsta sumar,“ segir Magnús. Magnús segir að málið sé nú á borði Skipulagsstofnunar og að frekari töf hafi áhrif á tekjuöflun skíðasvæðanna. „Við erum nú í raun búin að vera í bið með uppbyggingu síðan 2004 má segja. Þegar við ætluðum að fara í breytingar á deiliskipulagi árið 2010 þá fóru af stað rannsóknir varðandi vatnsverndina og þá hvort við værum ógn við vernd við vatnið. Það fór allt að snúast um það hvort skíðasvæðið í Bláfjöllum ætti rétt á að vera þar sem það er eða ekki,“ segir Magnús.Hugmyndin um að skella sér á skíði í Bláfjöllum í dag var fjarlæg.Vísir/JóhannKÚr því hefur verið skorið að skíðasvæðið er ekki ógn við vatnsverndarsvæðið í nágrenninu. Fimmtán ár eru liðin frá því síðasta stóra uppbyggingin fór fram í Bláfjöllum en það var þegar Kóngurinn var settur upp. „Ástæðan fyrir því að við þurfum að fara í verulega uppbyggingu er vegna þess að það er kominn aldur á lyfturnar og svo þurfum við snjóframleiðslu til þess að tryggja okkur stöðugri rekstur,“ segir Magnús. Skíðasvæði Umhverfismál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Lítið bólar á uppbyggingu á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins en samningur þess efnis, um að sex milljörðum skyldi varið í framkvæmdir til ársins 2030, var undirritaður í fyrra. Framkvæmdastjóri skíðasvæðanna segir nauðsynlegt að fá að hefja snjóframleiðslu sem fyrst til þess að tryggja stöðugra rekstrarumhverfi. Það er eitthvað minna um það að hægt sé að stunda skíði í Bláfjöllum þessa dagana. Tuttugu metrar á sekúndu, rigning og sex stiga hiti og ekkert í kortunum um að snjórinn sé að koma. Menn vilja hins vegar fara drífa það af stað að hefja snjóframleiðslu.Mynd af uppbyggingunni í BláfjöllumVísir/Stöð 2Í maí á síðasta ári undirrituðu eigendur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins samkomulag sem felur í sér að ráðast í endurnýjun og uppsetningu á þremur skíða í Bláfjöllum og einni í Skálafelli og sömuleiðis á að setja upp búnað til snjóframleiðslu. Frá því að samkomulagið var undirritað hefur lítið gerst í framkvæmdum. „Í raun og veru er allt klárt fyrir útboð. Við erum búin að taka útboðsgögnin saman og við erum í raun núna í bið því að við erum að bíða eftir að fá úr því skorið hvort að framkvæmdirnar þurfi að fara í umhverfismat eða ekki,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2Málið á borði Skipulagsstofnunar Magnús segir að búist hafi verið við því að hægt hefði verið að hefja framkvæmdir strax en þegar upp var staðið hafi ákveðnir aðilar óskað eftir því að uppbyggingin færi í umhverfismat. „Þá sjáum við fram á einhverja frestun, við vitum ekki nákvæmlega hversu löng hún verður en ef að allt gengur vel og að við fáum þetta í gang, þá getum við hafist handa strax næsta sumar,“ segir Magnús. Magnús segir að málið sé nú á borði Skipulagsstofnunar og að frekari töf hafi áhrif á tekjuöflun skíðasvæðanna. „Við erum nú í raun búin að vera í bið með uppbyggingu síðan 2004 má segja. Þegar við ætluðum að fara í breytingar á deiliskipulagi árið 2010 þá fóru af stað rannsóknir varðandi vatnsverndina og þá hvort við værum ógn við vernd við vatnið. Það fór allt að snúast um það hvort skíðasvæðið í Bláfjöllum ætti rétt á að vera þar sem það er eða ekki,“ segir Magnús.Hugmyndin um að skella sér á skíði í Bláfjöllum í dag var fjarlæg.Vísir/JóhannKÚr því hefur verið skorið að skíðasvæðið er ekki ógn við vatnsverndarsvæðið í nágrenninu. Fimmtán ár eru liðin frá því síðasta stóra uppbyggingin fór fram í Bláfjöllum en það var þegar Kóngurinn var settur upp. „Ástæðan fyrir því að við þurfum að fara í verulega uppbyggingu er vegna þess að það er kominn aldur á lyfturnar og svo þurfum við snjóframleiðslu til þess að tryggja okkur stöðugri rekstur,“ segir Magnús.
Skíðasvæði Umhverfismál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira