Burðardýrin í umfangsmiklu kókaínsmygli rétt rúmlega tvítug Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júní 2019 20:00 Lögreglan á Suðurnesjum gengur út frá því að þrír Íslendingar, sem eru í gæsluvarðahaldi grunaðir um að hafa reynt að flytja rúmlega sextán kíló af kókaíni til landsins, séu svokölluð burðardýr. Lögreglufulltrúi segir að málið sé sérstaklega viðkvæmt vegna ungs aldurs þeirra en þeir eru fæddir árið 1998 og 1996. Unnið er að því að upplýsa hver skipulagði innflutninginn.Fréttastofa greindi frá því í síðustu viku að fjórir Íslendingar væru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa smyglað á annan tug kílóa af kókaíni til landsins. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í kjölfarið. Þaðá uppruna sinn í Frankfurt íÞýskalandi en lögreglan á Suðurnesjum rannsakar máliðí samstarfi viðþýsk lögregluyfirvöld, tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir að um ræði rúmlega sextán kíló af kókaíni sem falið var í ferðatöskum. Fyrst hafi fjórir verið settur í gæsluvarðhald en einn hafi svo verið látinn laus. „Þetta eru aðilar sem eru fæddir 1996 og 1998,“ segir Jón Halldór og bætir við að málið sé því sérstaklega viðkvæmt. „Fyrir þær sakir að þarna eru mjög ungir einstaklingar sem eiga í hlut. Grunur lögreglu beinist einna helst að því að þau séu ekki skipuleggjendurnir og þau sem fjármagna kaupin á þessu mikla magni fíkniefna. Rannsóknin miðast einna helst að því að upplýsa þátt annarra meðsekra,“ segir Jón Halldór. Þannig sé gengið út frá því að ungmennin séu burðardýr. Ljóst er að þeir gætu átt yfir höfði sér margra ára fangelsisrefsingu en eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta mesta magn af kókaíni sem haldlagt hefur veriðí einu á Keflavíkurflugvelli. Götuvirði efnisins hleypur á hundruðum milljóna. Jón Halldór segir að rannsókn málsins miði vel. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum gengur út frá því að þrír Íslendingar, sem eru í gæsluvarðahaldi grunaðir um að hafa reynt að flytja rúmlega sextán kíló af kókaíni til landsins, séu svokölluð burðardýr. Lögreglufulltrúi segir að málið sé sérstaklega viðkvæmt vegna ungs aldurs þeirra en þeir eru fæddir árið 1998 og 1996. Unnið er að því að upplýsa hver skipulagði innflutninginn.Fréttastofa greindi frá því í síðustu viku að fjórir Íslendingar væru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa smyglað á annan tug kílóa af kókaíni til landsins. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í kjölfarið. Þaðá uppruna sinn í Frankfurt íÞýskalandi en lögreglan á Suðurnesjum rannsakar máliðí samstarfi viðþýsk lögregluyfirvöld, tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir að um ræði rúmlega sextán kíló af kókaíni sem falið var í ferðatöskum. Fyrst hafi fjórir verið settur í gæsluvarðhald en einn hafi svo verið látinn laus. „Þetta eru aðilar sem eru fæddir 1996 og 1998,“ segir Jón Halldór og bætir við að málið sé því sérstaklega viðkvæmt. „Fyrir þær sakir að þarna eru mjög ungir einstaklingar sem eiga í hlut. Grunur lögreglu beinist einna helst að því að þau séu ekki skipuleggjendurnir og þau sem fjármagna kaupin á þessu mikla magni fíkniefna. Rannsóknin miðast einna helst að því að upplýsa þátt annarra meðsekra,“ segir Jón Halldór. Þannig sé gengið út frá því að ungmennin séu burðardýr. Ljóst er að þeir gætu átt yfir höfði sér margra ára fangelsisrefsingu en eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta mesta magn af kókaíni sem haldlagt hefur veriðí einu á Keflavíkurflugvelli. Götuvirði efnisins hleypur á hundruðum milljóna. Jón Halldór segir að rannsókn málsins miði vel.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira