Hvetur konur til að nota hormónin ekki lengur en í ár Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. ágúst 2019 20:00 Sterk tengsl eru á milli notkunar tíðarhvarfahormóna og brjóstakrabbameins samkvæmt nýrri rannsókn. Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár brýnir fyrir konum að nota hormónin ekki lengur en í ár en konur sem tóku hormónablöndur í þrjú ár að meðaltali voru í sextíu prósent meiri hættu á að fá brjóstakrabbamein. Rannsókninni er stýrt af hópi við Oxford háskóla og er hún samantekt á fjölda rannsókna víðs vegar úr heiminum þar sem byggt er á yfir hundrað þúsund krabbameinstilfellum, en Ísland tók þátt í rannsókninni. „Hún er þá afgerandi sýnist mér varðandi að tíðahvarfahormón tengist talsvert hækkaðri áhættu á brjóstakrabbameini og sérstakllega því mun lengur sem maður tekur hormónana,“ sagði Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár. Engin hækkuð áhætta er ef konur taka tíðahvarfarhormónin í eitt ár eða skemur. Laufey segir því mikilvægt að konur hætti á lyfinu eftir árs notkun. Ef lyfið er tekið í eitt til fjögur ár er 60% áhættuaukningin á brjóstakrabbameini. „Og taka í fimm til fjórtán ár tengist tvöfaldri áhættu og þetta er á aldri þar sem konur eru komnar í talsverða brjóstakrabbameinsáhættu,“ sagði Laufey. Tíðahvarfahormón er lyf sem konur geta tekið inn til að vinna bug á einkennum sem fylgja breytingaraldrinum en einkennin eru hitakóf, þreyta og svefntruflanir. Laufey segir önnur hormónalyf, á borð við getnaðarvörnina pilluna, ekki með eins sterk tengsl við krabbamein. „Það hefur líka verið mjög mikið rannsakað því það taka lang flestar konur pilluna en það er miklu minna aukin áhætta þar hún hefur svolítil áhrif en ekki nærri því eins mikil áhrif og tíðahvarfahormónin hafa svo menn hafa ekki verið að mæla gegn því að nota pilluna,“ sagði Laufey. Heilbrigðismál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Sterk tengsl eru á milli notkunar tíðarhvarfahormóna og brjóstakrabbameins samkvæmt nýrri rannsókn. Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár brýnir fyrir konum að nota hormónin ekki lengur en í ár en konur sem tóku hormónablöndur í þrjú ár að meðaltali voru í sextíu prósent meiri hættu á að fá brjóstakrabbamein. Rannsókninni er stýrt af hópi við Oxford háskóla og er hún samantekt á fjölda rannsókna víðs vegar úr heiminum þar sem byggt er á yfir hundrað þúsund krabbameinstilfellum, en Ísland tók þátt í rannsókninni. „Hún er þá afgerandi sýnist mér varðandi að tíðahvarfahormón tengist talsvert hækkaðri áhættu á brjóstakrabbameini og sérstakllega því mun lengur sem maður tekur hormónana,“ sagði Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár. Engin hækkuð áhætta er ef konur taka tíðahvarfarhormónin í eitt ár eða skemur. Laufey segir því mikilvægt að konur hætti á lyfinu eftir árs notkun. Ef lyfið er tekið í eitt til fjögur ár er 60% áhættuaukningin á brjóstakrabbameini. „Og taka í fimm til fjórtán ár tengist tvöfaldri áhættu og þetta er á aldri þar sem konur eru komnar í talsverða brjóstakrabbameinsáhættu,“ sagði Laufey. Tíðahvarfahormón er lyf sem konur geta tekið inn til að vinna bug á einkennum sem fylgja breytingaraldrinum en einkennin eru hitakóf, þreyta og svefntruflanir. Laufey segir önnur hormónalyf, á borð við getnaðarvörnina pilluna, ekki með eins sterk tengsl við krabbamein. „Það hefur líka verið mjög mikið rannsakað því það taka lang flestar konur pilluna en það er miklu minna aukin áhætta þar hún hefur svolítil áhrif en ekki nærri því eins mikil áhrif og tíðahvarfahormónin hafa svo menn hafa ekki verið að mæla gegn því að nota pilluna,“ sagði Laufey.
Heilbrigðismál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira