Aldraðir eiga að borða fitu, prótein og orkuríka fæðu að sögn næringarfræðings Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2019 12:18 Næringarfræðingur hyggst fylgja eftir tvö hundruð öldruðum einstaklingum að lokinni útskrift af Landspítalanum og sjá til þess að þeir nærist rétt heima hjá sér. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vannæring, einmanaleiki og lítil matarinntaka einkennir þennan hóp sjúklinga hér á landi. Doktorsnemi í næringarfræði við Háskóla Íslands rannsakaði næringu þrettán einstaklinga á aldrinum 77 til 93 ára eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans. Sagt var frá málinu í Fréttablaðinu. Berglind Soffía Blöndal, doktorsnemi í næringarfræði við Háskóla Íslands, segir einstaklingana borða alltof lítið þegar heim var komið. „Þau eru að borða milli sjö og átta hundruð kalóríur á sólarhring, sem er rúmlega helmingi minna en þau þurfa. Og ofboðslegur einmanaleiki, fann ég fyrir, og svo er náttúrulega þyngdartap sem hélt áfram. Það var að meðaltali kíló á viku.“ Berglind Soffía segir að eftir að heim var komið hafi fólk haft minnkaða matarlyst, fæðuvalið hafi verið rangt. Þeir sem hafi átt erfitt með hreyfingu hafi viljað draga úr neyslu til að spara salernisferðir. Fleira hafi komið til. „Það er oft þannig að þau verða ofsalega glöð þegar þau sjá þyngdartap og halda að það sé jákvætt. Alltaf þegar maður léttist þá er einhver hluti af því vöðvamassi og þar af leiðandi eru vöðvar þeirra að hrörna þegar þau léttast. Það minnkar hreyfifærni og þar af leiðandi er það mjög neikvætt. Þessi hópur ætti ekki að vera að léttast.“Þannig að þetta verður vítahringur? „Alger vítahringur.“ Berglind er í doktorsnámi og ætlar í því að fylgja eftir 200 öldruðum einstaklingum eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans og sjá til þess að þeir borði rétt. „Breyta áherslunum þeirra. Þau hafa alla tíð hlustað á að það eigi að borða meira grænmeti, grænmeti, grænmeti. Það er ekki lengur þegar maður er aldraður.“Hvað á þá að einblína á? „Orkuna, prótín og fitu,“ segir Berglind Soffía. Félagsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Næringarfræðingur hyggst fylgja eftir tvö hundruð öldruðum einstaklingum að lokinni útskrift af Landspítalanum og sjá til þess að þeir nærist rétt heima hjá sér. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vannæring, einmanaleiki og lítil matarinntaka einkennir þennan hóp sjúklinga hér á landi. Doktorsnemi í næringarfræði við Háskóla Íslands rannsakaði næringu þrettán einstaklinga á aldrinum 77 til 93 ára eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans. Sagt var frá málinu í Fréttablaðinu. Berglind Soffía Blöndal, doktorsnemi í næringarfræði við Háskóla Íslands, segir einstaklingana borða alltof lítið þegar heim var komið. „Þau eru að borða milli sjö og átta hundruð kalóríur á sólarhring, sem er rúmlega helmingi minna en þau þurfa. Og ofboðslegur einmanaleiki, fann ég fyrir, og svo er náttúrulega þyngdartap sem hélt áfram. Það var að meðaltali kíló á viku.“ Berglind Soffía segir að eftir að heim var komið hafi fólk haft minnkaða matarlyst, fæðuvalið hafi verið rangt. Þeir sem hafi átt erfitt með hreyfingu hafi viljað draga úr neyslu til að spara salernisferðir. Fleira hafi komið til. „Það er oft þannig að þau verða ofsalega glöð þegar þau sjá þyngdartap og halda að það sé jákvætt. Alltaf þegar maður léttist þá er einhver hluti af því vöðvamassi og þar af leiðandi eru vöðvar þeirra að hrörna þegar þau léttast. Það minnkar hreyfifærni og þar af leiðandi er það mjög neikvætt. Þessi hópur ætti ekki að vera að léttast.“Þannig að þetta verður vítahringur? „Alger vítahringur.“ Berglind er í doktorsnámi og ætlar í því að fylgja eftir 200 öldruðum einstaklingum eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans og sjá til þess að þeir borði rétt. „Breyta áherslunum þeirra. Þau hafa alla tíð hlustað á að það eigi að borða meira grænmeti, grænmeti, grænmeti. Það er ekki lengur þegar maður er aldraður.“Hvað á þá að einblína á? „Orkuna, prótín og fitu,“ segir Berglind Soffía.
Félagsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira