32 þúsund konur hafa skráð sig í Áfallasögu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júní 2019 20:00 Allt bendir til þess að tengsl séu á milli áfalla og heilsufars, segir ábyrgðarmaður rannsóknarinnar um áfallasögur kvenna. Um þrjátíu og tvö þúsund íslenskar konur hafa tekið þátt í rannsókninni og fór skráning fram úr björtustu vonum. Áfallasaga kvenna er rannsókn sem fjallar um tíðni áfalla og áhrif þeirra á heilsufar kvenna. Rannsóknin tekur til allra íslenskumælandi kvenna 18 ára og eldri og er ein stærsta vísindarannsókn á þessu sviði. Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar segir að sterkur grunur sé um að tengsl séu milli áfalla og heilsufars, en þó vanti gögn til að sjá orsakasamhengið betur. Hún fagnar því að vitundarvakning hafi orðið í samfélaginu varðandi áföll kvenna, til að mynda með metoo byltingunni, en segir að rannsaka þurfi áföll á vísindalegum grunni. „Við verðum líka að gera kerfisbundna þekkingu á þessu. Það er mjög mikilvægt að vera með vitundavakningu en við þurfum líka að rannsaka hlutina með ströngum vísindalegum aðferðum og það erum við að gera í þessari rannsókn,“ sagði Unnur Anna Valdimarsdóttir, professor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar.Unnur Anna segir skáningu hafa farið fram úr björtustu vonum.Vísir/Stöð 2Hún segir skráningu hafa farið fram úr björtustu vonum, þrátt fyrir að markið hafi verið sett hátt. „Það hafa um 32 þúsund íslenskar konur tekið þátt á rúmu ári sem við höfum haft rannsóknina í gangi. Það er í rauninni alveg einstakt á heimsvísu að þú fáir um þriðjung þrjóðarinnar til að taka þátt í slíku átaki. Næstu þrjú ár erum við að rýna í þessar niðurstöður og erum raunar þegar farin að gera það. Þetta er langhlaup og við verðum næstu þrjú á að skoða þessar niðurstöður og reyna að rýna í þetta flókna orsakasamhengi,“ sagði Unnur Anna. Öllum íslenskum konum gefst kostur á að taka þátt í rannsókninni en skráningu lýkur á miðnætti á morgun. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dæmin sýna hvað áföll geta verið mismunandi Fjórðungur kvenna hefur orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun á lífsleiðinni, samkvæmt fyrstu niðurstöðum í rannsóknarverkefninu Áfallasaga kvenna. 15. nóvember 2018 14:45 Þriðjungur kvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi Fimmtungur kvenna segist vera með sterk einkenni áfallastreituröskunar í nýrri rannsókn á vegum Háskóla Íslands. 8. mars 2019 09:56 Segir heilann hafa svikið sig eftir endurtekin áföll Kona með áfallastreituröskun segir samfélagið þurfa að huga betur að fólki sem veikist. Henni hafi alltaf verið hrósað fyrir dugnað, styrk og metnað. þar til heilinn sveik hana og sjálfsmyndin brotnaði. Fyrstu niðurstöður áfallasögu kvenna voru kynntar í dag. 8. mars 2019 21:08 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Allt bendir til þess að tengsl séu á milli áfalla og heilsufars, segir ábyrgðarmaður rannsóknarinnar um áfallasögur kvenna. Um þrjátíu og tvö þúsund íslenskar konur hafa tekið þátt í rannsókninni og fór skráning fram úr björtustu vonum. Áfallasaga kvenna er rannsókn sem fjallar um tíðni áfalla og áhrif þeirra á heilsufar kvenna. Rannsóknin tekur til allra íslenskumælandi kvenna 18 ára og eldri og er ein stærsta vísindarannsókn á þessu sviði. Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar segir að sterkur grunur sé um að tengsl séu milli áfalla og heilsufars, en þó vanti gögn til að sjá orsakasamhengið betur. Hún fagnar því að vitundarvakning hafi orðið í samfélaginu varðandi áföll kvenna, til að mynda með metoo byltingunni, en segir að rannsaka þurfi áföll á vísindalegum grunni. „Við verðum líka að gera kerfisbundna þekkingu á þessu. Það er mjög mikilvægt að vera með vitundavakningu en við þurfum líka að rannsaka hlutina með ströngum vísindalegum aðferðum og það erum við að gera í þessari rannsókn,“ sagði Unnur Anna Valdimarsdóttir, professor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar.Unnur Anna segir skáningu hafa farið fram úr björtustu vonum.Vísir/Stöð 2Hún segir skráningu hafa farið fram úr björtustu vonum, þrátt fyrir að markið hafi verið sett hátt. „Það hafa um 32 þúsund íslenskar konur tekið þátt á rúmu ári sem við höfum haft rannsóknina í gangi. Það er í rauninni alveg einstakt á heimsvísu að þú fáir um þriðjung þrjóðarinnar til að taka þátt í slíku átaki. Næstu þrjú ár erum við að rýna í þessar niðurstöður og erum raunar þegar farin að gera það. Þetta er langhlaup og við verðum næstu þrjú á að skoða þessar niðurstöður og reyna að rýna í þetta flókna orsakasamhengi,“ sagði Unnur Anna. Öllum íslenskum konum gefst kostur á að taka þátt í rannsókninni en skráningu lýkur á miðnætti á morgun.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dæmin sýna hvað áföll geta verið mismunandi Fjórðungur kvenna hefur orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun á lífsleiðinni, samkvæmt fyrstu niðurstöðum í rannsóknarverkefninu Áfallasaga kvenna. 15. nóvember 2018 14:45 Þriðjungur kvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi Fimmtungur kvenna segist vera með sterk einkenni áfallastreituröskunar í nýrri rannsókn á vegum Háskóla Íslands. 8. mars 2019 09:56 Segir heilann hafa svikið sig eftir endurtekin áföll Kona með áfallastreituröskun segir samfélagið þurfa að huga betur að fólki sem veikist. Henni hafi alltaf verið hrósað fyrir dugnað, styrk og metnað. þar til heilinn sveik hana og sjálfsmyndin brotnaði. Fyrstu niðurstöður áfallasögu kvenna voru kynntar í dag. 8. mars 2019 21:08 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Dæmin sýna hvað áföll geta verið mismunandi Fjórðungur kvenna hefur orðið fyrir nauðgun eða nauðgunartilraun á lífsleiðinni, samkvæmt fyrstu niðurstöðum í rannsóknarverkefninu Áfallasaga kvenna. 15. nóvember 2018 14:45
Þriðjungur kvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi Fimmtungur kvenna segist vera með sterk einkenni áfallastreituröskunar í nýrri rannsókn á vegum Háskóla Íslands. 8. mars 2019 09:56
Segir heilann hafa svikið sig eftir endurtekin áföll Kona með áfallastreituröskun segir samfélagið þurfa að huga betur að fólki sem veikist. Henni hafi alltaf verið hrósað fyrir dugnað, styrk og metnað. þar til heilinn sveik hana og sjálfsmyndin brotnaði. Fyrstu niðurstöður áfallasögu kvenna voru kynntar í dag. 8. mars 2019 21:08