Dæmi um að handrukkarar beiti börn ofbeldi Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 3. september 2019 20:53 Funi segir mikilvægast að foreldrar fylgist vel með börnum sínum. stöð 2 Fíkniefnaheimurinn hefur sjaldan verið eins dulinn og hættulegur og í dag. Ungmenni geta í raun pantað sér vímuefni á netinu á jafn einfaldan máta eins og pizzu. Ef ekki er greitt fyrir efnin koma handrukkarar heim til fólks og beita, jafnvel börn ofbeldi. „Núna bara opnarðu símann og kíkir í eitthvað app og þar er allt dópið fyrir framan þig. Það er fólk að selja skotvopn og allt þarna inni sko. Ég meina það eru 200 bílar á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu einmitt núna tilbúnir að koma til þín ef þú hringir í þá og selja þér hvað sem er." Þetta er meðal þess sem kemur fram í Óminni, nýjum heimildaþætti sem verður sýndur á Stöð 2 í kvöld um vímuefnavandann hér á landi.Þáttinn í heild má sjá að neðan.„Þetta er allt dulið í okkar samfélagi. Þetta er allt á netinu, þetta er mjög aðgengilegt og það er mjög auðvelt fyrir alla að nálgast efni sem hafa áhuga á þessu. Jafnvel bara börn,“ segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Ungmenni noti fleiri leiðir. „Það eru unglingar í dag sem ég veit af sem hafa farið og bara sagt við lækni: „heyrðu, ég er með svo mikinn kvíða og dudu-ruddu-du…“ fá uppáskrifað róandi sko,“ segir einn viðmælandi Óminnis. Fram koma áhrif hver áhrif slævandi lyfja geta verið. „Róandi og morfín er bara rosalega skaðlegt sko. Af því að þú sofnar og búinn að taka of mikið af einhverju… þá er bara hætta á því að þú vaknir ekkert aftur,“ segir ónafngreindur viðmælandi Óminnis. Og ef ekki er greitt kemur handrukkarinn til sögunar. „Þetta er það gagnlegasta sem þú getur átt,“ segir viðmælandinn og sýnir piparsprey. „Það er bara ekkert sem jafnast á við það. Af því þegar þú sparkar upp hurð og þú dúndrar, tæmir hann framan í fólk. Það hættir að geta andað, þú hættir að geta séð, hættir að geta hreyft þig því þú færð ekki súrefni í líkamann. Þú bara gjörsamlega dettur úr leik.“„Maður notar þetta líka til að þagga niður í fólki eins og konum. Eiginkonum. Versta falli börnum,“ bætir hann við. Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla, meðferðarstöðvar ríkisins fyrir unglinga, segist hafa heyrt dæmi um að handrukkarar beiti börn ofbeldi. „Það eru alltaf dæmi um að þau séu að lenda í slíku og svo eru líka ákveðnir aðilar sem koma hingað sem eru líka að beita handrukkunum. Þannig að jú, við höfum heyrt svona sögur,“ segir Funi. Hann segir ungmenni jafnvel fara að handrukka til að fjármagna eigin neyslu en oft séu þau líka að vinna sig úr skuld. Það sé talsvert ofbeldi í heimi fíkniefnanna þannig að ýmsar ástæður geti verið fyrir því að ungmenni leiðist út í handrukkun. „Við sjáum það alveg skýrt hjá okkur. Það er bara mjög auðvelt og mikið aðgengi að fíkniefnum. Það er úti um allt.“ „Ég held það sé lykilatriði að foreldrar séu alltaf vakandi og djöflist alveg eins og þau geta og eru alltaf með nefið ofan í því sem börnin þeirra eru að gera. Ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Funi. „Ég fagna allri umræðu og það er bara rosalega gott að við séum að tala um þetta en ég held við þurfum að passa okkur að foreldrar eru lykilatriði í þessu.“ Fíkn Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Óminni Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Læknir sviptur leyfi vegna vanrækslu Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Sjá meira
Fíkniefnaheimurinn hefur sjaldan verið eins dulinn og hættulegur og í dag. Ungmenni geta í raun pantað sér vímuefni á netinu á jafn einfaldan máta eins og pizzu. Ef ekki er greitt fyrir efnin koma handrukkarar heim til fólks og beita, jafnvel börn ofbeldi. „Núna bara opnarðu símann og kíkir í eitthvað app og þar er allt dópið fyrir framan þig. Það er fólk að selja skotvopn og allt þarna inni sko. Ég meina það eru 200 bílar á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu einmitt núna tilbúnir að koma til þín ef þú hringir í þá og selja þér hvað sem er." Þetta er meðal þess sem kemur fram í Óminni, nýjum heimildaþætti sem verður sýndur á Stöð 2 í kvöld um vímuefnavandann hér á landi.Þáttinn í heild má sjá að neðan.„Þetta er allt dulið í okkar samfélagi. Þetta er allt á netinu, þetta er mjög aðgengilegt og það er mjög auðvelt fyrir alla að nálgast efni sem hafa áhuga á þessu. Jafnvel bara börn,“ segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Ungmenni noti fleiri leiðir. „Það eru unglingar í dag sem ég veit af sem hafa farið og bara sagt við lækni: „heyrðu, ég er með svo mikinn kvíða og dudu-ruddu-du…“ fá uppáskrifað róandi sko,“ segir einn viðmælandi Óminnis. Fram koma áhrif hver áhrif slævandi lyfja geta verið. „Róandi og morfín er bara rosalega skaðlegt sko. Af því að þú sofnar og búinn að taka of mikið af einhverju… þá er bara hætta á því að þú vaknir ekkert aftur,“ segir ónafngreindur viðmælandi Óminnis. Og ef ekki er greitt kemur handrukkarinn til sögunar. „Þetta er það gagnlegasta sem þú getur átt,“ segir viðmælandinn og sýnir piparsprey. „Það er bara ekkert sem jafnast á við það. Af því þegar þú sparkar upp hurð og þú dúndrar, tæmir hann framan í fólk. Það hættir að geta andað, þú hættir að geta séð, hættir að geta hreyft þig því þú færð ekki súrefni í líkamann. Þú bara gjörsamlega dettur úr leik.“„Maður notar þetta líka til að þagga niður í fólki eins og konum. Eiginkonum. Versta falli börnum,“ bætir hann við. Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla, meðferðarstöðvar ríkisins fyrir unglinga, segist hafa heyrt dæmi um að handrukkarar beiti börn ofbeldi. „Það eru alltaf dæmi um að þau séu að lenda í slíku og svo eru líka ákveðnir aðilar sem koma hingað sem eru líka að beita handrukkunum. Þannig að jú, við höfum heyrt svona sögur,“ segir Funi. Hann segir ungmenni jafnvel fara að handrukka til að fjármagna eigin neyslu en oft séu þau líka að vinna sig úr skuld. Það sé talsvert ofbeldi í heimi fíkniefnanna þannig að ýmsar ástæður geti verið fyrir því að ungmenni leiðist út í handrukkun. „Við sjáum það alveg skýrt hjá okkur. Það er bara mjög auðvelt og mikið aðgengi að fíkniefnum. Það er úti um allt.“ „Ég held það sé lykilatriði að foreldrar séu alltaf vakandi og djöflist alveg eins og þau geta og eru alltaf með nefið ofan í því sem börnin þeirra eru að gera. Ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Funi. „Ég fagna allri umræðu og það er bara rosalega gott að við séum að tala um þetta en ég held við þurfum að passa okkur að foreldrar eru lykilatriði í þessu.“
Fíkn Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Óminni Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Læknir sviptur leyfi vegna vanrækslu Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent